Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 5. desember 1976 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KLEPPSSPÍ TALINN: AÐSTOÐARMAÐUR FÉLAGSRÁÐGJAFA óskast til starfa nú þegar. Stúdents- próf eða sambærileg menntun nauðsynleg. Umsókn, er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda yfirfélagsráðgjafa spitalans. Umsóknareyðublöð fást hjá sima- verði. VÍFILSSTAÐASPÍTALINN MEINATÆKNIR óskast tii starfa á spitalanum frá 1. janúar n.k. eða eftir samkomulagi. Húsnæði á staðnum getur fylgt. Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda deildarmeinatækni, sem veitir allar nánari upplýsingar. Reykjavik 3. desember 1976. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRIKSGÖTU 5.SIM111765 Úr Djúpadal að Arnarhóli (Jterkomin bókin „(JrDjúpadal aö Arnarhóli — sagan um Hall- grim Kristinsson —” Hún er gefin út af Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri, en höfundur hennar er Páll H. Jónsson frá Laugum. Þetta er fögur bók og vönduö aö öllum frágangi, á fimmta hundraö blaösiöur að stærð og prýdd allmörgum myndum. í bókarlok er heimildaskrá, nafnaskrá og skrá um timatal. Formála skrifar Erlendur Einarsson forstjóri, en Eysteinn Sigurðsson cand. mag. bjó bók- ina til prentunar og hafði um- sjón með útgáfunni. Páll H. Jónsson var kennari á Laugum i Reykjadal i n.l. 30 ár og siðan forstöðumaður Fræösludeildar SIS og ritstjóri Samvinnunnar og Hlyns um nokkurtskeið,en varð að láta af störfum vegna heilsubrests. Hann er nú búsettur á Húsavfk ásamt siöari konu sinni, Fann- eyju Sigtryggsdóttur, fyrrver- andi kennara við Húsmæðra- skóla Þingeyinga. Meðal margs þess, er Hall- gri'mur Kristinsson lét sig varða á si'num tima, var stofnun „Timans”. Var hann í fremstu röð þeirra, er hófu útgáfu blaðs- ins og formaður blaðstjórnar frá upphafi og á meðan hans 1936 iiijijiijiiiiijiíijiiijiiiiiiijiiíiiiiiiijiijiiijiiiiii||j| 1976 ”allt er fertugum VÖRUHILLUR STÁLVASKAR MERKI OFNASMIÐJUNNAR TRYGGIR YÐUR GÆÐIN HF. OFNASMIÐJAN HÁTEIGSVEGI 7 - REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 5091 - SÍMI 21220 r Hallgrímur Kristinsson, naut viö. Þykir þvi ástæða til aö segja lesendum frá þessari bók um Hallgrim og hafði tal af höf- undi hennar norður á Húsavík. — Hver voru tildrög þess, Páll, að þú skrifaðir þessa bók? — Tildrögin voru þau, að á aðalfundi Sambands islenzkra samvinnufélaga i Bifröst 1962, var samþykkt einróma að fela stjórn Sambandsins að láta gera bók um Hallgrim Kristinsson, sem var, eins og þú veizt, fyrsti forstjóri þess samkvæmt nú- tima skilningi. — Varstu þá noröur á Laug- um? — Nei, ég var fluttur til Reykjavíkur og starfsmaöur SIS. Eftir að fyrrnefnd sam- þykkt hafði veriö gerð i Bifröst, kom Erlendur Einarsson for- stjóriað máliviðmigog spuröi, hvortég vilditaka þetta aö mér. Ég var svo ógætinn að lofa þvi. — Þvi þá ógætinn? — Jú. Ég hafði enga æfingu I að safna efni til slikrar bókar, hvaðþá að skrifa hana. Ég var I fullu starfi og óhraustur. Ég varð aö vinna þetta i hjáverk- um. Þaö gat þvi sannarlega brugðið tU beggja vona um árangurinn. — Hvernig stendur á þessu nafni á bókinni: „(Jr Djúpadal að Arnarhóli”? — Það er leið Hallgrims Kristinssonar frá æsku til ævi- loka. Menn mega lika skilja þa ö táknrænum skilningi, ef þeir vilja. — Manst þú eftir Hallgrimi Kristinssyni? — Nei, ég sá hann aldrei. En þegar ég var innan viö og um fermingu heyröi ég mjög oft um hanntalað. Og i barnshuga min- um bjó um sig tilfinning fyrir þvi, að Hallgrimur væri eins konar hreyfiafl i þjóðfélaginu, um leið og hann væri foringi, sem allir þeir, er ég þekkti til, treystu framar öðrum. Og ég man eins og það hefði gerzt i gær, þegar fréttin um skyndi- legt andlát hans barst til heimilis mins og hvernig fólk varð felmtri slegið. — Hvernig gekkst þú siðan til verks, er þú samdir bókina? — Ég reyndi fyrst að gera mér þess grein hvers konar bók ég vildi skrifa. Ég setti mér þau miö, að hún gæfi sem gleggsta mynd af manninum, Hallgrimi Kristinssyni: úr hvers konar erfðum og umhverfi hann hefði vaxið, hvaða þroskaleiðir hann hefði gengið, hvernig hann hefði verið sem fulítiða maður. Einn- igskyldi hún sýna hver ævistörf hans hefðu verið, hvaöa málefni hefðu mótað hann og hann þau og við hvers konar kjör hann hefði búið. — Hvar leitaðir þú einkum heimilda? — Hallgrimur Kristinsson var einn af umsvifamestu og umtöl- uöustu mönnum samtiðar sinn- ar. Þó er það svo, að um hann hefur li'tið verið ritað á bækur. Sagan er miskunnarlaus og gleymir undra fljótt, jafnvel miklum foringjum. Jafnframt þvi sem kuml þeirra gróa, berst minningin um þá inn i fortiðina. Ég lét það sitja fyrir öðru að leita uppi roskið fólk, sem mundi eftir Hallgrfmi, var hon- um kunnugt eða hafði átt við hann samstarf. Ég bað það aö segja mér allt, sem það mundi um hann. Það tók málaleitan minni undantekningalaust mjög vel. Af minningabrotum þess dró ég siðan minar ályktanir, .raðaði brotunum saman í hug minum, svo sem ég hafði vit til og reyndi þannig að skapa mér lifandi mynd af Hallgrimi. — Þessu fólki hefur þá ekki verið neitt á móti skapi að Hall- grfms væriminnztmeiren verið hefur? — Nei, þvi fór fjarri. Þaö virt- ist minnast hans af hrifningu og kærleika. En þetta mátti ekki seinna vera. Og minningabrot eru viðkvæmt efni og vand með farið. Eins frænda og æskuvinar Hallgrims verð ég að minnast sérstaklega. Það er Hólmgeir Þorsteinsson, sem kenndur var við Hrafnagil i Eyjafirði. Hann þreyttistaldrei á að hjálpa mér, til dæmis með þvi að tina upp úr hreppsbókum, kirkjubókum fundargerðum og fleiru, allt það, er hann hélt, aö mér gæti orðiö að gagni, eða ég bað hann um. Hjálp hans var mér ómetanleg. En mest munaði um þá vin- semd og það traust, sem börn Hallgrims Kristinssonar sýndu mér, með þvi að leyfa mér aö nota stórt bréfa- og skjalasafn úr dánarbúi foreldra sinna. — Ég skii vei að það hafi verið þér dýrmætt. — Já, og meira en það. En biddu nú við. Það var engu lik- ara en að forsjónin vildi hafa hönd i bagga með þessu verki. Rétt um sama leyti og sam- þykktin var gerð i Bifröst, fundust norður á Akureyri heimildir, sem enginn lifandi maður vissi, að til væru. Og at- vikin höguðu þvi svo, að þessum heimildum var bjargað frá eyðileggingu á siöasta augna- bliki, og þannig, að ekki munaöi um hársbreidd. Þetta voru dag- bókarbrot i nokkrum smákver- um skrifuðum af Hallgrimi Kristinssyni. Þegar vitnaðist um heimildasöfnun mina, fékk égþessi dagbókarbrot i hendur. Þau voru mér eins og stóri vinn- ingurinn I happdrættinu. Skjala- og bréfasafnið, auk dagbökanna, notaöi ég mjög mikið tilendursagnar og beinna tilvitnana. Dýrmæt bréf bárust mér einnig frá öðrum. Hinar beinu tilvitnanir gefa þessari bók, held ég, mest gildi. — Nú er þetta stór bók, Páll, en ævi Hallgrims Kristinssonar var skammvinn. — Já. Hann andaðist aðeins fjörutiu og sex ára gamall. En hann komsvo viða við sögu og eð Rætt við Pál H.Jónsson um ævisögu Hallgríms K sem er nýkomin út

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.