Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 26
26
Sunnudagur 5. desember 1976
Hjwuji
Stefán Jónsson:
1 umræöunum um launa- og
kjaramál nú, sem og raunar oft
áöur virðast þrjú atriði áberandi
og eru þau þessi:
Vantar ekki
1. Stjórnmálaandstæðingar ræöa
málin einhliða og oftast i formi
blekkinga í þeirri von, að kjós-
endur biti á slikan öngul þeirra.
2. Stjórnarsinnar ræða málin tak-
markað opinberlega, en er þeir
gera það, þá byggist afstaða
þeirra oftast á einurðarleysi og
kjarkleysi vegna óttans um að
tapa atkvæðum.
3. Þeir, sem eru sérfróöir I ýms-
um þáttum efnahagsmálanna
og telja sig litt háða kjósenda-
fylgi, ræða kjaramálaþátt
efnáhagsmálanna oftast i eins
konar tölvuformi, sem þýðir að
hinn almenni borgari á erfitt
meö aö átta sig á ýmsu, sem
máli skiptir.
Hér á eftir verður bent á nokkur
atriði i kjaramálum okkar, sem
sjaldan eru rædd. Verður reynt að
gera þaö á einíáldan og aúðskil-
inn hátt.
Yfirgreiöslur
(Launaskrið)
Vegna mikillar eftirspurnar
eftir vinnuafli og óraunhæfra
kaupsamninga, hefir launaskriö
tiökazt hér um langt árabil um-
fram þaö sem er á hinum Norður-
löndunum. Þessi þáttur launanna
hefir farið talsvert vaxandi og út-
breiðsla hans i launakerfinu einn-
ig. Þetta vita flestir sem annast
launagreiðslur og komið hafa
nærri kjarasamningum á liðnum
árum. Þeir vita og um ýmis áhrif
þessa launaþáttar.
I þau ca. 16 ár, sem ég hefi tekið
þátt i kjarasamningum, hefir mér
ávallt virzt svifa yfir samninga-
viðræðunum sú opinbera stefna,
að kjarasamningarnir sýndu á
pappirnum minni launahækkanir
er raunverulega fælust i þeim.
Þetta hefir þýtt, að samið hefir
verið um ýmsa launaliði i tilbún-
um formum, sem margir hverjir
finnast ekki i hliðstæðum
samningum hjá nágrannaþjóðum
okkar. Þess utan hefir ýmist ver-
ið samið um félagsbundna eða
fyrirtækjabundnar yfirgreiðslur,
sem náö hafa til allra viðkom-
andi starfshópa.
Nefndar yfirgreiðslur á dag-
vinnukaup hafa siðan i flestum
tilfellum verið viðurkenndar af
verðlagsyfirvöldunum og farið
sjálfkrafa út i verðlagið á sama
hátt og hin beinu umsömdu laun,
enda um að ræða samnings-
bundna launaþætti sem hafa
sams konar áhrif á verð vöru og
þjónustu og þau laun, sem til-
greind eru á launaskránni.
I þeirri starfsgrein sem ég til-
heyri, er enginn iðnlærður sveinn
til, sem hefir minna en 20% til
25% i fasta yfirgreiðslu á
samningskaupið. Er mér kunnugt
um, að svipað á sér stað i ýmsum
öðrum iðngreinum, ekki sizt
þeim, sem nota faglærða menn.
Ýmsar sögusagnir eru um langt-
um hærri fastar og almennar yf-
irgreiöslur en hér hafa veriö
nefndar. Það mun þvi staðreynd,
að i viötækum mæli sannar hiö
umsamda skalakaup litið um
hin föstu dagvinnulaun við fjöl-
mörg störf i okkar þjóðfélagi.
Hið margþætta yfirgreiöslu-
kerfi hefir að sjálfsögðu ýmsa ó-
kosti. Má þar meöal annars
nefna: Misháar yfirgreiðslur á
samningskaup, eða jafnvel engar
yfirgreiðslur, skapa mikið órétt-
læti i launamálum. Þær skapa og
sifelldan eltingarleik I kröfugerð
án þess aö auöið sé aö sanna hvort
viðmiðunin er rétt eða ekki. Um-
ræddar áætlanir i samanburöi og
kröfugerð hafa ávallt tafiö og tor-
veldað samninga. Þær hafa og
fljótt framkallaö einkasamninga
fyrirtækja við sina starfsmenn,
rök fyrir
því, að ísland
sé að verða
láglaunaland?
sem af eölilegri ástæðu eru án alls
heildarsamræmis.
Oruggt má telja, aö yfirgreiðsl-
ur séu minnstar hjá hinum lægst-
launuöu. Jafnvel engar i sumum
tilfellum. Hjá opinberum starfs-
mönnum munu þær yfirleitt
engar. Hins vegar munu þær i
riku mæli innifaldar i launakostn-
aði opinberra framkvæmda, sak-
ir þess, að flestar slikar fram-
kvæmdir annast einkafyrirtæki
og/eða ákvæðisvinnuhafar.
Af framangreinum ástæðum er
það ekki út i bláinn talað, þegar
varaformaöur Dagsbrúnar lýsir
þvi yfir opinberlega, að mest allt
hið samningsbundna launakerfi
sé nú sprungið, vegna skipulags-
laus .s launaskriðs. Flcstir viti þvi
litið um launakjörin, eins og þau
séu nú i reynd. Hinn heilbrigða og
rétta umræðugrundvöll um
launamálin vanti þvi nú. Jafnt
fyrir þetta ræða stjórnarandstæð-
ingar stööugt um ákveðna lága
samningsskala án þess að þeir né
aðrir viti hvort þeir hinir sömu
launaskalar séu notaðir i reynd
eða ekki.
Ljóst virðist, að fyrir næstu
kjarasamninga þarf að rannsaka
áhrif launaskriðsins i launakerfi
okkar, og semja siöan á þeim
grundvelli, að almennar hefð-
bundnar yfirgreiðslur verði tekn-
ar inn i hina samningsbundnu
launaskala. Um leið þarf að leið-
rétta laun þeirra i grunninum,
sem hafa litlar eða engar yfir-
greiðslur.
Vinnutíminn hér í dag-
vinnu.
Vinnan er afl þess, sem gera
skal, ekki siður en fjármagnið.
Það skiptir þvi talsverðu máli,
hvort vinnutiminn fyrir dag-
vinnukaupi er langur eöa
skammur. Hið ranga og óraun-
hæfa spjall um 40 stunda vinnu-
viku, segir takmarkað um dag-
vinnutimann, eins og flestum
mun ljóst.
Um margra ára bil þróuöust
samningar hér um dagvinnutim-
ann i þá átt, að vinnutimaatriði
þeirra væri svipað óraunhæft og
launaskalarnir. I stað þess að
stytta vinnutimann opinberlega,
var hann styttur á þann hátt, aö
kalla vissa fritima vinnutima, en
lofa vinnutimavikunni á pappirn-
um að halda sér. Er ósamræmiö
og glundroöinn i þessu efni var
kominn á visst stig, ákvað fyrr-
verandi rikisstjórn að fallast á, aö
setja lög um 40 stunda vinnuviku.
Setti hún á laggirnar nefnd til að
undirbúa slika löggjöf.
Er nefndin, sem undirbjó lögin,
fór að starfa, kom fljótt i ljós, að
þá þegar var vinnuvikan hjá öll-
um komin niður i 40 stundir, hjá
sumum i 37 stundir og enn öðrum
á bilinu þar á milli. Þessi niður-
staða nefndarinnar var byggö á
þeim reglum, er gilda á hinum
Norðurlöndunum um þá fritima,
sem teljast megi með vinnutima.
Er þessi niðurstaða laganefndar
lá fyrir, var ljóst að lög um 40
stunda vinnuviku þýddu lengingu
á dagvinnutimanum i flestum til-
fellum, ef miða ætti viö viöur-
kennda reglu hjá nágrannaþjóð-
um okkar.
Til að foröast lengingu dag-
vinnutimans með hinni lofuöu
lagasetningu um vinnutimann,
var gripið til þess ráðs að lög-
bjóða aukinn fritima, sem kallast
skyldi vinnutimi, þótt ekki væri til
fordæmi fyrir sliku hjá nágranna-
þjóðum okkar. Niðurstaðan varð
bvi sú, að lögin ákveða, aö
lengsta vinnuvikan i dagvinnu
skuli vera 37 klst. og 5 minútur, en
slik vinnuvika skyldi kallast 40
stunda vinnuvika.
Kostur laganna var sá, að skip-
ulag komst á dagvinnutimamálin
og glundroðinn sem áður rikti i
málinu, vék til hliðar fyrir þeirri
staðreynd, að dagvinnutiminn á
tslandi var orðinn 10 til 15%
styttri en á hinum Norðurlöndun-
um. Þar með var og launagrund-
völlurinn i samanburði við hin
Norðurlöndin brostinn, nema aö
taka tillit til vinnutimamismun-
ar.
Til staðfestingar á framan-
greindu, visast til þeirrar vinnu-
timaskýrslu sem hér fylgir.
Yfirvinnan og áhrif
hennar.
Hér á landi mun yfirvinna unn-
in i langtum rikari mæli en hjá
nágrannaþjóðum okkar. Er
munurinn á þessu það mikill, aö
telja má vist, aö vinnutiminn i
heild i sumum starfsgreinum hér
sé mun lengri en hjá öðrum þjóð-
um. Einnig er öruggt að i sumum
starfsgreinum hér er yfirvinnan
mjög mikil en i öörum litil eöa
jafnvel engin. Þetta skapar mjög
mikinn tekjumismun manna, og
það svo, að fyrir löngu er slikur
tekjumismunur orðinn vandamál
i launakerfinu.
Vegna hins stutta dagvinnu-
tima hér vilja flestir eiga kost á
einhverri yfirvinnu til að auka
tekjur sinar. Gallinn er bara sá,
að sumir eiga þess kost en aðrir
ekki. Mismunur á rauntekjum
manna, sem hafa svipað dag-
vinnukaup, er þvi mjög misjafn.
Þetta skapar kröfur og saman-
burð, sem erfitt er að sinna á
sanngjarnan hátt án þess að
semja um einhverja ákveðna
aukavinnu, t.d. til að samræma
launatekjur fyrir hæfilegan
vinnutima, miðað við nágranna-
lönd okkar.
Flestum eru ljós eftirgreind
atriði i þessum efnum: Styttri
vinnutimi i dagvinnu hjá okkur
íslendingum en hjá nágranna-
þjóðum okkar getur þvi aðeins
fullnægt launatekjum til hóflegr-
ar framfærslu, aö framleiðslu-
skilyrði hér og þjóðartekjur pr.
menn séu hagstæðari en hjá ná-
grannaþjóðum okkar. Sé mis-
munur dagvinnutimans hins veg-
ar tekinn inn i dæmiö, og vinnu-
timamunurinn jafnaður með yfir-
vinnu, þá er samanburðurinn
byggður á meira raungildi, þótt
hann af mörgum öðrum ástæðum
sanni litið um sambærileg lifskjör
launamanna hér og hjá nágrönn-
um okkarenda byggist slikur sam
anburöur á lifskjörunum sjálfum
en ekki á neinni krónutölureglu.
1 nútimaþjóðfélagi er fæst
vinna mjög erfið. Aðstaða á
vinnustöðum fer stöðugt batn-
andi. Vinnustaðurinn er þvi, og á
að vera, eins konar heimili númer
tvö fyrir hinn vinnandi mann.
Iðjuleysið er hins vegar vaxandi
vandamál bæði fyrir marga ein-
staklinga og þjóðfélagið i heild.
Enda bendir margt til, að iðju-
leysistiminn sé aö verða dýrari
fyrir heildina en vinnutiminn. Ef
vinnugleðin hverfur fyrir áróðri
um ósanna vinnuþrælkun, þá er
þjóðfélag okkar i vanda statt.
Eins og á stendur hjá okkur,
ætla ég, að hófleg yfirvinna sé lit-
ið eða ekkert vandamál. Hins
vegar sé iðjuleysiö mikið vanda-
mál, og einnig virðist rétturinn til
yfirvinnu og ósamræmið i þeim
rétti vera bæði vandamál og
kjaramál, sem þarf að leysa i
samningum. Má i þvi sambandi
nefna leið eins og þá, að semja
um ákveðna lágmarks yfirvinnu
fyrir alla, til dæmis til að jafna
vinnutimann hér við dagvinnu-
timann á hinum Norðurlöndun-
um, en þar er yfirvinna mjög litil
yfirleitt.
Vélvæðing fer stöðugt vaxandi i
okkar atvinnulifi. Vélarnar eru
yfirleitt mjög dýrar. Þær þurfa
þvi að vera i notkun mun lengri
tima á viku hverri en 37 klst. Eöli-
leg nýting vélanna krefst þvi ann-
að hvort vaktaskiptavinnu eða yf-
irvinnu. Vaktaskiptavinnan er
illa séð hér og oft erfitt að koma
henni við. öðru máli gegnir meö
yfirvinnuna. Hún verður þvi oft-
ast fyrir valinu i sambandi viö
nauðsynlega nýtingu vélanna og
þá hagræðingu, sem þeim er ætl-
að að gefa.
Ýmsir telja að hin ójafna og
skipulagslausa aðstaða til yfir-
vinnu sé nú þegar orðin það mikiö
vandamál i tekjuskiptingu
manna, að sum fyrirtæki, bæði
einkafyrirtæki og opinber fyrir-
tæki,sem ekki telja sig geta boðið
yfirvinnu, séu farin að bæta tekj-
ur manna með yfirvinnutimum,
sem ekki séu unnir. Ef slik fölsun
verður vaxandi i okkar launa-
kerfi, þá ætla ég að skynsamlegra
sé að semja um einhverja lág-
marks aukavinnu fyrir alla, enda