Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 19
Sunnudagur 5. desember 1976 19 l'lí'i'l'i: Ctgefandi Framsóknarflakkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300 — 18360. Skrifstofur i Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verð i lausasöiu kr. 60.00. Askriftargjaid kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., Forsetinn sextugur Forseti íslands, dr. Kristján Éldjárn, á sex- tugsafmæli á morgun. Rúm átta ár eru liðin siðan hann var kosinn forseti með atfylgi yfirgnæfandi meirihluta landsmanna — hinn þriðji i röðinni eftir að lýðveldi var stofnað. Þessu æðsta em- bætti þjóðarinnar hefur hann siðan gegnt við ást- sæld og virðingu — með reisn án prjáls^ virðu- leika án þótta, ljúfmennsku án tilgerðar. I dr. Kristjáni Eldjárn krystallast farsælustu erfðaeiginleikar islenzku þjóðarinnar. Hann fæð- ist i norðlenzkri sveit og elst upp við bústörf á menningarheimili, leggur ungur á menntabraut með léttan sjóð, nemur hugleikin fræði og hlýtur snemma mikinn orðstir fyrir visindastörf sin og viðurkenningu alþjóðar fyrir fagurt og þróttmik- ið tungutak og kunnáttusemi við alþýðlega fram- setningu, þótt um fræðiefni væri fjallað. Hann stendur svo djúpum rótum i þeim jarðvegi, sem hann er sprottinn af, að tengsl hans við uppruna sinn slakna aldrei, þrátt fyrir visindastörf og em- bættisannir. Hann tekur menn tali á jafnalþýð- legan og alúðlegan hátt sem forseti landsins og hann gerði meðan enn var óráðin ævibraut hans. En samhliða þessu er honum likt farið og þeim bændasonum, er segir af i fornsögum og bezt kunnu sig við hirðir konunga. Slikan forseta er gott að eiga. íslendingar þakka honum i senn virðulega framkomu hans á hátiðlegum viðhafnarstundum innan lands og utan og látleysi hans og alþýðlega hætti, þegar það á við. Og þeir þakka einnig konu hans, frú Halldóru, með hvilikum gerðarþokka hún hefur gegnt sinum skyldum, hér og annars staðar og stýrt tignasta heimili landsins af mikl- um sóma. Hlýr hugur umvefur forsetahjónin og Bessa- staði á afmælisdegi forsetans. Aukinn viðbúnaður Almannavarnir hafa verið á dagskrá venju fremur undanfarin misseri, og fyrir nokkru hafa Almannavarnir rikisins og Rauði krossinn efnt til samstarfs, sem miðar að þvi, að viðbúnaður verði sem beztur, ef til neyðarvarna þarf að gripa. Munu þessi samtök gera samræmdar áætl- anir um hjálparstarfsemi, flutning hjálparliðs og varnings og annað, sem nauðsynlegt er i neyðar- tilfellum. Þá mun Rauði krossinn efla hjálparsjóð sinn, ef skjótt þyrfti til fjármuna að gripa, koma á kennslu i skyndihjálp og þar fram eftir götun- um. Hvaða árangur þetta ber, er meðal annars komið undir þvi að hér njóti liðsinnis fólks úti um byggðir landsins. En þar eru viða björgunar- sveitir og liknarfélög, auk almannavarnanefnda, sem eðlilegt er, að hafi náið samstarf. ERLENT YFIRLIT Portillo tekur við erfiðu hlutverki Fá ríki hafa stærri vandamál en AAexico SJALDAN hefur nýr stjórnandi tekið við öllu erfiðara hlutverki en Jose Lopez Portillo, sem tók við forsetaembættinu i Mexico 1. þ.m. Svo margvisleg eru vandamálin, sem hann þarf strax i upphafiað glima við. Þar er fyrst að nefna þau venjulegu vandamál, sem flestar rikis- stjórnir þurfa nú að fást við, verðbólguna og atvinnuleysið. Verðbólgan i Mexico er nú um 30%, lfkt og hér. Atvinnuleysið er svo stórfellt, að áætlað er að helmingur vinnufærra manna i landinu sé annað hvort atvinnu- laus eða hafi mjög stopula at- vinnu. Þá er fólksfjölgunarmál- ið. Fólksfjölgun er sennilega hvergi meiri en i Mexico. Haldi henni áfram likt og undanfarin ár, mun ibúum Mexico fjölga um átta milljónir þau sex ár, sem Portillo verður forseti, ef hann situr út allt kjörtimabilið. Ibúar Mexico eru nú taldir 62 milljönir, en verða orðnir 70 milljónir, ef þeim fjölgar áfram með svipuðum hætti og hingað til. Höfuðborgin, Mexico City, hefur þanizt út með ótrúlegum hraða siöustu árin, þvf að þang- að hafa streymt atvinnuleys- ingjar utan af landsbyggðinni. Hún og úthverfi hennar telja nú um tólf milljónir manna, en haldi vöxtur hennar áfram með svipuðum hraða og siðustu árin, verða ibúarnir orðnir 30 millj- ónir um aldamótin og Mexico City yrði þá vafalitiö mesta stórborg heimsins. SA VANDI, sem fólksfjölgunin veldur, snertir þó meira fram- tiðina en liðandi stund. Nálæg- ustu verkefnin snúast um verð- bólguna, atvinnuleysið og jarð- eignamálin. Mexicanska gjald- miðlinum, peso, hafði verið haldið óbreyttum i rúm tuttugu ár þangað til i ágústmánuði siðastl., þegar hann var stór- lega felldur i verði miðað við dollar, og svo aftur fyrir nokkr- um dögum. Verðgildi hans mið- að við dollar, er nú helmingi minna en það var fyrir fjórum mánuðum. Kaup hefur þegar verið hækkað um 20% vegna þessara gengisbreytinga, en meiri hækkun er i vændum eftir áramótin. Margir óttast, að hér hafi veriö hleypt af stokkunum nýrri verðbólguskriðu sem erf- ittgeti reynzt að ráða við. Frá- farandi forseti, Luis Echeverria, hafði verið stór- huga og eyðslusamur, og þvi höfðu erlendar skuldir meira en tvöfaldazt i stjórnartið hans. Jafnframt haföi heldur dregið úr fjárfestingu erlendra fyrir- tækja. Vonin er sú, að gengis- Jose Lopez Portillo fellingarnar verði til að örva framleiðsluna og útflutninginn, ef kaupið hækkar ekki sam- stundis. Þá er jarðeignamálið erfitt pólitiskt vandamál. Flokkur Portillo, sem hefur farið sam- fleytt með völd undanfarna hálfa öld, hefur frá upphafi lof- að að skipta stórjörðunum milli landbúnaðarverkamanna. Illa hefur þó gengið að efna þetta, og hefur óánægja þvi magnazt ár frá ári og hefur sennilega aldrei verið meiri en nú. Það var eitt af siðustu stjórnarverkum Echeverria að láta rikið gera upptækar um 220 þús. ekrur lands i einu frjósamasta héraði Mexico, sem hann taldi stór- jarðaeigendur ráða yfir með ó- löglegum hætti, og skipta þvi milli landbúnaðarverkamanna. Þetta hefur vakið mikinn fögnuð hjá landbúnaðarverkamönnum, en hörð mótmæli jarðaeigenda. Margt bendir til, að þessi sið- asta ráðstöfun Echeverria geti leitt til þess, að hér skerist enn meira i odda en áður, og geti það skapað Portillo nýjan vanda. Þá spá ýmsir þvi, að það geti valdið Portillo erfiðleikum, að Echeverria, sem þykir ráðrík- ur, muni reyna að stjórna á bak við tjöldin, og hyggist reyna að segja Portillo fyrir verkum, en hann réði miklu um, að Portiilo var valinn eftirmaður hans. HINN NÝI forseti, Jose Lopez Portillo, er fæddur 1920, kominn af miðstéttarfólki. Þeir Eche- verria kynntust á námsárum sinum og hafa siðan verið nánir vinir. Að námi loknu, varð Port- illo háskólakennari, en hann er lögfræðingur að mennt. Hann þótti góður kennari, en jafn- framt kennslunni ritaði hann bækurum lögfræöi og dulspeki, og þykir hann ekki sizt vel að sérum siðarnefnda efnið. Hann hætti kennslustörfum um 1960 og tókst þá á hendur ýms störf fyrir stjórnina. Eftir að Eche- verria varð forseti, fór vegur Portillomjög vaxandi. Arið 1973 varð Portillo fjármálaráðherra og gegndi hann þvi starfi á þriðja ár, eða þangaö til hann var tilnefndur forsetaefni. Hann hóf þá ferðalög um landið þvert og endilangt,ogþykirþvi orðinn vel kunnugur þjóðarhögum. Þvi er spáð, að Portillo muni leita nánara samstarfs við Bandarikin en Echeverria gerði, og að hann muni verða fremur ihaldssamur i efnahags- málum, enda henti varla annað, eins og komið er. Ýmsir draga þó i efa, að hægt veröi að treysta þessu, þvi að hinu sama var spáð um Echeverria, þegar hann tók við forsetaembættinu, en stjórn hans reyndist á aðra leið. Þ.Þ. Portillo og fjöiskylda hans —JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.