Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 5. desember 1976 TÍMINN 17 IPSORD höndum ber, bregðast við eins og sjálfum sýnist, ráða sjálfur af hverju áhætta er tekin. bessi túlkun á frelsinu kemur lika viða fram i ræðunum. Biskup vitnar i ungt skáld, sem lýsir fólkinu á íslandi svo: ,,bað trúir ekki á neitt, treystir engu, eygir ekki neinn tilgang með lifi sinu né heldur dauða sinum.” manna á guði og hugmyndir um hann: ,,bað er næsta vonlaust og fjarstætt að ætla sér að móta hann milli fingra sér, sniða hann eftir vexti mannlegrar vizku, henda hann á spjótsodd- um mannlegs hroka.” Mér virðist, að grundvelli þess tniboðs,sem þessi bók flyt- bókmenntir betta viðhorf þekkjum við. baðer ekki sérstaklega islenzkt einkenni. Slikt veður nú uppi viða um lönd. Ærið væri sá biskup undarlegur sem ekki fyndi köllun sina að mæla þvi i móti. bá liggur nærri að benda á það andlega drep, sem þessu trUleysi fylgir. bað er tiltölu- lega auðvelt. Og vist kann biskup fslands þar vel til verka. En menn verða ekki trúaðir bara af þvi að trúleysið sé óhag- kvæmt. Menn öðlast ekki traust á neinu eingöngu af þvi hve öryggislaust það er, að geta engu treyst. bvi reka áhuga- menn trúboð. Til þess eru þess- ar ræður fluttar. bvi er bókin búin til. Nú vil ég gjarnan verða við þeim tiimælum biskups á bls. 69 að tala varlega um það, sem ég skil ekki og öðrum er heilagt. bað ætti að vera viðurkennd lifsregla. Hins vegar sé ég ekki hverjum er greiði gerður með þvi að þykjast skilja það, sem ekki er skilið. Eru það ekki varasamir nemendur? Er ekki hreinskilnin höfuðdyggð? bað kann að vera rétt, að við ættum ekki kristindóminn, ef hvitasunnan hefði ekki verið. bað má kalla hana stofndag kirkjunnar. bó var allt, sem liggur til grundvallar kristnum sið, áður. Hvitasunnuræða biskups er snjöll. bað sem skil- ur er liklega það, að ég hef aldrei skynjað heilagan anda sem einstaka og aðgreinda per- sónu. bá finnst mér skylt að kann- ast við það, að ég skil ekki þá guðfræði sem orðuð er svo: „Guð gerði sjálfan sig sam- sekan mér og þér til þess að sýkna mig og þig og allt mann- kyn.” A bls. 67 er um það rætt, að ekki geti verið nema einn heimildarmaður að tiltekinni frásögn guðspjallanna. bað er gott og blessað, ef menn lita á bibliuna og guðspjöllin sem venjuleg sagnfræðirit. bá er eðlilegt að leita mannlegra heimilda. Sé hins vegar biblian inn blásin bók, guðs heilaga orð, gefin mönnunum með sérstök- um, einstökum hættisvo að þeir þekki guð sinn, þá er hún frá þeim komin, sem ekki þurfi mannlega milliliði og heimildir til að segja það, sem hann vildi. En sleppum nú þessu. Biskup segir á bls. 70,: „Jesús spyr sem sagt ekki fyrst, hvort þú getir trúað meyjarfæðingunni friðþæging- unni, likamlegri upprisu hans, ekki hvort þú getir úmsvifalaust tekið undir öll atriði þeirrar trúarjátningar, sem þú ert skirður til og fermdur upp á. Hann spyr um það eitt, hvort hann megi hjálpa þér, leiðbeina þér, lækna þig, hvort þú viljir vera með honum og læra af honum. bannig kallaði hann sina fyrstu lærisveina.” bessi orð eru samboðin kirkjuhöfðingja. Sama má segja um þessi orð á bls. 46 þar sem biskup ræðir um þekkingu ur sé að nokkru lýst I þessum orðum: „Guð er að skapa heiminn sinn...Og Kristur er orðið, hugs- unin á bak við alla sköpun. Hann er það orð, sem segir frá önd- verðu: Verði ljós, verði lif, víki dauðinn, hverfi harmarog bölog bölvun, komi heilsan, frelsið, friðurinn, kærleikurjnn. Án þessa orðs, þessa vilja, varð ekkert til, sem eitthvað er, ekkert, sem miðar til góðs, hvort heldur var ljár eða lyf eða lampi, hvort heldur var hlý hugsun, mannúðlegt orð eða verk. Ekkert, sem miðar til góðs. bar er vizkan að baki og gæzkan, það hugarfarguðs kær- leika, sem Jesús Kristur hefur opinberað.” Samkvæmt þessari guðfræði er það ljóst, að þetta orð, þessi hugsun, þessi vilji og kraftur, var að starfi löngu fyrr en Ágústus lét skrá alla heims- byggðina. bvi megum við ekki skilja orðin um sauðabyrgið og dyrnar og inngönguna of þröngt. Hugsun guðs, kraftur kærleikans, nær lengra og viðar en að veggjum kirkjunnar. HUn er á engan hátt minnkuð þó að við vitum það og viðurkennum, að Drottinn allsherjar verður ekki byrgður og lokaður inni, enda þótt einhverjir telji sig eiga einkarétt á honum. „Hann sagði við lærisveina sina : Ef þér viljið gera eitthvað fyrir mig, eitthvað sem mér þykir vænt um, þá munið eftir þessum minnstu bræðrum mín- um. bað viðvik, sem þú gerir aumingja, svöngum, sjúkum, kúguðum, gleymdum, það er mér sjálfum gert. bannig hafði enginn starfað, þannig hafði enginn talað. Bjarminnaf orðum hans,ljós- ið frá lifi hans hefur hvilt yfir vegum mannkyns, ekki án árangurs. 1 þvi skini hafa skuggarnir komið skýrar fram og blys kærleikans hefur ekki getað horfið og mun ekki geta horfið fyrr en hann er gleymd- ur.” betta eru kennimannleg orð og munu þola alla gagnrýni, hvort sem hún væri kennd við sagnfræði eða trúfræði. Sumum er það gefið að þykja svo vænt um aðra, að þeir gleðj- ast engu siðuryfir þeirra hag en sjálfrasin. Auðvitað er það ekki nema einn eða fáir, sem þeir unna svo. Sumir virðast geta fundið tilmeðöllum. bað er sárt og erfitt, hlýtur að vera. bað þarf mikið þrek, mikinn mann- dóm til að bera þann sársauka. En vissulega er það mikil hugg- un og mikill styrkur að mega trúa því, aðá þeim vegi nálgast menn hið rétta eðli lifsins. Um leið og biskupi Islands er þökkuð þessi bók skal islenzkri kirkju færð sú heillaósk, að henni endist vit og viðsýni til að þekkja og meta ávexti orðsins, sem var i upphafi, utan eigin veggja sem innan. Megi hún vekja þjónustugleði, glæða samúð og gefa þrek. betta veit- ist allt þeim, sem sjá tilgang með lifi sinu og viðleitni. H.Kr. HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Sími 21240 9 CIMMIM kr; 288.ooo- Sófasettið Sferverslun með sbfasett Næg bílastæói Ármúla4 sími 82275 Valhúsgögn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.