Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur 5. desember 1976 11 hugsunarháttur er i andstöðu bæði við gamlar jafnréttishug- myndir íslendinga og lýðræðis- stefnu nútimans. t samræmi viö slikar jafnaðarhugsjónir vilja sumir hafa forsetann „alþýð- legan”, láta hann vera sem mest „á meðal fólksins”, eins og sagt er. En þá er aftur á móti skammt til þess að embættið verði hversdagslegt og missi mátt sinn til að styrkja og sam- eina. Enginn fær gert svo að öllum liki, en það ætla ég að Kristjáni hafi tekist furðu vel að þræða hinn rétta meðalveg. Hann er bóndasonur og upp alinn á norð- lensku menningarheimili. Hann sameinaði tvöfalda háskóla- menntun, þvi að fyrst nam hann fornleifafræði við háskólann i Kaupmannahöfn og siðan is- lensk fræði hér heima. Hann rit- arvandaðog kjarngott islenzkt mál, en þó einfalt og tilgerðar- laust. Vel skáldmæltur svo sem ljóðaþýðingar hans bera vitni, og eigum við. vonandi eftir að kynnast þeim hæfileika betur áður en langt liður. Hann er for- seti fólksins i landinu sem veitti honum brautargengi, en jafn- framt er hann, með fjölbreytt- um gáfum og þjóðlegri mennt- un, virðulegur fulltrúi þjóðar sinnar bæði á erlendum vett- vangi og á hátiðarstundum i heimalandi sinu. En hvernig hefur þá þjóðinni farizt við forseta sinn, hljóðlát- an akurmann fræðanna sem skyndilega var settur upp á þennan jökultind? Hefur hún komið til móts við hann, eins og hún ætlast til að hann mæti henni? Ekki virðist illa falliö að hugleiða þaö einmitt nú i dag! Ett bild av ensamheten er att vara president och bo pá Bessastaðir segir finnska skáldið Lars Huldén i nýlegu kvæði. En stundum er nú lika þys og gleð- skapur i baöstofunni hjá Hall- dóru og Kristjáni, sem betur fer; og Bessastaðakirkja er al- skipuð á hátiðum eins og aðrar islenzkar kirkjur. „Þið skuluð ekki búast við þvi að ég breytist nokkuð þó ég verði forseti,” sagði Kristján Eldjárn við þá sem fastast skoruðu á hann til framboðsins. Það hefur hann ekki heldur gert, og þess vegna hefur honum farnast svo vel i embætti sinu. Þó er ég ekki frá þvi að svipur hans sé ennþá bjartari, röddin ennþá hlýrri og handtakið þéttara heldur en var hjá fyrrverandi þjóðminjaverði. Þetta sýnir þá, ef rétt er, að tignarstaðan hefur ekki leikið hann hart, aðhann hefur glaðst af þegnum sinum eins og þegnarnir af honum. Þó gæti ég trúað að landsfólkið hefði oftar mátt koma til móts við forseta sinn, og kalla hann með sér til leiks og starfa. Og gamlir og ný- ir vinir hans mættu strjúka af augum þá glýju sem enn kann að vera eftir frá timum gamal- dags konungsvalds og minnast þess að hann er aðeins maður þótt hann búi á Bessastöðum. Jónas Kristjánsson Forsetahjónin, dr. Kristján og Halldóra Eldjárn, skömmu eftir forsetakjörið 1968. A timamótum er eölilegt að renna huganum til baka og minnast fyrstu kynna. Fyrsta viðkynning min við dr. Kristján Eldjárn var einmitt i Þjóð- minjasafninu, þar sem við átt- um um nokkura ára skeið sam- eiginlegan vinnustað. Ég var svo lánsamur að fá i hendurfáséöan forngrip og ark- aði með hann upp i safn, þvi aö mig grunaði, að húsráðendum þar kynni að þykja hann for- vitnilegur. Mér eru enn í minni viðbrögð Kristjáns þjóðminja- varðar er ég dró kúptu næluna upp úr vasanum og lagði á borð- ið. „Hvar fékkstu þetta”, mælti hann með eftirvæntingu og hrifningu i röddinni og mér varð i fyrsta skipti ljós hrifning og ánægja safnman'nsins yfir dýr- gripum menningarsögunnar. Siðar urðu kynni okkar nán- ari. Við urðum samverkamenn við sömu stofnun og hann yfir- maður minn um árabil. Þá rann gerla upp fyrir mér, sem ég hafði þó vitaö fyrr, hinn elju- sami fræði- og visindamaður, sérfræðingur, ekki á einu sviði menningarsögunnar heldur mörgum, sem haslað hafði sér völl vitt út fyrir ramma forn- fræðinnar. Mun hugurinn þó i upphafi hafa stefnt nokkuð inn á aðrar brautir, enda var forn- leifafræðin nánast óþekkt hér i landi þar sem bókmennta- og málfræðirannsóknir höfðu tröll- riðið allri fræða- og visinda- starfsemi um áratugaskeið svo að fáir virtust þekkja viðari hring. Það var islenzkri menn- ingarsögu mikið lán, að Kristján skyldi brjótast út fyrir þann múr, sem fræðimenn höfðu hlaðið i áratugi um fræði sin svo aö fáir þeirra sáu, hvað • fyrir utan var. Kristján Eldjárn kom ungur að árum að Þjóöminjasafninu og tók senn við stjórn þess. Þótt annar eljusamur og farsæll þjóðminjavörður heföi þá unnið griðarlegt og ómetanlegt björgunar- og rannsóknarstarf um áratugaskeið segir mér svo hugur um að Kristján hafi orðið að skipuleggja starf sitt og stofnun nærfellt frá grunni. Nýir timar voru gengnir i garð. Heimurinn var nýkominn úr sviptibyljum styrjaldarinnar og nýtt verömætamat skapaöist. Ný kynslóð lagði annaö mat á hlutina. Nú var ekki lengur ein- blíntá það, sem var ævagamalt og rammþjóðlegt heldur litið nær i timanum, til siðustu kyn- slóöa og hugað að þvi, hvernig þær hefðu lifað i landinu og hvaðan þær hefðu sótt menn- ingaryl sinn. Torfbæirnir voru ekki hið eina, sem varðveizlu- vert þótti, heldur bættust timburhúsin i hópinn, miðalda- kirkjugripirnir ekki einu um- talsverðu safngripirnir heldur ekki siður hversdagsgripir frá tið afa og ömmu. Þetta vitnaði um hverdagslifið, þjóðmenning- una, lif fólksins i landinu og nú beindist hugurinn að þvi. Annað kom einnig til. Þjóð- minjasafnið fluttist i eigið hús- næði i fyrsta skipti og nú var loks hægtað setja safnið þannig upp, að rúmt yröi á þvi, Mutirn- ir nytu sin hver um sig og með snyrtilegri uppsetningu mætti láta þá segja það, sem þeir bjuggu yfir, þótt á þöglu máli væri. Hér gafst ungum safn- manni sjaldgæft tækifæri, sem hinum eldri hafði varla gefizt. Það var lika notað vel og ber uppsetning Þjóðminjasafnsins enn vitni þess, hve vel tókst hér til. Enn er uppsetning og fyrir- komulag i safninu með ágætum og er þó fjórðungur aldar liðinn frá þvi að Kristján Eldjárn og samstarfsmenn hans gáfu þvi „andlit” og hefur margur hluturinn úrelzt á skemmri tima. Mér segir svo hugur um, að svo mjög sem dr. Kristjáni hafi verið kær vinnan í Þjóöminja- safninu, hið daglega sýsl um hluti og stjórnun, hafi þó fræði- og visindamaðurinn átt hug hans í enn rikara mæli. Hann sá manna gleggst, hve griöarleg rannsóknarefni var að sækja til safngripanna, og hann hefur manna mest gengið fram i þvi að gefa þessum þöglu hlutum mál. Um þetta eru til vitnis hin- ar fjölmörgu greinar hans og bækur um menningarsöguleg efni, sem eru flestar á einn eða annan hátt runnar frá hlutum i Þjóðminjasafninu. Og þó hafa liklega rannsóknir utan safnsins verið honum enn meira að skapi, uppgröftur fornkumla og bæja og miðaldaminja og skoðunarferðir á staði þar sem fornminjar getur að lita og þar sem glima mátti við gáturnar um það, hvað hér leyndist undir, hver skýring gæti verið á til- komu garðlagsins, tóttarbrots- ins eða götuslóðans, sem hér mótaði fyrir. Hvarvetna blöstu honum við viðfangsefni fræði- mannsins, stór og smá. Ég býst við, að dr. Kristján hafi ekki átakalaust slitið sig frá Þjóðminjasafninu og sezt i ann- an sess. Svo rikur er fræði- maðurinn með honum, að hann hefur haldið föstum tengslum við sina gömlu stofnun og sina gömlu samstarfsmenn innan lands og utan og verið jafnvel enn athafnasamari i fræðunum enfyrr. Það er vissulega mikils um vert fyrir litla þjóð, að vita æösta yfirmann sinn mitt á meðal fólksinsalla tið, vinnandi menningu og mennt þjóðarinnar með fræðastörfum á milli þess sem skyldustörfin kalla. Og það er greinilegt, að þetta kann þjóðin að meta og þykir vænt um þennan kost i fari forseta sins. Oft kemur mér i hug visan: Að lesa og skrifa list er góö., þá ég hugsa tii fyrirrennara mins i starfi, dr. Kristjáns. Lik- lega finnast ekki margir hér á landi sem þessi barnagæla á i rauninni betur við en einmitt hann. Svo viðfeðmur hefur lestrarheimur hans verið, svo stórt hefur akur ritferils hans teygt sig að með ólikindum er. Þekkingin á öllum greinum húmaniskra fræða er með fá- dæmum, runnin af skarp- skyggni, áhuga og elju. Þekking hansá högum lands og lýðs yfir- gripsmikil og fjölþætt, eins og eðlilegt má vera þeim, sem ekki hefirglatað enn með öllu sveita- manninum úr sjálfum sér. En kannske er þó léttleikinn, kimnin og gamansemin, sem notuð er sem krydd á daglega lifið, það sem margir munu meta mest i fari dr. Kristjáns Eldjárn, hvort sem er i formi gamansamrar stöku eða kimi- legs atviks úr daglega lifinu, sem rifjað er upp þegar við á. Hann veit, að fræðin þurfa sitt krydd. Ég þakka dr. Kristjáni öll hans hollu ráð, vináttu og traust, sem hann hefur sýnt mér gegn um tiðina, allt frá þvi hann hvatti mig til að leggja út i forn- fræðinám og lagði þannig grundvöll að lifsferli minum. Þór Magnússon. Heimsókn i Sviþjóð 1971. Forseti Islands og Gústaf Adólf Sviakonungur. Sven A Keflavlkurflugvelli 1971 — forsetinn tekur á móti Kekkonen Finnlandsforseta. Jansson prófessor, forstöðumaður fornminjasafnsins sænska, sýnir dýrgripi þess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.