Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 32

Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 32
32 Sunnudagur 5. desember 1976 Anton Mohr: Árni og Berit Ævintýraför um Asíu hún verið i slikri veizlu. Þessa tunglskinsbjörtu hitabeltisnótt liðu stundirnar allt of fljótt. En hve það var dásam- legt að gleyma öllu nema dansinum og gleð- inni. Nú var ferðaáætlunin þannig ráðin, að þau systkinin færu ásamt frú Curgon og hennar fylgdarliði áfram með skipi til Indlands. En Persaflói er þannig sett- ur, að venjuleg stór- skipaleið liggur ekki um hann. Skipaferðir til Indlands eru þvi fremur strjálar. Árið 1913 var þetta ekki betra. í áætlunarferðum milli Bushire og Indlands var aðeins eitt stórt flutn- ingaskip með dálitlu farþegarúmi. Þetta skip lá nú einmitt i Bushire og losaði þar vörur. Ofurstinn og frú Curgon fóru út i skipið, til að spyrjast fyrir um far til Indlands. Þeim leizt fremur illa á alla aðbúð farþega i þessu skipi, og frúin kveið fyrir að ferð- ast með þvi álla þessa löngu sjóleið i óþolandi hita. Það bætti heldur ekki úr skák, að skipið átti viða að koma við. En þá fékk yfirmaður- inn á einu herskipinu, sem hét „Furious”, óvænt simskeyti um að fara til Bombay á Ind- landi, en þar átti að halda flotaráðstefnu. Strax og þessi ferð var ráðin, bað ofurstinn yfirmanninn leyfis að systkinin og frú Curgon mættu fara með, en sjálfur ætlaði hann að taka sér far með skipinu til Bahreineyjanna. Þar átti skipið að taka oliu- biigðir til ferðarinnar. Siðan ætlaði ofurstinn að yfirgefa samferðafólkið og byrja skyldustörf sin i borginni Bender Abbas við Persaflóann, en þar höfðu brotizt út óeirðir. Skipstjórinn var strax fús til að taka þessa far- þega. Hann sagðist vel geta látið einhverja unga liðsforingja rýma klefa sina i skipinu, og þar gátu farþega^nir fengið þægileg herbergi til umráða. Þjónn frú Curgon og herbergis- þernan fengu lika hvort sinn svefnklefa. Skipið átti ekki að leggja upp i þessa ferð fyrr en eftir viku, og þann tima dvaldi ferða- fólkið i bústað sendi- sveitarinnar. 1 indælum trjágarði kringum hin veglegu stórhýsi voru skuggasælir staðir, sem skýldu fyrir brennandi miðdegissólinni, og þjónustuliðið gerði allt, sem hægt var, til þess að ferðafólkinu gæti liðið sem bezt. Þegar einni veizlunni lauk, tók önnur við. Ofurstinn hélt sjálf- ur iburðarmikla veizlu til heiðurs frú Curgon. Var hún haldin úti i garðinum með dansi og hljóðfæraslætti. Oft var dansað úti i herskipinu á kvöldin. Berit fannst Bushire vera reglulega skemmtilegur bær, og er þó þessi staður þekktur sem heitasti og leiðin- legasti hafnarbær á Asiuströndum. Aldrei á ævi sinni hafði hún skemmt sér svona vel, og allir höfðu verið svo innilega góðir og gest- risnir við þau systkinin. En eins og allar ævin- týrasögur eiga sin sögu- lok, eins átti þetta ævin- týri lika sinn endi. Hinn 8. mai lögðu þau af stað frá Bushire. Þótt Berit þætti sárt að hverfa frá öllum gleðskapnum i Bushire, þá hlakkaði hún lika til sjóferðarinn- ar á þessu ágæta, stóra herskipi. Ekki þurftu þau heldur að láta sér leiðast á skipinu, sem var fullt af ungum, skemmtilegum liðs- foringjum. Hún minntist þess, hve gaman hafði verið að dansa á aftur- þilfarinu. Ofanþilja á skipinu var allt hreint og fágað, barnatíminn en hvergi kolaryk og óhreinindi, eins og venjulega á gufuskip- um. Skipstjórinn sagði Berit, að þetta kæmi af þvi, að i skipinu væri oliukynding, og væri „Furious” eitt af fyrstu skipum flotans, sem hefði losnað við kola- kyndinguna. Var auð- heyrt, að skipstjórinn var dálitið hreykinn og stoltur af skipi sinu. Hann gleymdi að geta þess, að þessi breyting hafði þá litla reynslu fengið og bilanir voru tiðar, og slikt átti ein- mitt að henda i þessari för. Eftir áætlun átti skipið að vera komið til Man- ama á Bahreineyjunum næsta dag að morgni, en þegar Berit kom á fætur klukkan sjö um morgun- inn, þá sá hvergi til lands. Einn liðsforinginn sagði henni þá, að um nóttina hefði orðið alvarleg vélbilun og skipið gengi nú aðeins sex sjómilur á klukku- stund, i stað 25, ef allt væri i lagi, þau kæmu ekki til Manama fyrr en seinni hluta dags. Ekki var hægt að aðgæta eða gera við þessa bilun fyrr en þangað var komið. Þessi tiðindi hryggðu Berit minna en búast hefði mátt við. Þeim systkinum leið yndis- o00po-O0 ^ooooO°o ,o?S50° t - A nOn-o( -°-o°oXDi ■T.-r.'O 7: bORÐrfÐU fJ0 C>RWTÍiJfJ kRÚTTlB MÍtT_______________________J lega á þessu skipi, og þeim mátti standa á sama um það, þótt dvöl þeirra þar lengdist um nokkra daga, og auk þess fengu þau þá að vera nokkru lengur með frænda sinum, ofurstan- um, en bæði höfðu þau kviðið þeirri stund, er þau yrðu að skilja við hann. Það var komið kvöld, þegar skipið lagðist i höfnina i Manama. Klukkutima siðar kom yfirvélstjórinn upp á þil- far og sagði farþegum það, að viðgerðinni yrði ekki lokið á minna en fimm dögum, og ef til vill tækihún lengri tima. Gufuleiðsla hafði sprungið og ýmislegt fleira hafði skemmzt. Við þessu var ekkert að gera. Annað skip var ekki að fá, og eina leiðin var að blða þess, að við- gerðinni yrði lokið. Fyrir sólaruppkomu morguninn eftir (það eru allir árla á fótum i heitu löndunum) kom enski sendiherrann i Manama út i skipið. Þetta var hávaxinn, horaður Englendingur, ættaður frá Liverpool, sem fagnaði mjög skips- komunni, og gladdist yfir að fá að spjalla við landa sina. í þessum sjóðheita, arabiska hafnarbæ voru fáir Evrópumenn búsettir. Sérhver skipskoma var þvi gleðiefni og ekki sizt, þar sem þetta var stórt herskip. Hann sneri strax máli sinu til far- þeganna og sagði þeim, að úr þvi að það hefði annars átt að henda þá að lenda i hálfgerðu strandi, þá hefðu þeir vissulega getað lent á verri stað. Hann íullvissaði fólkið um það, að þessi hafnarbær væri vel þess verður, að ferðamenn heimsæktu hann, og sér væri það mikil ánægja og sönn gleði, ef hann mætti sýna þeim bæinn. Þetta boð hans var vel þegið, og seinni hluta dagsins, þegar hitinn hafði ofur- litið rénað, fór allt ferðafólkið i land, nema ofurstinn, sem þurfti að sinna störfum um borð. Þetta var regluleg skemmtiferð um bæinn)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.