Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 33

Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 33
ímsssí Sunnudagur 5. desember 1976 33 Sendiherrann fræddi þau systkinin um margt, sérstaklega um lifnaðarhætti Arabanna, heimilishætti og siði. Þau voru alveg undr- andi yfir þvi, hve mikið hann vissi. Berit fannst hún þekkja Austurlönd ótrúlega mikið eftir sina stuttu dvöl i þessum löndum, en þegar hún gekk um götur þessa hafnarbæjar með þessum margfróða manni, þá varð hún að viðurkenna það með sjálfri sér, að hún vissi sjálf harla litið. I raun og veru var hún orðin hálfleið á þessum löndum og þjóðum, með sóðaskapinn, skröltið, skrækina og ólyktina, en frásögn sendiherrans vakti áhuga hennar á ný fyrir þessum sérkenni- legu þjóðum, sögu þeirra, siðum og háttum. Margt, sem hún hafði ekki skilið áður, skýrðist nú fyrir henni. Hún skildi það, hvernig nauðsynin og umhverfið hafði skapað ýmsa siði og háttu i baráttunni fyrir lifinu. Henni opnaðist dýpri skiln- ingur á lifi þessara hálf- villtu þjóða. Hún hlust- aði á- frásögn sendi- herrans með athygli. Hann byrjaði fyrst að skýra fyrir þeim ýmis- # legt, er snerti byggingu q þessa hafnarbæjar. Eins of flestir bæir á þessum ® slóðum, var Manama • fyrst og fremst byggður • sem herstöð. Umhverfis f bæinn allan var allt að 15 ' metra hár múrveggur. • Þessi „múrveggur”, og • eins allir húsveggir i q bænum, eru gerðir af ^ leir — sólþurrkuðum leir. Rennblautur leirinn • er blandaður með • mykju, stórgerðu grasi 9 og kvistum og hrært saman eins og kökudeig. Úr þessu eru svo vegg- imir gerðir, og við sólar hitann verður þetta hart eins og steinsteypa. 1 gegnum múrinn er aðeins eitt hlið inn i borgina frá þjóðveg- inum. Sitt hvorum megin við hliðið voru háir vigturnar. Inni i sjálfri borginni var lika hvert hús vig- girt. 1 kringum húsin var hár múrveggur úr sama efni og veggir hússins. Hlið ibúðar- húsanna, sem sneri að götunni, var venjulega gluggalaus. Hvert ibúðarhús leit þvi út eins od dálitil herstöð. Yfir- leitt voru húsin lág. Ein hæð eða tvær. Þökin voru flöt og gerð úr timbri, sterkum trjá- stofnum pálmatrésins. Þetta var þakið með mjóum trjágreinum og pálmablöðum, og siðan var smurt yfir með leir- bleytu, eins og þegar fjósþök á íslandi voru „brædd” eða smurð með mykju. (Árni hugsaði með sjálfum sér, að slik þök myndu ekki endast lengi I Bergen). Rúður eru ekki i gluggum og gluggar engir, nema þristrend, smá op rétt uppi undir þakskeggi, sem kasta daufri birtu inn i húsið. Út um þessi op fer lika reykur frá eldstæðum. Allstór garður er umhverfis hvert hús.Er hann fyrst og fremst leikvöllur fyrir börn, ef þau eru i húsinu, og svo ganga gripir þar lausir, ef þeir eru til, og þar eru líka stórir sorphaugar. Ekki sagði sendiherrann, að salerni þekktust þar i húsum innlendra manna, nema hjá æðstu embættismönnum og auðmönnum. Er þvi mannasaur og dýra i hverju skúmaskoti. Ekkert eftirlit er með þrifnaði, en þó er heilsu- far ekki slæmt. Er það þvi að þakka, að hinn stöðugi, sterki sólarhiti þurrkar upp allan raka, og drepur flestar sótt- kveikjur, og allt skrælnar og verður að ryki. Vegna vinsælda og kunnugleika sendi- herrans fengu þau að koma inn I nokkrar einkaibúðir — heimili Araba i alþýðustétt. Það þótti Berit gaman. Þar var litið að sjá af skraut- munum og dýrgripum Austurlanda, sem svo oft er talað um. Á flestum heimilunum voru engir innanstokks- munir, aðeins naktir leirveggirnir og troðið moldargólfið, með gryfju I miðju fyrir eld- stæði. Sendiherrann sagði, að i þessu skóg- lausa landi væri aðal eldiviðurinn tað undan úlföldum — kamel- dýrum. Fyrst, er sendi- herrann kom á þessar slóðir, notuðu Arabarnir eins konar tinnu og tundur til að kveikja með eld,. en seinna fluttust þangað sænskar eldspýtur. Árni varð himinlifandi glaður, er hann sá i einu húsinu hylki utan af norskum eldspýtum frá Nitedals- verksmiðjunum. Honum fannst það eins og hlýleg kveðja að heiman. Þeir fengu lika að koma á heimili rikra manna. Þar var þó dálitið af innanstokks- munum, bæði borð og stólar, en gólfið var moldargólf, glerhart og þurrt, en þakið dýr- mætum, persneskum gólfteppum og dýrindis austurlenzkum púðum. Hjá einum auðmann- inum hékk niður úr loftinu geysilega stór hengilampi, að þvi er Berit virtist, nauða- ljótur og klumpslegur. Svo virtist þeim, að þetta væri mesta skraut hússins i augum hús- ráðenda. Sendiherrann sagði, að venjulega væri ekki önnur lýsing i húsunum en glampinn frá eldstæðinu, svo að oliulampi væri álitinn mikill „lúxus”. Þegar Árni athugaði nánar þennan mikla hengi- lampa, sá hann að letrað var á hann: Made in Germany. (Búinn til í Þýzkalandi). Þessi austurlenzki hafnarbær verkaði þannig á ferðafólkið, að þar væri fátækt mikil og ömurlegt að búa. Berit vorkenndi með sjálfri sér krangalega, hávaxna sendiherranum að verða stöðu sinnar vegna að búa i þessum sjóðheita, sóðalega Arababæ. Hann hlaut að langa heim til Liverpool, til félagslifsins, leikhús- anna, götuljósanna, — heim aftur til menning- arinnar. Þegar systkinin komu SAFNRIT GUÐMUNDAR BÖÐVARSSONAR I—VII Heildarútgáfu á verkum Guð- mundar Böðvarssonar er lok- ið. Sjö bindi í samstæðri út- gáfu. Frásöguþættir og Ijóð. Safnritið skipar nú þegar heiðurssess á mörgum heim- ilum. Þarft þú ekki að eignast það líka? NY BOK eftir Jóhann Hjálmarsson DAGBÓK BORGARALEGS SKÁLDS Hrífandi skáldskapur. serr allir skilja, gæddur góðlá legri kimni. Fjallar m.a. um umhverfi skáldsins i Reykja vik Hinn kunni listamaður Alfreð Flóki myndskreytti bókina HÖRPUÚTGÁFAIM Gavin Lyall: Teflt á tæpasta vað Hörkuspennandi karlmannabók Erling Poulsen: Hjarta mitt hrópar á þig. Ástir og dularfullir atburðir ERLING POULSEN Hjciíia mitthrópar Francis Clifford: Upp á líf og dauða Karlmennska og CUFFORD tsoaii i-orsoerg: Örlög og ástarþrá Áítríður og örlagabarátta. Eftirhofund metsiöfubókarinrMu- NJÓSNARI ÁYZTUNÖF HÖRPUÚTGÁFAN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.