Fréttablaðið - 19.01.2006, Side 19

Fréttablaðið - 19.01.2006, Side 19
FIMMTUDAGUR 19. janúar 2006 19 efnahagslegra og félagslegra markmiða ESB og sjálfstæði aðild- arríkjanna gagnvart ESB þegar kemur að félagslegum markmið- um og skipulagi vinnumarkað- arins. Jafnframt snýst málið um það hvort fyrirtæki “sem eru innblásin af láglaunasamkeppni nýfrjálshyggjunnar og njóta mik- ils frelsis um starfsemi sína á Evrópska efnahagssvæðinu,“ eins og verkalýðshreyfingin orðar það í tilkynningu, geti beitt félagsleg- um undirboðum á vinnumarkaði. Íslenska verkalýðshreyfingin hefur rekið þá stefnu að íslensk- ir kjarasamningar gildi á Íslandi og „við viljum ekki láta sniðganga þá en Lettarnir telja að íslensku og sænsku reglurnar brjóti gegn reglum ESB,“ segir Skúli. Frestur til 26. janúar Atvinnuástand er bágborið í Eystrasaltsríkjunum og atvinnu- leysi er upp undir 40 prósent þannig að launþegar þar hafa til- hneigingu til að taka hvaða vinnu sem er á hvaða kjörum sem er. Aðeins lítill hluti launafólks er í verkalýðsfélögum. Verkalýðs- hreyfingin í Eystrasaltsríkjunum hafði litla tiltrú almennings meðan Sovétríkin voru við lýði og henni hefur lítið vaxið ásmegin eftir að ríkin urðu frjáls. Norræna verka- lýðshreyfingin er þó að aðstoða við uppbyggingu hennar. Norræna sendinefndin hefur óskað eftir því að íslensk stjórnvöld sendi Evrópudómstólnum erindi þar sem hefðum á íslenskum vinnu- markaði er lýst. Sam Hägglund, framkvæmdastjóri Norræna bygg- ingamannasambandsins, sagði að þeirri málaleitan hafi verið vel tekið. Íslensk stjórnvöld hafa frest til 26. janúar til að senda athuga- semdir til Evrópudómstólsins. Svíarnir reyna að afla stuðn- ings sem flestra ríkja og þó að íslensk stjórnvöld hafi ekki gefið út afstöðu sína stefnir allt í að nor- ræn samstaða náist í málinu. Þá er talið að Frakkar og Þjóðverjar muni styðja Svíana. Traust og trú fyrir bí Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafiðnaðarsambandsins, rifjar upp orð Jacques Chirac Frakk- landsforseta sem hefur sagt að falli dómur ekki Svíunum í vil muni evrópskur vinnumarkaður taka hraðlest í átt til lægstu kjara á ESB-svæðinu, samkeppnisstaða myndi skekkjast og norræna vel- ferðar- og vinnumarkaðsmódel- ið væri í hættu. Hägglund telur að þar með væri traust fyrir bí á vinnumarkaðnum og menn missi trú á Evrópusambandinu. Norræna verkalýðshreyfingin er bjartsýn á jákvæða niðurstöðu fyrir Evrópudómstólnum en telur þó ekkert víst í þessu efni og er því að reyna að afla málflutningi sínum fylgis. Niðurstaða fæst ekki í málið fyrr en eftir eitt til tvö ár. Nið- urstaðan er talin hafa fordæm- isgildi um alla Evrópu og skipta höfuðmáli hvað varðar þróun vinnumarkaðarins. Ef dómur fellur lettneska fyrirtækinu í vil þá geta fyrirtæki, bæði innlend og erlend, flutt vinnuafl hingað til lands á öðrum kjörum en hér gilda. Leikreglum á vinnumarkaði og í atvinnulífi væri þar með koll- varpað. Annars heldur norræna vinnumarkaðsmódelið eins og það hefur verið. FRÉTTASKÝRING GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD ghs@frettabladid.is Til stóð að Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, myndi skjóta mannlausa geimfarinu Nýr sjóndeildarhringur á loft í gær, en miklir vindar í Flórída seinkuðu geimskotinu fram á þriðjudag. Geimfarinu, sem er á stærð við meðalpíanó, er ætlað að fljúga til Plútó, síðustu plánetu sólkerfisins sem enn hefur ekki verið rann- sökuð. Jafnframt er því ætlað að kanna svæðið í kringum frostköldu plánetuna Kuiperbeltið, sem liggur við útjaðar sólkerfisins, en í því eru ókunnir frosnir hlutir á sveimi. Vísindamenn NASA telja að það taki geimfarið níu ár að komast til Plútó. Ferðin er síðasti liðurinn í fyrstu rannsókn NASA á sólkerf- inu, en hún hófst á sjöunda áratugn- um þegar mannlaus geimför voru send til Mars, Merkúrus og Venus. Plútó, sem er að finna í Kuiper- beltinu svokallaða, var uppgötvuð árið 1930. Vísindamenn deila um hvort Plútó sé í raun og veru plá- neta, því ísaður massi hennar er svo ólíkur grjótinu sem finnst á öðrum plánetum sólkerfisins. Í Kuiperbeltinu er að finna fjöl- marga hálfgerðar plánetur sem virðast hafa hætt að þróast af ókunnum ástæðum og vonast vís- indamenn NASA til þess að frekari upplýsingar um þær auki skilning manna á tilurð plánetanna. Geimfarinu var ætlað að ferð- ast á nærri 58 þúsund km/klst hraða frá jörðinni og ná tunglinu á eingöngu níu tímum. Gert er ráð fyrir að það nái Júpíter eftir 13 mánuði. - smk Hraðskreiðasta geimfarinu skotið á loft til að rannsaka Plútó: Mun ná síðustu plánetu sólkerfisins eftir níu ár NORRÆN OG ÍSLENSK VERKALÝÐSFORYSTA Magnús Norðdahl, yfirlögfræðingur ASÍ, Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsam- bandsins, Sam Hägglund, framkvæmdastjóri Norræna byggingamannasambandsins, Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreina- sambandsins, og Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAM HÄGGLUND Sam Hägglund, framkvæmdastjóri Norræna bygginga- mannasambands- ins, telur að falli dómur Lettunum í vil missi menn almennt trú á Evr- ópusambandinu og traust verði fyrir bí á vinnumarkaði. SKÚLI THOR- ODDSEN Sænsk sendinefnd er komin hingað til lands til að afla stuðnings stjórn- valda við mál fyrir Evrópudómstóln- um. Málið getur haft fordæmisgildi varðandi það hvort kjarasamningar gistilands eða heimalands gilda á vinnumarkaði. Alla r úlp ur -40% Nú fer hver að verða síðastur til að gera góð kaup. Risaútsölunni lýkur laugardaginn 21. janúar! Opið fimmtudag 19. janúar kl. 8–18 – föstudag 20. janúar kl. 8–18 – laugardag 21. janúar kl. 10–16 Fjalla reiðh jól Áður 16.9 00 k r. Nú 6.9 00kr. Barn abíls æti Áður 2.47 0 kr. Nú 1.8 53kr. Char -Broi l CB 50 00 7.900 kr. Húfu r 199kr . Skíð ahan skar 295kr . V aðstí gvél 1.995 kr.G öngu skór frá 3.3 18kr. Dian a Pa ulo Herr a-, dö mu- og barn aflísp eysu r -40% Grandagarði 2, sími 580 8500 Útsöl lok25–80% afslá ttur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.