Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.01.2006, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 19.01.2006, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 19. janúar 2006 19 efnahagslegra og félagslegra markmiða ESB og sjálfstæði aðild- arríkjanna gagnvart ESB þegar kemur að félagslegum markmið- um og skipulagi vinnumarkað- arins. Jafnframt snýst málið um það hvort fyrirtæki “sem eru innblásin af láglaunasamkeppni nýfrjálshyggjunnar og njóta mik- ils frelsis um starfsemi sína á Evrópska efnahagssvæðinu,“ eins og verkalýðshreyfingin orðar það í tilkynningu, geti beitt félagsleg- um undirboðum á vinnumarkaði. Íslenska verkalýðshreyfingin hefur rekið þá stefnu að íslensk- ir kjarasamningar gildi á Íslandi og „við viljum ekki láta sniðganga þá en Lettarnir telja að íslensku og sænsku reglurnar brjóti gegn reglum ESB,“ segir Skúli. Frestur til 26. janúar Atvinnuástand er bágborið í Eystrasaltsríkjunum og atvinnu- leysi er upp undir 40 prósent þannig að launþegar þar hafa til- hneigingu til að taka hvaða vinnu sem er á hvaða kjörum sem er. Aðeins lítill hluti launafólks er í verkalýðsfélögum. Verkalýðs- hreyfingin í Eystrasaltsríkjunum hafði litla tiltrú almennings meðan Sovétríkin voru við lýði og henni hefur lítið vaxið ásmegin eftir að ríkin urðu frjáls. Norræna verka- lýðshreyfingin er þó að aðstoða við uppbyggingu hennar. Norræna sendinefndin hefur óskað eftir því að íslensk stjórnvöld sendi Evrópudómstólnum erindi þar sem hefðum á íslenskum vinnu- markaði er lýst. Sam Hägglund, framkvæmdastjóri Norræna bygg- ingamannasambandsins, sagði að þeirri málaleitan hafi verið vel tekið. Íslensk stjórnvöld hafa frest til 26. janúar til að senda athuga- semdir til Evrópudómstólsins. Svíarnir reyna að afla stuðn- ings sem flestra ríkja og þó að íslensk stjórnvöld hafi ekki gefið út afstöðu sína stefnir allt í að nor- ræn samstaða náist í málinu. Þá er talið að Frakkar og Þjóðverjar muni styðja Svíana. Traust og trú fyrir bí Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafiðnaðarsambandsins, rifjar upp orð Jacques Chirac Frakk- landsforseta sem hefur sagt að falli dómur ekki Svíunum í vil muni evrópskur vinnumarkaður taka hraðlest í átt til lægstu kjara á ESB-svæðinu, samkeppnisstaða myndi skekkjast og norræna vel- ferðar- og vinnumarkaðsmódel- ið væri í hættu. Hägglund telur að þar með væri traust fyrir bí á vinnumarkaðnum og menn missi trú á Evrópusambandinu. Norræna verkalýðshreyfingin er bjartsýn á jákvæða niðurstöðu fyrir Evrópudómstólnum en telur þó ekkert víst í þessu efni og er því að reyna að afla málflutningi sínum fylgis. Niðurstaða fæst ekki í málið fyrr en eftir eitt til tvö ár. Nið- urstaðan er talin hafa fordæm- isgildi um alla Evrópu og skipta höfuðmáli hvað varðar þróun vinnumarkaðarins. Ef dómur fellur lettneska fyrirtækinu í vil þá geta fyrirtæki, bæði innlend og erlend, flutt vinnuafl hingað til lands á öðrum kjörum en hér gilda. Leikreglum á vinnumarkaði og í atvinnulífi væri þar með koll- varpað. Annars heldur norræna vinnumarkaðsmódelið eins og það hefur verið. FRÉTTASKÝRING GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD ghs@frettabladid.is Til stóð að Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, myndi skjóta mannlausa geimfarinu Nýr sjóndeildarhringur á loft í gær, en miklir vindar í Flórída seinkuðu geimskotinu fram á þriðjudag. Geimfarinu, sem er á stærð við meðalpíanó, er ætlað að fljúga til Plútó, síðustu plánetu sólkerfisins sem enn hefur ekki verið rann- sökuð. Jafnframt er því ætlað að kanna svæðið í kringum frostköldu plánetuna Kuiperbeltið, sem liggur við útjaðar sólkerfisins, en í því eru ókunnir frosnir hlutir á sveimi. Vísindamenn NASA telja að það taki geimfarið níu ár að komast til Plútó. Ferðin er síðasti liðurinn í fyrstu rannsókn NASA á sólkerf- inu, en hún hófst á sjöunda áratugn- um þegar mannlaus geimför voru send til Mars, Merkúrus og Venus. Plútó, sem er að finna í Kuiper- beltinu svokallaða, var uppgötvuð árið 1930. Vísindamenn deila um hvort Plútó sé í raun og veru plá- neta, því ísaður massi hennar er svo ólíkur grjótinu sem finnst á öðrum plánetum sólkerfisins. Í Kuiperbeltinu er að finna fjöl- marga hálfgerðar plánetur sem virðast hafa hætt að þróast af ókunnum ástæðum og vonast vís- indamenn NASA til þess að frekari upplýsingar um þær auki skilning manna á tilurð plánetanna. Geimfarinu var ætlað að ferð- ast á nærri 58 þúsund km/klst hraða frá jörðinni og ná tunglinu á eingöngu níu tímum. Gert er ráð fyrir að það nái Júpíter eftir 13 mánuði. - smk Hraðskreiðasta geimfarinu skotið á loft til að rannsaka Plútó: Mun ná síðustu plánetu sólkerfisins eftir níu ár NORRÆN OG ÍSLENSK VERKALÝÐSFORYSTA Magnús Norðdahl, yfirlögfræðingur ASÍ, Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsam- bandsins, Sam Hägglund, framkvæmdastjóri Norræna byggingamannasambandsins, Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreina- sambandsins, og Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAM HÄGGLUND Sam Hägglund, framkvæmdastjóri Norræna bygginga- mannasambands- ins, telur að falli dómur Lettunum í vil missi menn almennt trú á Evr- ópusambandinu og traust verði fyrir bí á vinnumarkaði. SKÚLI THOR- ODDSEN Sænsk sendinefnd er komin hingað til lands til að afla stuðnings stjórn- valda við mál fyrir Evrópudómstóln- um. Málið getur haft fordæmisgildi varðandi það hvort kjarasamningar gistilands eða heimalands gilda á vinnumarkaði. Alla r úlp ur -40% Nú fer hver að verða síðastur til að gera góð kaup. Risaútsölunni lýkur laugardaginn 21. janúar! Opið fimmtudag 19. janúar kl. 8–18 – föstudag 20. janúar kl. 8–18 – laugardag 21. janúar kl. 10–16 Fjalla reiðh jól Áður 16.9 00 k r. Nú 6.9 00kr. Barn abíls æti Áður 2.47 0 kr. Nú 1.8 53kr. Char -Broi l CB 50 00 7.900 kr. Húfu r 199kr . Skíð ahan skar 295kr . V aðstí gvél 1.995 kr.G öngu skór frá 3.3 18kr. Dian a Pa ulo Herr a-, dö mu- og barn aflísp eysu r -40% Grandagarði 2, sími 580 8500 Útsöl lok25–80% afslá ttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.