Fréttablaðið - 20.01.2006, Page 12
12 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR
ÖRYGGISMÁL „Öryggismál eru í
góðu lagi í Bláfjöllum,“ segir Grét-
ar Þórisson, forstöðumaður skíða-
svæðisins í Bláfjöllum, en í fyrra-
kvöld urðu tvö slys þar með þeim
afleiðingum að einn fótbrotnaði
og tveir til viðbótar slösuðust lít-
illega eftir að hafa lent í árekstri
í brekkunni.
Bæði slysin urðu eftir að myr-
kva tók en fjöldi fólks var í brekk-
unni þangað til skíðasvæðunum
var lokað.
Grétar segir slysum hafa
fækkað mikið í Bláfjöllum á
undanförnum árum en segir þó
alltaf varasamt að skíða í myrkri.
„Við höfum stórbætt lýsinguna í
brekkunni á síðustu fjórum árum
og hún er vel viðunandi núna. En
okkur starfsmönnum hér á svæð-
inu finnst svolítið hafa borið á því
upp á síðkastið að skíðamenn séu
orðnir einstaklega þreyttir þegar
líða tekur að lokum. Þeir verða
því að fara varlega í brekkunum,
sérstaklega í myrkrinu.“ - mh
Lýsing í skíðabrekkunum í Bláfjöllum hefur verið stórbætt á undanförnum árum:
Skíðamenn slasast í myrkrinu
SKÍÐAÐ Í MYRKRI Í BLÁ-
FJÖLLUM Mikill fjöldi fólks
hefur lagt leið sína í Bláfjöll
síðustu misseri enda skíða-
færi þar með eindæmum
gott þessa dagana.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MOSKVA, REUTERS Gríðarlegir kuldar
herja nú á Rússland og er búist við
því að frostið fari niður í 34 gráður
í Moskvu í dag. Að minnsta kosti sjö
manns urðu úti í gær og hlúð var að
25 öðrum á sjúkrahúsum, en alls
hafa 116 manns látist úr kuldun-
um síðan í október. Flestir eru þeir
drykkjumenn sem sofna úti.
Kuldakastið er hið mesta í 26 ár
og liggur starfsemi í Moskvu niðri,
skólar eru lokaðir og slökkt er á
ljósaskiltum. Lögreglunni hefur
verið skipað að reka útigöngufólk
ekki úr neðanjarðarlestum og and-
dyrum fyrr en kuldakastið er liðið
hjá.
Nokkrum Moskvubúum hefur
tekist að þéna sér aukapening með
því að leigja pirruðum ökumönn-
um startkapla, en mörgum gengur
illa að starta bílum sínum og spor-
vagnar eru í lamasessi. Rússneskt
dagblað sagði frá manni sem kól á
fjórum fingrum því hann talaði of
lengi í farsíma úti, og dýragarðs-
starfsmaður gaf fíl fötu af vodka
til að hlýja skepnunni, en drukkinn
fíllinn rústaði í staðinn miðstöðv-
arhitun garðsins.
Veðrið hefur jafnframt hægt
mjög á olíuframleiðslu landsins.
Veðurfræðingar geta engu spáð
um hversu lengi þetta ástand mun
vara. - smk
Kuldakast í Rússlandi og Moskvuborg í lamasessi:
Rúmlega hundrað
hafa dáið úr kulda
FROSIN MOSKVUÁ Maður gengur
framhjá litlum tjöldum fiskimanna á
frosinni Moskvuá. Fjölmargir hafa látist úr
kuldunum sem nú herja á Rússland þessa
dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VALHOPPAÐ Í MELBOURNE Menn í
kengúrubúningum valhoppuðu í gær um
svæðið þar sem opna ástralska meistara-
mótið í tennis fer fram þessa dagana.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Mjótt á munum Könnun fyrir finnska
dagblaðið Helsingin Sanomat sýnir að
Tarja Halonen, forseti Finnlands, fengi
53 prósent atkvæða og Sauli Niinistö,
fyrrverandi fjármálaráðherra, 47 prósent
ef gengið yrði til kosninga nú. Kosið
verður sunnudaginn 29. janúar.
FINNLAND
DÓMSMÁL Fyrirtækið Ingvar
Helgason hf. var í gær sýknað af
rúmlega fjögurra milljóna króna
skaðabótakröfu vegna slyss sem
starfsmaður fyrirtækisins varð
fyrir við vinnu sína.
Kona, sem starfaði við ræst-
ingar hjá fyrirtækinu, var að bera
rusl þegar hún rann í hálku fyrir
utan hús fyrirtækisins og slasað-
ist. Þetta gerðist í desember árið
2002. Konan meiddist á höfði og
hlaut varanlega tíu prósent örorku
vegna þessa. Dómurinn taldi ekki
sannað að slysið hefði mátt rekja
til óviðunandi eftirlits við fyrir-
tækið, eins og konan vildi meina.
- mh
Rann í hálku og meiddist:
Dómurinn
hafnaði bótum
PRESTAKÖLL Fimm umsækjendur
sækja um embætti prests í hálfu
starfi við Laugarnesprestakall
en staðan var auglýst laus í síð-
asta mánuði.
Embættið er veitt frá 1. mars
næstkomandi. Lögð er áhersla
á að umsækjendur hafi reynslu
til að sinna barna- og æskulýðs-
starfi kirkjunnar auk hefðbund-
inna prestsstarfa. - aöe
Laugarnesprestakall:
Fimm sækja
um embætti