Fréttablaðið - 20.01.2006, Side 14

Fréttablaðið - 20.01.2006, Side 14
 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR14 Veggljós / Gólflampar / Næturljós / Kastarar / Útiljós / Loftljós Opið lau.: 11:00 - 16:00 Allt að 70afsláttur% Verð nú: 17.950- Verð áður: 26.789- OSLÓ, AP Nefnd sérfræðinga rann- sakar nú verk norska læknisins Jons Sudbø sem sagður er hafa falsað niðurstöður krabbameins- rannsóknar sem birtar voru í virtu læknatímariti, Lancet, í okt- óber síðastliðnum. Málið hefur vakið gífurlega athygli bæði í Noregi sem og ann- ars staðar, en Sudbø, sem vinnur hjá Ríkissjúkrahúsinu í Ósló, er vel þekktur munnkrabbameins- sérfræðingur og tannlæknir. Tals- maður sjúkrahússins tilkynnti um hneykslið um helgina, en fölsuðu niðurstöðurnar sýndu að algeng bólgueyðandi lyf minnkuðu líkur á munnkrabbameini hjá reykinga- mönnum en ykju hættuna á hjarta- sjúkdómum. Sudbø er sagður hafa fundið upp fleiri en 1.000 sjúk- linga fyrir „rannsókn“ sína. Nefndin, sem stýrt er af Svían- um Anders Ekbom, kannar bæði þessa og eldri rannsóknir Sud- bøs, sem og hvort sjúklingar hafi borið skaða af skrifum hans, en samkvæmt norskum lögum geta heilbrigðisyfirvöld hegnt læknum og afturkallað læknisleyfi þeirra, geri þeir eitthvað sem skaði sjúk- linga. Búist er við niðurstöðum nefndarinnar í apríl. Sudbø, sem er í veikindaleyfi, hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið. - smk NIÐURSTÖÐUR RANNSAKAÐAR Anders Ekbom, yfirmaður óháðrar sérfræð- inganefndar, á blaðamannafundi um mál Sudbøs á Ríkissjúkrahúsinu í Ósló. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Rannsókn hafin á verkum norsks krabbameinssérfræðings: Sagður falsa niðurstöður ÖLLU ÓHÆTT Starfsmenn indónesískrar sjónvarpsstöðvar slafra í sig hefðbundna kjötbollusúpu í gær í því skyni að sýna áhorfendum að það sé óhætt. Stöðin hafði áður sent út þátt þar sem sýnt var að sumir götusalar notuðu rottukjöt í kjötbollurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVÍÞJÓÐ Réttarhöld hefjast á næst- unni yfir 29 ára sænskri mann- ætu sem myrti tvær fóstursystur sínar, drakk blóð þeirra og borð- aði kjöt af annarri þeirra. Maður- inn hefur játað. Hann verður að öllum líkindum dæmdur til vistar á geðsjúkrahúsi. Á fréttavef Aftonbladet sagði í gær að hann hefði starfað í eld- húsi á vegum sveitarfélagsins, að hann elskaði bangsana sína og hataði sjálfan sig. Hann hafði mikinn áhuga á kántrítónlist og dreymdi um að fara til Nashville í Bandaríkjunum. Hann bjó í litlu húsi á búgarði foreldra sinna og umgekkst fáa. Er hann sagður hafa orðið fyrir miklu einelti í æsku. Þetta er þriðja mannætan sem vitað er um í Svíþjóð en árið 1968 var verkamaður í Karlstad dæmdur fyrir að myrða þungaða kærustu sína með exi og borða kjöt af henni, meðal annars sem álegg á brauð. Árið 1979 viðurkenndi háskólastúdent í Malmö að hann hefði drekkt 28 ára kærustu sinni og gert sér nokkrar máltíðir úr kjötinu. Hann var fyrst tekinn til fanga af lögreglunni fyrir að stela sjónvarpstæki móður sinnar. - ghs DRAKK BLÓÐIÐ Ungur Svíi kemur brátt fyrir rétt ákærður fyrir að hafa myrt systur sínar, drukkið blóð þeirra og borðað kjötið. Maðurinn safnaði böngsum og hlustaði á kántrítónlist. NORDICPHOTO/AFP Svíi myrti systur sínar, drakk blóð þeirra og át: Mannæta át aðra fóstursystur sína LEIKSKÓLAMÁL Samtökin Börnin okkar hvetja borgaryfirvöld til að finna sem fyrst lausn á þeim vanda sem leikskólar borgarinnar eru í. Telja samtökin að sökum mann- eklu á leikskólunum séu margir foreldrar í slæmri stöðu. Margir séu hræddir um að missa vinnu vegna þess að börn þeirra fá ekki vistun vegna skorts á starfsfólki á leikskólunum í Reykjavík. Ástand- ið er ekki uppbyggjandi að mati foreldra. -aöe Samtök foreldrafélaga: Nauðsynlegt að finna lausn Yfirvélstjóri fær laun Yfirvélstjóri sem slasaðist í september 2004 um borð í bátnum Mikael I og varð óvinnu- fær á eftir fær greidd full laun í tvo mánuði eftir slysið. Vinnuveitandi hans, Ístak, hafði neitað honum um laun. Staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. DÓMSMÁL STJÓRNSKIPAN Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur skip- að nýja stjórn Hagþjónustu land- búnaðarins til næstu fjögurra ára. Stofnunin hefur sömu heimildir og Hagstofan til að verða sér úti um upplýsingar. Í nýju stjórninni eru Hall- grímur Snorrason hagstofustjóri, Ríkharður Brynjólfsson prófessor og Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtakanna. - aöe Hagþjónusta landbúnaðarins: Þrír skipaðir í nýja stjórn DANMÖRK Tvö verk í eigu danska ríkislistasafnsins hafa verið úrskurðuð ósvikin Rembrandt málverk. Er þetta niðurstaða þriggja ára rannsókna á nokkrum verkum sem síðustu áratugi hafa verið eignuð nemendum hollenska listmálarans. Þegar verkin fundust í Fred- ensborgarhöll í upphafi síðustu aldar var þeim hampað sem Rembrandtverkum en voru síðar afskrifuð sem slík. Eldra verkið, Uppkast af vanga- svip öldungs, er málað um 1630 en verkið Krossriddarinn þrjátíu árum síðar. Verkin verða til sýnis í listasafninu frá 4. febrúar. - ks Rembrandt-málverk: Tvö úrskurðuð ósvikin DANMÖRK Gestum á danska þjóð- minjasafnið og ríkislistasafnið hefur fjölgað um rúman fimmtung frá áramótum. Þessi aukning kemur í kjölfar þess að hætt var að rukka fyrir aðgang að söfnunum. Samkvæmt frétt Berlingske Tidende er reiknað með að gestum á söfnin fjölgi um sextíu til átta- tíu prósent í ár. Er þá miðað við reynslu Svía, Breta og Frakka af gjaldfrjálsum söfnum. - ks Gjaldfrjáls söfn gefast vel: Gestum hefur snarfjölgað NOREGUR Norska fyrirtækjasam- steypan Orkla hefur keypt hlut upp á um 1.800 milljónir íslenskra króna í vetraríþróttafyrirtækinu Skistar sem rekur meðal annars skíðalyftur í Trysilfjell og Hems- edal í Noregi og Åre, Sälen og Värmdalen í Svíþjóð. Orkla er þar með í hóp tíu stærstu hluthafa, að sögn Veckans Affärer. Orkla á um 140 milljarða íslenskra króna í norrænum fyrir- tækjum, þar á meðal í 17 sænskum fyrirtækjum. Stærsti hluturinn er í fatakeðjunni Hennes & Mauritz og heilbrigðisfyrirtækinu Capio. ■ Norska Orkla-samsteypan: Kaupir hlut í Skistar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.