Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 14
 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR14 Veggljós / Gólflampar / Næturljós / Kastarar / Útiljós / Loftljós Opið lau.: 11:00 - 16:00 Allt að 70afsláttur% Verð nú: 17.950- Verð áður: 26.789- OSLÓ, AP Nefnd sérfræðinga rann- sakar nú verk norska læknisins Jons Sudbø sem sagður er hafa falsað niðurstöður krabbameins- rannsóknar sem birtar voru í virtu læknatímariti, Lancet, í okt- óber síðastliðnum. Málið hefur vakið gífurlega athygli bæði í Noregi sem og ann- ars staðar, en Sudbø, sem vinnur hjá Ríkissjúkrahúsinu í Ósló, er vel þekktur munnkrabbameins- sérfræðingur og tannlæknir. Tals- maður sjúkrahússins tilkynnti um hneykslið um helgina, en fölsuðu niðurstöðurnar sýndu að algeng bólgueyðandi lyf minnkuðu líkur á munnkrabbameini hjá reykinga- mönnum en ykju hættuna á hjarta- sjúkdómum. Sudbø er sagður hafa fundið upp fleiri en 1.000 sjúk- linga fyrir „rannsókn“ sína. Nefndin, sem stýrt er af Svían- um Anders Ekbom, kannar bæði þessa og eldri rannsóknir Sud- bøs, sem og hvort sjúklingar hafi borið skaða af skrifum hans, en samkvæmt norskum lögum geta heilbrigðisyfirvöld hegnt læknum og afturkallað læknisleyfi þeirra, geri þeir eitthvað sem skaði sjúk- linga. Búist er við niðurstöðum nefndarinnar í apríl. Sudbø, sem er í veikindaleyfi, hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið. - smk NIÐURSTÖÐUR RANNSAKAÐAR Anders Ekbom, yfirmaður óháðrar sérfræð- inganefndar, á blaðamannafundi um mál Sudbøs á Ríkissjúkrahúsinu í Ósló. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Rannsókn hafin á verkum norsks krabbameinssérfræðings: Sagður falsa niðurstöður ÖLLU ÓHÆTT Starfsmenn indónesískrar sjónvarpsstöðvar slafra í sig hefðbundna kjötbollusúpu í gær í því skyni að sýna áhorfendum að það sé óhætt. Stöðin hafði áður sent út þátt þar sem sýnt var að sumir götusalar notuðu rottukjöt í kjötbollurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVÍÞJÓÐ Réttarhöld hefjast á næst- unni yfir 29 ára sænskri mann- ætu sem myrti tvær fóstursystur sínar, drakk blóð þeirra og borð- aði kjöt af annarri þeirra. Maður- inn hefur játað. Hann verður að öllum líkindum dæmdur til vistar á geðsjúkrahúsi. Á fréttavef Aftonbladet sagði í gær að hann hefði starfað í eld- húsi á vegum sveitarfélagsins, að hann elskaði bangsana sína og hataði sjálfan sig. Hann hafði mikinn áhuga á kántrítónlist og dreymdi um að fara til Nashville í Bandaríkjunum. Hann bjó í litlu húsi á búgarði foreldra sinna og umgekkst fáa. Er hann sagður hafa orðið fyrir miklu einelti í æsku. Þetta er þriðja mannætan sem vitað er um í Svíþjóð en árið 1968 var verkamaður í Karlstad dæmdur fyrir að myrða þungaða kærustu sína með exi og borða kjöt af henni, meðal annars sem álegg á brauð. Árið 1979 viðurkenndi háskólastúdent í Malmö að hann hefði drekkt 28 ára kærustu sinni og gert sér nokkrar máltíðir úr kjötinu. Hann var fyrst tekinn til fanga af lögreglunni fyrir að stela sjónvarpstæki móður sinnar. - ghs DRAKK BLÓÐIÐ Ungur Svíi kemur brátt fyrir rétt ákærður fyrir að hafa myrt systur sínar, drukkið blóð þeirra og borðað kjötið. Maðurinn safnaði böngsum og hlustaði á kántrítónlist. NORDICPHOTO/AFP Svíi myrti systur sínar, drakk blóð þeirra og át: Mannæta át aðra fóstursystur sína LEIKSKÓLAMÁL Samtökin Börnin okkar hvetja borgaryfirvöld til að finna sem fyrst lausn á þeim vanda sem leikskólar borgarinnar eru í. Telja samtökin að sökum mann- eklu á leikskólunum séu margir foreldrar í slæmri stöðu. Margir séu hræddir um að missa vinnu vegna þess að börn þeirra fá ekki vistun vegna skorts á starfsfólki á leikskólunum í Reykjavík. Ástand- ið er ekki uppbyggjandi að mati foreldra. -aöe Samtök foreldrafélaga: Nauðsynlegt að finna lausn Yfirvélstjóri fær laun Yfirvélstjóri sem slasaðist í september 2004 um borð í bátnum Mikael I og varð óvinnu- fær á eftir fær greidd full laun í tvo mánuði eftir slysið. Vinnuveitandi hans, Ístak, hafði neitað honum um laun. Staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. DÓMSMÁL STJÓRNSKIPAN Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur skip- að nýja stjórn Hagþjónustu land- búnaðarins til næstu fjögurra ára. Stofnunin hefur sömu heimildir og Hagstofan til að verða sér úti um upplýsingar. Í nýju stjórninni eru Hall- grímur Snorrason hagstofustjóri, Ríkharður Brynjólfsson prófessor og Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtakanna. - aöe Hagþjónusta landbúnaðarins: Þrír skipaðir í nýja stjórn DANMÖRK Tvö verk í eigu danska ríkislistasafnsins hafa verið úrskurðuð ósvikin Rembrandt málverk. Er þetta niðurstaða þriggja ára rannsókna á nokkrum verkum sem síðustu áratugi hafa verið eignuð nemendum hollenska listmálarans. Þegar verkin fundust í Fred- ensborgarhöll í upphafi síðustu aldar var þeim hampað sem Rembrandtverkum en voru síðar afskrifuð sem slík. Eldra verkið, Uppkast af vanga- svip öldungs, er málað um 1630 en verkið Krossriddarinn þrjátíu árum síðar. Verkin verða til sýnis í listasafninu frá 4. febrúar. - ks Rembrandt-málverk: Tvö úrskurðuð ósvikin DANMÖRK Gestum á danska þjóð- minjasafnið og ríkislistasafnið hefur fjölgað um rúman fimmtung frá áramótum. Þessi aukning kemur í kjölfar þess að hætt var að rukka fyrir aðgang að söfnunum. Samkvæmt frétt Berlingske Tidende er reiknað með að gestum á söfnin fjölgi um sextíu til átta- tíu prósent í ár. Er þá miðað við reynslu Svía, Breta og Frakka af gjaldfrjálsum söfnum. - ks Gjaldfrjáls söfn gefast vel: Gestum hefur snarfjölgað NOREGUR Norska fyrirtækjasam- steypan Orkla hefur keypt hlut upp á um 1.800 milljónir íslenskra króna í vetraríþróttafyrirtækinu Skistar sem rekur meðal annars skíðalyftur í Trysilfjell og Hems- edal í Noregi og Åre, Sälen og Värmdalen í Svíþjóð. Orkla er þar með í hóp tíu stærstu hluthafa, að sögn Veckans Affärer. Orkla á um 140 milljarða íslenskra króna í norrænum fyrir- tækjum, þar á meðal í 17 sænskum fyrirtækjum. Stærsti hluturinn er í fatakeðjunni Hennes & Mauritz og heilbrigðisfyrirtækinu Capio. ■ Norska Orkla-samsteypan: Kaupir hlut í Skistar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.