Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 20. janúar 2006 17
NOREGUR Norska þjóðin er í upp-
námi þessa dagana því að ekki er
vitað hver á Ventelo, fjarskiptafyr-
irtæki sem hefur stóran fjarskipta-
samning við norska herinn og ríkis-
lögreglustjóraembættið í Noregi.
Í norrænum fjölmiðlum hefur
komið fram sú gagnrýni að engin
trygging sé fyrir því að fjarskipti
og samskipti innan hersins og lög-
reglunnar séu ekki hleruð og leyni-
legum upplýsingum komið á fram-
færi við mafíu og hryðjuverkamenn
ef ekki er vitað hver á fyrirtækið.
Erfitt hefur verið að fá skýr
svör við því hver á Ventelo en talið
er vitað að félagið sé að meirihluta í
eigu fyrirtækis sem heitir Nampor
á Jómfrúreyjum í Karíbahafinu.
Nampor er í eigu tveggja til
þriggja aðila, þar á meðal Svíans
Conrad Clauson, fyrrverandi verð-
bréfasala, og fjölskyldu hans. Clau-
son þessi hefur, að sögn Veckans
Affärer, legið undir gagnrýni Norð-
manna fyrir að lifa hátt. Það þykir
ekki traustvekjandi að hann eigi
fyrirtækið.
- ghs
Óljóst um eigendur fjarskiptafyrirtækisins Ventelo:
Norðmenn óttast
hleranir í hernum
NORSKI HERINN Norðmenn óttast að
fjarskipti hersins séu hleruð og leynilegum
upplýsingum lekið í mafíuna eða hryðju-
verkamenn.
UTANRÍKISMÁL Jack Straw, utanrík-
isráðherra Bretlands, lýsti meðal
annars yfir ánægju sinni með
fjárfestingar Íslendinga í Bret-
landi á fundi sem hann átti með
Geir H. Haarde utanríkisráðherra
í fyrradag.
Straw sagði einnig að það væri
Íslandi ekki til hagsbóta að beita
sér fyrir því að komast í Evrópu-
sambandið að svo stöddu.
Ráðherrarnir ræddu góð sam-
skipti Íslands og Bretlands á
hinum ýmsu sviðum, auk þess að
ræða stöðu mála í Mið-Austur-
löndum, og þá sérstaklega í Írak,
kjarnorkumál Írana og aðstæður í
Afganistan. - mh
Jack Straw um íslenska fjárfesta:
Fjárfestingarnar
góðar fyrir Breta
JACK STRAW OG GEIR H. HAARDE Ráðherr-
arnir takast hér í hendur á skrifstofu Straws
í Bretlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/TINNA