Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 20
 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR20 fréttir og fróðleikur 3 3 0 5 NFS Í BEINNI Á VISIR.IS 35.000 gestir vikulega sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver. Auglýsingasími 550 5000. 1. sæti Gunnar I. Birgisson, verkfræðingur og bæjarstjóri Kópavogs. 2. sæti Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og forseti bæjarstjórnar. Bragi Michaelsson, ráðgjafi og varabæjarfulltrúi. Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri og bæjarfulltrúi. Jóhanna Thorsteinson, leikskólastjóri í Álfatúni. 3. sæti Gísli Rúnar Gíslason, lögfræðingur hjá Fiskistofu og formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs Margrét Björnsdóttir, varabæjarfulltrúi og formaður umhverfis- ráðs. Sigurrós Þorgrímsdóttir, alþingismaður og bæjarfulltrúi 4. sæti Ingimundur Kristinn Guðmundsson kerfisfræðingur. 4.-5. sæti Ásthildur Helgadóttir, verkfræðingur og knattspyrnumaður. Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir, stjórnmálafræðingur og markaðsstjóri hjá Stika ehf. 5. sæti Lovísa Ólafsdóttir, iðjuþjálfi hjá Liðsinni. 5.-6. sæti Gróa Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri hjá Flugfélagi Íslands. Hallgrímur Viðar Arnarson, sölumaður og múrari. 6. sæti Pétur Magnús Birgisson, tæknistjóri sundlauga Kópavogs. FRAMBJÓÐENDUR Í PRÓFKJÖRI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í KÓPAVOGI > Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Kópavogi 2002 Heimild: Hagstofa Íslands Svona erum við Gunnar I. Birgisson er núverandi bæjarstjóri í Kópavogi og þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hann tók við starfi bæjarstjóra þann 1. júní í fyrra samkvæmt samkomulagi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sem mynda núverandi meirihluta í bæjarstjórn, en flokkarnir eru samtals með átta bæjarfulltrúa af ellefu, sjálfstæðismenn með fimm og framsóknarmenn með fjóra. Gunnar er einn í fram- boði til efsta sætis á lista sjálfstæðismanna í prófkjörinu á morgun og mun því leiða lista flokksins við sveitar- stjórnarkosningarnar í vor. Hann er bjartsýnn á gengi flokksins í kosningunum en treystir sér ekki til að spá fyrir um hvaða málefni verði mest í umræðunni. „Það eina sem ég get sagt er að við sjálfstæðismenn munum halda áfram á sömu braut og við höfum verið með upp- byggingu bæjarfélagsins, fáum við stuðning til þess. Við teljum okkur hafa unnið vel fyrir Kópavog á þessu kjörtímabili og erum því tiltölulega bjartsýnir,“ segir hann. Gunnar stefnir ótrauður að því að sitja áfram sem bæjarstjóri að kosningum loknum en segir ekki ljóst hvort hann muni segja af sér þingmennsku fari svo, en sem stendur er hann í leyfi frá þingstörfum. „Ég bíð með að ákveða það fram yfir kosning- ar, en það er ljóst að ég verð ekki hvort tveggja þingmaður og bæjarstjóri, það eru alveg hreinar línur,“ segir Gunnar. Honum líður vel í bæjarstjórastarfinu að sögn og segir það ekki ólíkt því að stýra stóru fyrirtæki en það gerði hann um árabil. „Þetta er auðvitað stórt fyrirtæki, bæjarfélagið veltir um það bil þrettán til fjórtán milljörðum króna á ári,“ segir Gunnar. Hann segist binda vonir við að konum í prófkjörinu vegni vel því listi flokksins verði að endurspegla samsetningu samfélagsins. „Það eru auðvitað kjós- endur sem ráða þessu þegar upp er staðið en við sem byggjum þetta samfélag erum helmingurinn karl- ar og helmingurinn konur.“ FORINGINN: GUNNAR I. BIRGISSON Verð ekki bæjarstjóri og þingmaður Prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi stendur frá kl. 9 til 18 á morgun í félagsheimili flokksins í Kópavogi að Hlíðarsmára 19 og er opið öllum flokksbundnum sjálfstæðismönnum í Kópavogi. Samkvæmt reglum prófkjörsins skulu þátttakendur vera fullgildir félagar í einhverju sjálfstæðisfélaga Kópavogs og búsettir í Kópavogi. Þátttaka er öllum heimil sem náð hafa 16 ára aldri. Enn fremur er þátttaka í prófkjörinu heimil þeim stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosn- ingarétt í kjördæminu við kosningarnar í maí og undirritað hafa inntöku- beiðni í sjálfstæðisfélag í bænum fyrir lok kjörfundar. Gert er ráð fyrir að fyrstu tölur í prófkjörinu verði birtar um það leyti sem kjörfundi lýkur og síðan nýjar tölur á hálftíma fresti þar til úrslit liggja fyrir. Samkvæmt prófkjörsreglum flokksins hlýtur sá maður efsta sæti í prófkjör- inu sem flest atkvæði fær í það sæti. Annað sæti hlýtur sá sem ekki hefur hlotið efsta sætið en hefur flest atkvæði þegar saman eru lögð atkvæði hans í 1. og 2. sæti og síðan koll af kolli. Kosning telst bindandi í sæti hafi fram- bjóðandi fengið meira en helming gildra atkvæða í prófkjörinu. REGLUR PRÓFKJÖRSINS Jóhanna Thorsteinson: Vill frjálst val um grunnskóla Jóhanna Thorsteinson leikskólastjóri býður sig fram í annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi en hún var í tíunda sætinu í síðustu kosningum. Hún leggur áherslu á skóla- og leikskólamál og vill skapa foreldrum og fjölskyldum raunhæfan valkost þegar foreldraorlofi lýkur. „Það er ekki til mannafli til að manna stöður í leikskólanum, það eru ekki til leikskólapláss fyrir öll börn og svo er erfitt að fá dagmæður í Kópavogi,“ segir hún. Jóhanna vill að fjölskyldur hafi val um það í hvaða grunnskóla börnin fara og bendir á að það sé ódýrara fyrir Kópavogsbúa að senda börn í einkaskóla en hverfisskóla. „Mér finnst afar mikilvægt að fólk hafi þennan valrétt og velji það sem það telur barninu hollast. Sveitarfélagið á ekkert að vera að skipta sér af því.“ Gunnsteinn Sigurðsson skólastjóri skipaði þriðja sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins við síðustu kosningar og tók sæti í bæjarstjórn að þeim loknum. Hann sækist nú eftir öðru sæti listans og leggur sérstaka áherslu á skipu- lagsmál samhliða skóla- og leikskóla- málum. „Ég legg áherslu á að komið verði upp flýtileiðum til að greiða fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu með því að koma á samvinnu milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Ég vil að ríkið komi að því máli með sveitarfélögunum,“ segir Gunnsteinn. Hann vill gera átak í leikskólamálum og tryggja rekstrargrundvöll leikskólanna með það að markmiði að tryggja starfsmannamál. „Ég vil efla sjálfstæði leikskólanna, gefa þeim aukið svigrúm og meira frelsi til að stýra fjármun- um,“ segir hann. Gunnsteinn Sigurðsson: Vill efla sjálfstæði leikskóla Engin átök verða um efsta sætið í prófkjörinu því það er sjálfskip- að oddvita flokksins og bæjar- stjóranum Gunnari I. Birgissyni. Meginátökin verða því um annað og þriðja sætið en fjórir sækjast eftir öðru sætinu og þrír eftir þriðja sætinu. Um annað sætið keppa þau Ármann Kr. Ólafs- son forseti bæjarstjórnar, Bragi Michaelsson varabæjarfulltrúi, Gunnsteinn Sigurðsson bæjar- fulltrúi og Jóhanna Thorsteinson varabæjarfulltrúi. Sem sagt ein kona og þrír karlar þannig að lík- urnar á að sjálfstæðismenn tefli fram konu í öðru sætinu eru óneit- anlega minni en meiri. Þó svo að aðalþunginn verði greinilega í baráttunni um annað sætið beinist athygli manna líka að fjórða sætinu en meðal þeirra sem sækjast eftir því er Ásthild- ur Helgadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, og verður fróðlegt að sjá hvern- ig henni tekst að sækja fram á hinum pólitíska leikvelli. ssal@frettabladid.is Spenna um annað sætið KÓPAVOGUR Hart verður tekist á í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi á morgun. Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, er núverandi forseti bæjarstjórnar í Kópavogi og sækist eftir öðru sæti á lista sjálfstæðis- manna. Hann skipaði það sæti við síðustu kosningar. „Þegar ég byrjaði í bæjarmálunum fyrir átta árum var það uppbyggingin í bænum sem hreif mig og ég hef mikinn áhuga á skipulags- og byggingamálum. Hins vegar hef ég lagt áherslu á að víkka sjóndeildarhringinn með árunum og á þessu kjörtímabili hef ég horft mikið á skólamálin. Jafnframt hef ég lagt mig fram um að kynna mér málefni eldri borgara sérstaklega,“ segir Ármann. Og hann er bjartsýnn á góðan árangur í prófkjörinu. „Ég get ekki sagt annað en að ég finn mjög góðan hljómgrunn fyrir framboði mínu og það er mjög góður andi í mínum herbúðum,“ segir hann. Ármann Kr. Ólafsson: Er bjartsýnn á góðan árangur Bragi Michaelsson: Óhræddur við að taka slaginn Bragi Michaelsson ráðgjafi hefur verið varabæjarfulltrúi í Kópavogi þetta kjörtímabil en var áður bæjar- fulltrúi mörg kjörtímabil þar á undan. „Ég hef alltaf verið óhræddur við að taka slaginn,“ segir Bragi og segist finna fyrir miklum stuðningi við fram- boð sitt að þessu sinni. „Ég hef alltaf kynnt mig sem mann sem ber hag þeirra fyrir brjósti sem þurfa á þjónustu bæjarins að halda hvort sem það er í leikskólum, grunnskólum eða í félags- legri þjónustu.“ Hann segist líka hafa áhuga á umhverfis- og skipulagsmálum og bendir á hættur sem hann telur því samfara að þrengja um of að golfvellinum og reiðleiðum hestamanna. „Þetta finnst mér ekki trúverðug stefna,“ segir Bragi og kveðst áður hafa verið andsnúinn félögum sínum í meirihluta bæjarstjórnar í einstökum málum. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fer fram á morgun og takast þar á fimmtán manns um sex sæti. Átta karlar bjóða sig fram og sjö konur. Búist er við spennandi kosningu og ljóst er að eftir hrakfarir kvenna í prófkjöri flokksins í Garðabæ um síðustu helgi, munu augu manna beinast sérstaklega að útkomu kvennanna í Kópavogi. 37 ,7 % 28 ,3 % H lu tf al l g ild ra a tk væ ða 27 ,9 % B S VD 6, 1%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.