Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2006, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 20.01.2006, Qupperneq 25
Við breytum ! Vegna breytinga er verslun Útilífs Kringlunni lokuð fram í mars. Brettahornið flyst í Útilíf Smáralind og við minnum á glæsilega skíðadeild í Glæsibæ. P.S. nægur snjór í fjöllunum Kauphöllin í Tókýó lokaði 20 mín- útum of snemma í fyrradag vegna álags á tölvukerfi. Gefin var út til- kynning um að næðu færslur fjór- um milljónum yrði að loka til að koma í veg fyrir hrun kerfisins. Nðursveiflan og lokunin í Japan höfðu þegar áhrif til lækkunar á mörkuðum í Evrópu. Hér varð rúmlega tveggja prósenta lækkun á markaði í gær, en sérfræðing- ar töldu þó hæpið að hægt væri að rekja hana til atburða í Japan. Frekar var talið að hér hefði verið að eiga sér stað ákveðin leiðrétting á verði hlutabréfa eftir uppgang. Gunnar Halldórsson, sem er yfir tæknimálum Kauphallar Íslands, telur fráleitt að hér geti komið upp svipuð staða og í Japan þar sem tölvukerfi kauphallarinnar var að hruni komið. „Kerfið er hannað til að anna tvö þúsund viðskiptum á sekúndu og tölvurnar sem við keyrum á miða við að við getum annað 700 færslum á sekúndu. Það gerir um 2,5 milljónir færslna á klukkutíma, eða um 20 milljónir á dag. Miðað við tölurnar frá Japan ætti það að þýða að við séum með um fimmfalt öflugra kerfi en notað er í Tókýó,“ segir Gunnar. Japanski markaðurinn róaðist í gær og fjárfestar tóku gleði sína á ný þegar Nikkei vísitalan hækkaði um 2,13 prósent. - óká Kauphöllinni í Tókýó var lokað snemma vegna mikils álags: Fimmfalt öflugra kerfi í Kauphöll Íslands ÍSLANDSBANKI Sérfræðingar Íslandsbanka munu sjá áskrifendum fréttamiðlunar- innar IntraFish fyrir fréttum af markaði og greiningu. IntraFish er fréttaþjónusta í sjávarútvegi. Íslandsbanki hefur samið við norsku fréttamiðlunina Intra- Fish Media. IntraFish sérhæfir sig í fréttum tengdum sjávarút- vegi hvaðanæva að úr heiminum. Samkvæmt samningnum munu sérfræðingar Íslandsbanka sjá áskrifendum IntraFish fyrir frétt- um af markaði og greiningu. „Við höfum einbeitt okkur að sjávarútvegi og sérfræðingar okkar hafa gefið út efni sem hefur nýst sjávarútvegsfyrirtækjum víðs vegar að. Við teljum okkur hafa náð samkomulagi við þann besta á sviði frétta af sjávarútvegi og erum hæstánægð,“ sagði Magn- ús Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslandsbanka í Ameríku og Asíu. - jsk Semur við fréttamiðlun HUGSA BARA UM EIGIN HAG Stjórnendur norskra fyrirtækja eru sakaðir um að hugsa fremur um eigin hagsmuni en hag hluthafa og samfélagsins. Stjórnendur Norska ríkislífeyr- issjóðsins kvarta yfir siðferðis- bresti í norsku viðskiptalífi. „Á undanförnum árum höfum við séð dæmi um að lítið hafi verið gert til að verja réttindi og fjárhagslega hagsmuni almennra hluthafa,“ segir Norski seðlabankinn, sem stýrir sjóðnum, í bréfi til fjár- málaráðuneytisins. „Þetta bendir klárlega til þess að stjórnendur fyrirtækja hafi skammtímahags- muni að leiðarljósi þegar þeir taka sínar ákvarðanir. Annað einkenni er skortur á grundvallarsiðferði.“ Einnig segir í bréfinu að lög og reglur hafi verið brotnar og einstaklingum veitt tækifæri að hugsa aðeins um eigin hagsmuni en ekki hag hluthafa og almennings. Sjóðurinn, sem var fram til síðustu áramóta kallaður olíusjóð- urinn, er einn stærsti lífeyrissjóð- ur heims með heildareignir upp á tæpa þrettán þúsund milljarða króna. - eþa Hugsa bara um sig MIÐLARAR Í KAUPHÖLLINNI Í TÓKÝÓ RÆÐAST VIÐ Næststærsti markaður heims, Kauphöllin í Tókýó, þurfti að loka snemma í gær vegna álags á tölvukerfi. Mikil lækkun hefur átt sér stað á markaðnum og allir vildu selja í einu. FÖSTUDAGUR 20. janúar 2006 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.