Fréttablaðið - 20.01.2006, Qupperneq 28
[ ]
Súkkulaðið sem fæst í safnbúð
Þjóðminjasafnsins er í nýjum
þjóðlegum búningi.
„Við erum með klassískt Nóa Sír-
íus rjómasúkkulaði, sem hefur
verið pakkað inn í okkar eigin
umbúðir,“ segir Unnur Valdís
Kristjánsdóttir, verslunarstjóri
safnbúðar Þjóðminjasafnsins.
Til eru fimm tegundir af
umbúðum utan um súkkulaðið, og
eru margar þeirra afar skemmti-
legar. Til dæmis sést í álpappír-
inn, og myndirnar á umbúðunum
eru gamlar og skemmtilegar.
Auk þess eru seldir taupokar með
fallegum gömlum áþrykktum
myndum, og í þeim er Nóa Síríus
Bismark brjóstsykur.
Sælgætið í þessum umbúðum er
eingöngu selt í verslun Þjóðminja-
safnsins og kostar súkkulaðið
490 krónur stykkið og brjóstsyk-
urspokarnir 990 krónur.
„Þetta er okkar leið til að búa
til skemmtilega minjagripi, og við
setjum þjóðlegan fróðleik með,“
segir Unnur Valdís.
Myndirnar eru allar úr ljós-
myndasafni safnsins, nema á einu
súkkulaðinu er áþrykkt gamalt
málverk af biskupshjónum. „Upp-
lýsingarnar um myndirnar er svo
að finna á umbúðunum sjálfum,“
segir Unnur Valdís.
Á þorranum er mest borðað af
hrútspungum og sultum en feit-
ur matur svo sem bringukollur
og lundabaggar er frekar á
undanhaldi.
„Vinsældir þorramats fara ekki
dvínandi heldur eru frekar að
aukast,“ segir Sólmundur Odds-
son, innkaupastjóri Kaupáss. Í
dag hófst þorramánuður og þessi
sér-íslenski matur kominn í flestar
búðir. ,,Súrmatur var geymsluað-
ferð hér áður fyrr, menn geymdu
mat við þessar ákveðnu aðstæður.
Nú er maturinn orðinn að sölu-
vöru sem hentar á þessu tímabili,
þorranum, sem nær alveg fram í
góuna.“
Verkunaraðferðir segir Sól-
mundur að mestu leyti svipaðar
og áður. ,,Fyrir utan að tíminn sem
maturinn liggur í súr er mun styttri
en var. Í dag snýst þetta ekki um
geymslu á mat heldur að gera hann
passlega súran til að neyta hans á
þessum rúmu fjóru vikum.“
Viss þróun hefur orðið á þor-
ramatnum. ,,Neyslan er að færast
meira yfir í hrútspungana og nýjar
og súrar sviða- og svínasultur.
Minna er hins vegar selt af bringu-
kollum og lundaböggum.“
Fyrir þá sem lítið vita um mat
forfeðra okkar eru bringukollur
bein og brjóskhluti framarlega á
lambaframparti en lundabaggar
aftur á móti uppvafin slög. Þessi
matur er frekar feitur og segir Sól-
mundur að dregið hafi úr vinsæld-
um hans.
Í dæmigerðum þorrabakka er
sambland af ýmsum mat. ,,Þar er
tekið það vinsælasta, pungarnir
og sulturnar. Síðan eru náttúr-
lega hliðarvörur sem fylgja með
svo sem rófustappa, harðfiskur,
kartöflumús og salöt.“
Slátur er eitt af því sem enn er
mikið borðað af, jafnt á þorranum
sem aðra daga. Sömu sögu er ekki
að segja af súru slátri. ,,Súr blóð-
mör og lifrarpilsa eru frekar á
undanhaldi þó að það sé samt alltaf
sígilt.“
Verkun á matnum sem nú fer
í maga sannra Íslendinga hefur
tekið um fjóra mánuði. ,,Súrsun
og niðursuða og slíkt er ferli sem
hefst í september,“ segir Sólmund-
ur um íslenska matinn okkar sem
aðallega er borðaður á næstu fjór-
um vikum. ,,Síðan fara menn yfir
í annað þegar fer að vora,“ segir
Sólmundur að lokum.
mariathora@frettabladid.is
Kaffihús:
Laugavegi 24
Smáralind
Verslanir:
Kringlunni
Smáralind
Laugavegi 27
Suðurveri
Kenya kaffi er næstum allt ræktað í
1500 - 2100 m hæð. Kaffiiðnaðurinn
í Kenya er tekinn mjög
alvarlega og bannað er með
lögum að eyðileggja kaffitré.
Ein allra besta kaffitegundin í
Kenya er AA Extra Fancy.
Það hefur einstaklega gott
jafnvægi, mjög góða fyllingu
og er sérlega ilmríkt og líflegt
með hreint víntónað
ávaxtabragð og súkku-
laðkryddað eftirbragð.
Njótið vel !
Kenya AA Extra Fancy
Kaffi mánaðarins
Janúar - 2006
Nú á 10% kynningarafslætti
í verslunum Te og kaffi.
������������
�����������������
����� ����������������������� ������� �
������������������������������ ������� �
����������� ��
���������
������������������������������
Jói
Fel
F
A
B
R
IK
A
N
Vínþrúgur mánaðarins
20% afsláttur
Skeifunni 11d 108 Reykjavík Sími 533 1020
Reykjavíkurvegi 64 220 Hafnarfirði Sími 533 3070
www.aman.is
Þorramaturinn er kominn í verslanir. Nú er um að gera
að vera þjóðlegur og fá sér magál, lundabagga og hrútspunga.
Faxe býður upp á tvo bjóra sem
virka vel með þorramatnum.
Annars vegar Faxe 10% sem
hefur komið mörgum á óvart fyrir
það hversu óvenju mildur hann
er miðað við styrkleika. Engu að
síður má finna að hér er á ferðinni
kraftakarl sem kallar ekki allt
ömmu sína og þaðan af síður
þorramatinn. Má segja að hér sé
á ferðinni bjór sem er allt í senn,
bjór og snafs í einum teig. Hinn
bjórinn er Faxe Festbock 7,7%.
Dökkur lager en bragðmikill og fer
því vel með sterkum og lyktandi
mat, bjór sem deyr ekki í munni
þrátt fyrir þann feita mat sem
þorrafæðið er. Faxe Festbock á að
drekka við kjallarakulda, rétt ofan
við frostmark til að ná fram bestu
bragðeinkennum þessa mikla
mjaðar.
Verð í Vínbúðum í 50 cl dósum:
Faxe 10% 399 kr. og Faxe Fest-
bock 299 kr.
FAXE:
Tveir kraftakarlar á Þorra
Hvalkjöt. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA
Þorramatur aldrei vinsælli
Sviðakjammar og hangikjöt. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA
Sólmundur Oddsson segir feitan þorramat
vera á undanhaldi. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM
Súkkulaði í þjóðlegum búningi frá Þjóð-
minjasafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Þjóðlegt nammi í Þjóðminjasafni
Brjóstsykurinn frá Nóa Síríus er seldur í
fallegum taupokum í safnbúð Þjóðminja-
safnsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AÐSEND MYND