Fréttablaðið - 20.01.2006, Qupperneq 46
20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR34
menning@frettabladid.is
!
Á morgun verður greint frá
niðurstöðum árlegrar ljóða-
samkeppni á vegum lista- og
menningarráðs Kópavogs.
Verðlaunaafhendingin fer
fram í Salnum í Kópavogi og
eru allir velkomnir á athöfn-
ina.
Á dagskrá er ljóðalestur
og tónlistarflutningur, og
formaður dómnefndar gerir
síðan grein fyrir niðurstöðum
nefndarinnar. Dagskránni
lýkur með veitingum í boði
lista- og menningarráðs
Kópavogs í forrými Salarins.
Árið 2005 var það ljóðskáldið Linda Vilhjálms-
dóttir sem hreppti hnossið og hlaut þá bæði 1. og
2. verðlaun.
Í nóvember síðastliðnum var auglýst eftir ljóðum
í ljóðasamkeppnina „Ljóðstafur Jóns úr Vör“ og er
það í fimmta sinn sem lista-
og menningarráð Kópavogs
stendur fyrir slíkri sam-
keppni, en hugmyndin er
komin frá félögum úr Ritlist-
arhópi Kópavogs. Þátttak-
endum er gert að skila inn
verkum sínum undir dul-
nefni og fær sigurvegarinn
vegleg peningaverðlaun og
verðlaunagripinn Ljóðstaf
Jóns úr Vör áletraðan með
nafni sínu til varðveislu í
eitt ár. Alls bárust nú rúm-
lega þrjú hundruð ljóð í
keppnina frá skáldum af
öllu landinu.
Í dómnefnd eiga sitja Hjörtur Pálsson ljóðskáld
og þýðandi, Soffía Auður Birgisdóttir bókmennta-
fræðingur, og Sigurjón B. Sigurðsson (Sjón) rithöf-
undur, sem jafnframt er formaður nefndarinnar.
Sjón afhendir Ljóðstafinn
Kl. 20.00
Einstakt tækifæri gefst til þess að
heyra fjórhentan píanóleik í Salnum
í kvöld. Tveir meistarar hljómborðs-
ins, Bretarnir Allan Schiller og John
Humphreys, leika verk eftir Vín-
artónskáldin Mozart og Schubert.
Þessa sömu efnisskrá leika þeir
Schiller og Humphreys í hinum virta
konsertsal Wigmore Hall í London
þann 27. janúar, á fæðingardegi
Mozarts.
Málþing um meistarann
verður haldið á morgun
á Kjarvalsstöðum.
Í ljósi málaferla sem nú eru í
gangi um hver á Kjarval er mjög
áhugavert að skoða hvaða sess
þessi frægasti myndlistarmað-
ur þjóðarinnar hefur í íslensku
menningarlífi. Nú á laugardag
stendur Listasafn Reykjavíkur
fyrir málþingi um Kjarval sem
ætti að veita greinargóða og
skemmtilega innsýn í bæði lista-
manninn og ímynd hans – og gildi
hans fyrir íslendinga.
Frummælendur eru þau
Kristín Guðnadóttir listfræð-
ingur, Eiríkur Þorláksson list-
fræðingur, Einar Garibaldi
Eiríksson, myndlistarmaður
og prófessor við Listaháskóla
Íslands, og Jón Karl Helgason
bókmenntafræðingur. Veiga-
mikil sýning á verkum Kjarvals
stendur nú yfir á Kjarvalsstöð-
um og einnig hefur verið gefin
út stórkostleg bók um listamann-
inn sem tilnefnd er til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna.
„Við viljum halda listamann-
inum lifandi meðal þjóðarinnar.
Kjarvalsstaðir eru auðvitað
reistir utan um Kjarval honum
til heiðurs og það er vert að vekja
upp spurningar um stofnunina og
tengsl hennar við listamanninn,“
segir Ólöf Kristín Sigurðardóttir
stjórnandi málþingsins.
„Málþingið verður tvískipt og
fjallar fyrri hlutinn um listræn-
an feril Kjarvals og áhrif hans á
samtíma sinn. Þá opnar Kristín
Guðnadóttir málþingið með erindi
sem fjallar um listamanninn
handan goðsagnarinnar. Kristín
hefur unnið ítarlegar rannsókn-
ir á ferli Kjarvals og er ásamt
Eiríki Þorlákssyni sýningarstjóri
sýningarinnar sem nú stendur á
Kjarvalsstöðum. Þau eru einnig
á meðal höfunda nýútkominnar
bókar um Kjarval.“
Á síðari hluta málþingsins
verður sjónum beint að áhrifum
Kjarvals í nútímanum og þeirri
ímynd sem sköpuð hefur verið um
listamanninn og minningu hans.
„Erindi Jóns Karls Helgason-
ar ber yfirskriftina Maður með
hatt,“ segir Ólöf, „og fjallar hann
um listamanninn og þá táknmynd
sem hann er í samtímanum.
Hann veltir því til dæmis fyrir
sér af hverju mynd af Kjarval er
utan á tímaritinu Frjálsri Versl-
un.“ Myndlistarmennirnir Einar
Garibaldi og Erling Klingenberg
hafa í verkum sínum báðir sótt í
list Kjarvals og þá umgjörð sem
sagan hefur búið honum. „Einar
Garibaldi heldur erindi þar sem
hann veltir því fyrir sér hvort
fólk sé hætt að sjá list Kjarvals
fyrir manninum.“ Málþingið er
opið öllum á meðan húsrúm leyf-
ir og stendur yfir frá klukkan 11-
14. annabjornsson@frettabladid.is
JÓHANNES SVEINSSON KJARVAL Áhrif
Kjarvals í nútímanum verða meðal annars
til umræðu.
Líf og list Kjarvals
KRISTÍN GUÐNADÓTTIR, ÓLÖF KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, EIRÍKUR ÞORLÁKSSON, EINAR GARIBALDI OG JÓN KARL HELGASON Þau ætla að
fjalla um Jóhannes Kjarval frá ýmsum hliðum á málþinginu á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Kynningarmiðstöð íslenskrar
myndlistar (www.cia.is) opnar í
dag nýtt og endurbætt veftímarit
á ensku um íslenska myndlist.
Markmið Kynningarmiðstöðv-
arinnar og tímaritsins, sem hlot-
ið hefur nafnið LIST - Icelandic
Art News, er að „styðja við útrás
íslenskra listamanna og miðla
fréttum til þess sívaxandi hóps
um allan heim sem fylgist af
áhuga með menningarlífinu hér
uppi á Íslandi,“ eins og segir í til-
kynningu.
Jón Proppé ritstýrir tímaritinu
ásamt Dr. Christian Schoen, for-
stöðumanni Kynningarmiðstöðv-
arinnar. Ritið er að finna á www.
artnews.is. JÓN PROPPÉ Ritstjóri veftímaritsins.
Nýtt veftímarit á ensku
Sýnt á NASA við Austurvöll
Fimmtudagur 26 . janúar - Laus sæti
Föstudagur 27 . janúar - Laus sæti
Laugardagur 28 . janúar - Laus sæti
Fimmtudagur 2 . febrúar - Laus sæti
Föstudagur 3 . febrúar - Laus sæti
Laugardagur 4 . febrúar - Laus sæti
Fimmtudagur 9 . febrúar - Laus sæti
Húsið opnar kl. 20:00 - Sýningar hefjast kl. 20:30
Miðasala í verslunum Skífunnar,
www.midi.is og í síma: 575 1550
Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr held-
ur á sunnudaginn tónleika í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík undir yfir-
skriftinni „Ísland - Austurríki“. Þar
verður leikin tónlist eftir íslensku
austurríkismennina Pál Pampichler
Pálsson, Herbert Hriberschek
Ágústsson og Íslandsvininn Werner
Schulze. Einnig verður leikin tónlist
eftir austurríska tónskáldið Johann
Nepomuk Hummel, sem fæddur var
í Bratislava þar sem í dag er Slóvak-
ía, og svo tónlist eftir Ludvig van
Beethoven og Malcolm Arnold.
Hnúkaþey skipa þau Peter
Tompkins og Eydís Franzdóttir á
óbó, Ármann Helgason og Rúnar
Óskarsson á klarinett, Emil Frið-
finnsson og Anna Sigurbjörnsdóttir
á horn, Darri Mikaelsson og Kristín
Mjöll Jakobsdóttir á fagott. Á þess-
um tónleikunum leikur með þeim
Eiríkur Örn Pálsson á trompet.
„Við byrjuðum árið 2003, höfum
áður haldið tónleika í Dómkirkjunni
og spilað víða um land,“ segir Krist-
ín Mjöll, annar fagottleikaranna.
„Það er ekki auðvelt að finna
góðan stað fyrir blásara, en í Dóm-
kirkjunni er hljómburðurinn fínn.“
Á þessum tónleikum ákváðu
þau að leika allt efni sem til væri
á íslensku fyrir blásaraoktett, en
þurftu þá að bæta við sig tromp-
etleikara. Einu verkin sem þeim
er kunnugt um eru eftir „íslensku
Austurríkismennina“, en Kristín
Mjöll segir að þau vinni nú hörðum
höndum að því að fá íslensk tónskáld
til þess að semja fyrir sig verk.
„Það er alltaf svolítið fjör í tón-
list fyrir blásaraoktett, því á sínum
tíma skrifuðu tónskáldin oftast
skemmtitónlist þegar þau voru að
skrifa fyrir blásara.“
Tónleikarnir í Dómkirkjunni
hefjast klukkan 17 á sunnudag.
Blásið í kirkjunni
BLÁSARAOKTETTINN HNÚKAÞEYR Blæs af
lífi og sál í Dómkirkjunni á sunnudaginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
> Ekki missa af ...
... Naglanum, nýju leikriti eftir
Jón Gnarr, broslegum harmleik
um karlmennskuna sem frum-
fluttur verður á litla sviði Borgar-
leikhússins annað kvöld.
... sýningunni Ný íslensk
myndlist II, sem nú stendur yfir
í Listasafni Íslands. Þar takast
margir af helstu listamönnum
yngri kynslóðarinnar á við rými
listasafnsins.
... sýningum þeirra Kees Visser,
Þórs Vigfússonar og Ívars Val-
garðssonar í Nýlistasafninu.