Fréttablaðið - 20.01.2006, Síða 52
20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR40
Hjónin Inga Dóra Ingvadóttir og
Gunnar Þór Halldórsson unnu í
ferðaleik Brúðarkjólaleigu Katr-
ínar og hrepptu þar eitt stykki
brúðkaupsferð. „Þetta kom okkur
skemmtilega á óvart því ég hélt
að það væri verið að hringja til að
kvarta yfir því að eitthvað væri að
kjólnum,“ segir Inga Dóra og hlær
en þau hjónin giftu sig á gamlárs-
dag. „Við völdum þann dag aðal-
lega vegna þess að systir mín og
maðurinn hennar, sem búa í Ástr-
alíu, voru á landinu þá og okkur
langaði að sjálfsögðu að þau væru
viðstödd.“ Spurð hvort þau séu
búin að ákveða áfangastað segir
hún: „Við höfum ekkert ákveðið
enn sem komið er en það getur
vel verið að við skellum okkur til
Prag eða eitthvað slíkt, það væri
gaman.“
Duttu í lukkupottinn
BRÚÐHJÓN SEM UNNU VINNING STARFSMAÐUR ER EVA LÁRA VILHJÁLMSDÓTTIR
ÁHUGASAMAR Konurnar eru allar mæður
barna sem æfa fimleika og hittust fyrst á
æfingum þeirra.
Á TRAMPOLÍNI Að sögn Ragnhildar hefur
konunum farið talsvert fram síðan hópur-
inn var stofnaðar.
„Við erum allar mömmur með
börn í fimleikum,“ segir Ragn-
hildur Inga Guðbjartsdóttir sem
er í fimleikahópnum Halastjörn-
unni en á daginn er hún flugfreyja
og öryggiskennari hjá Icelandair.
„Við erum allar miklar áhuga-
konur um fimleika og fylgdumst
með börnum okkar á æfingum
og hittumst þar fyrst. Okkur
var farið að finnast stundirnar á
bekknum vera orðnar ansi marg-
ar og ákváðum að koma á fót fim-
leikahóp fyrir okkur. Það var ein
okkar, hún Herdís Wöhler, sem
tók af skarið og stofnaði hópinn.“
Konurnar byrjuðu að æfa síð-
asta haust en að sögn Ragnhildar
hafa margar bæst í hópinn síðan
þá. „Við vorum aðeins átta þegar
við byrjuðum en á síðustu æfingu
mættu alls 22 konur. Margar
okkar hafa aldrei verið áður í fim-
leikum en nú erum við farnar að
gera alls konar stökk, fléttur og
fínerí. Við tókum svo þátt í jóla-
sýningunni með börnunum okkar
og eftir það fjölgaði heldur betur
í hópnum,“ segir Ragnhildur og
bætir við að konurnar geri allt til
að komast á æfingu. „Ef við fáum
ekki pössun fyrir börnin þá tökum
við þau bara með.“
EKKERT GEFIÐ EFTIR Þær eru óhræddar við
að gera flóknar æfingar.
GÓÐ ÞJÁLFUN Tveir þjálfarar aðstoða konurnar á æfingunum, þau Jimmy og Anna.
Fimleikamæður taka höndum saman
FIMLEIKAHÓPURINN HALASTJARNAN Á
síðustu æfingu mættu alls 22 konur.
FRAMKOMU&
FYRIRSÆTUNÁMSKEIÐ
SJÁLFSSTYRKING FRAMKOMA OG LÍKAMSBURÐUR INNSÝN Í FYRIRSÆTUSTÖRF FÖRÐUN UMHIRÐA HÚÐAR
OG HÁRS UNDIRBÚNINGUR FYRIR MYNDATÖKU MYNDATAKA (12 SV/HV MYNDIR) TÍSKUSÝNINGARGANGA
FÍKNIEFNAFRÆÐSLA MYNDBANDSUPPTÖKUR LEIKRÆN TJÁNING NÆRINGARRÁÐGJÖF
Umsjónarkennari námskeiðsins er Kristín Ásta Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri
Ford keppninnar, auk gestakennara.
Kennt verður einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn.
Allir þátttakendur fá Eskimo bol, viðurkenningarskjal, 12 sv/hv myndir og lyklakippu.
Námskeiðinu lýkur með stórri tískusýningu í Kringlunni.
Stúlkurnar eru farðaðar fyrir myndatöku og tískusýningu.
Verð 15.500 kr.
Skráning er hafin í síma 533-4646 og á www.eskimo.is.
Skráning er einnig hafin á framhalds Framkomu og fyrirsætunámskeið.
SJÖ VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST
31. JANÚAR OG 3. FEBRÚAR.
Tölvuleikurinn Medal of Honour
Airborne kemur út næsta vetur. Líkt
og nafnið gefur til kynna fá leik-
menn nú að taka þátt í loftorrustum
í fyrsta skipti.
Einnig fá menn tækifæri til að
upplifa leikinn í næstu kynslóð
leikjatölva, en hann mun koma út
fyrir Playstation 3 og Xbox 360,
ásamt PS2, Xbox og PC
Að þessu sinni upplifa leikmenn
seinni heimsstyrjöldina í gegnum
augu Boyds Peters í 82. flugher-
deild þar sem að hann berst ásamt
félögum sínum gegnum stríðshrjáða
Evrópu. Medal of Honor Airborne
er skref í nýja átt. „Með því að setja
leikinn upp á næstu kynslóð leikja-
véla, ásamt því að hlaða leikinn
nýjungum, munum við endurskapa
seríuna og breyta því hvernig slík-
ir leikir eru spilaðir,“ segir Patrick
Gilmore , framleiðandi hjá EALA.
Loftorrustur
næsta vetur
MEDAL OF HONOUR Leikurinn Medal
of Honour hefur notið mikilla vinsælda
undanfarin ár.