Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2006, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 20.01.2006, Qupperneq 52
 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR40 Hjónin Inga Dóra Ingvadóttir og Gunnar Þór Halldórsson unnu í ferðaleik Brúðarkjólaleigu Katr- ínar og hrepptu þar eitt stykki brúðkaupsferð. „Þetta kom okkur skemmtilega á óvart því ég hélt að það væri verið að hringja til að kvarta yfir því að eitthvað væri að kjólnum,“ segir Inga Dóra og hlær en þau hjónin giftu sig á gamlárs- dag. „Við völdum þann dag aðal- lega vegna þess að systir mín og maðurinn hennar, sem búa í Ástr- alíu, voru á landinu þá og okkur langaði að sjálfsögðu að þau væru viðstödd.“ Spurð hvort þau séu búin að ákveða áfangastað segir hún: „Við höfum ekkert ákveðið enn sem komið er en það getur vel verið að við skellum okkur til Prag eða eitthvað slíkt, það væri gaman.“ Duttu í lukkupottinn BRÚÐHJÓN SEM UNNU VINNING STARFSMAÐUR ER EVA LÁRA VILHJÁLMSDÓTTIR ÁHUGASAMAR Konurnar eru allar mæður barna sem æfa fimleika og hittust fyrst á æfingum þeirra. Á TRAMPOLÍNI Að sögn Ragnhildar hefur konunum farið talsvert fram síðan hópur- inn var stofnaðar. „Við erum allar mömmur með börn í fimleikum,“ segir Ragn- hildur Inga Guðbjartsdóttir sem er í fimleikahópnum Halastjörn- unni en á daginn er hún flugfreyja og öryggiskennari hjá Icelandair. „Við erum allar miklar áhuga- konur um fimleika og fylgdumst með börnum okkar á æfingum og hittumst þar fyrst. Okkur var farið að finnast stundirnar á bekknum vera orðnar ansi marg- ar og ákváðum að koma á fót fim- leikahóp fyrir okkur. Það var ein okkar, hún Herdís Wöhler, sem tók af skarið og stofnaði hópinn.“ Konurnar byrjuðu að æfa síð- asta haust en að sögn Ragnhildar hafa margar bæst í hópinn síðan þá. „Við vorum aðeins átta þegar við byrjuðum en á síðustu æfingu mættu alls 22 konur. Margar okkar hafa aldrei verið áður í fim- leikum en nú erum við farnar að gera alls konar stökk, fléttur og fínerí. Við tókum svo þátt í jóla- sýningunni með börnunum okkar og eftir það fjölgaði heldur betur í hópnum,“ segir Ragnhildur og bætir við að konurnar geri allt til að komast á æfingu. „Ef við fáum ekki pössun fyrir börnin þá tökum við þau bara með.“ EKKERT GEFIÐ EFTIR Þær eru óhræddar við að gera flóknar æfingar. GÓÐ ÞJÁLFUN Tveir þjálfarar aðstoða konurnar á æfingunum, þau Jimmy og Anna. Fimleikamæður taka höndum saman FIMLEIKAHÓPURINN HALASTJARNAN Á síðustu æfingu mættu alls 22 konur. FRAMKOMU& FYRIRSÆTUNÁMSKEIÐ SJÁLFSSTYRKING FRAMKOMA OG LÍKAMSBURÐUR INNSÝN Í FYRIRSÆTUSTÖRF FÖRÐUN UMHIRÐA HÚÐAR OG HÁRS UNDIRBÚNINGUR FYRIR MYNDATÖKU MYNDATAKA (12 SV/HV MYNDIR) TÍSKUSÝNINGARGANGA FÍKNIEFNAFRÆÐSLA MYNDBANDSUPPTÖKUR LEIKRÆN TJÁNING NÆRINGARRÁÐGJÖF Umsjónarkennari námskeiðsins er Kristín Ásta Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri Ford keppninnar, auk gestakennara. Kennt verður einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn. Allir þátttakendur fá Eskimo bol, viðurkenningarskjal, 12 sv/hv myndir og lyklakippu. Námskeiðinu lýkur með stórri tískusýningu í Kringlunni. Stúlkurnar eru farðaðar fyrir myndatöku og tískusýningu. Verð 15.500 kr. Skráning er hafin í síma 533-4646 og á www.eskimo.is. Skráning er einnig hafin á framhalds Framkomu og fyrirsætunámskeið. SJÖ VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST 31. JANÚAR OG 3. FEBRÚAR. Tölvuleikurinn Medal of Honour Airborne kemur út næsta vetur. Líkt og nafnið gefur til kynna fá leik- menn nú að taka þátt í loftorrustum í fyrsta skipti. Einnig fá menn tækifæri til að upplifa leikinn í næstu kynslóð leikjatölva, en hann mun koma út fyrir Playstation 3 og Xbox 360, ásamt PS2, Xbox og PC Að þessu sinni upplifa leikmenn seinni heimsstyrjöldina í gegnum augu Boyds Peters í 82. flugher- deild þar sem að hann berst ásamt félögum sínum gegnum stríðshrjáða Evrópu. Medal of Honor Airborne er skref í nýja átt. „Með því að setja leikinn upp á næstu kynslóð leikja- véla, ásamt því að hlaða leikinn nýjungum, munum við endurskapa seríuna og breyta því hvernig slík- ir leikir eru spilaðir,“ segir Patrick Gilmore , framleiðandi hjá EALA. Loftorrustur næsta vetur MEDAL OF HONOUR Leikurinn Medal of Honour hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.