Fréttablaðið - 20.01.2006, Page 55

Fréttablaðið - 20.01.2006, Page 55
ENGAR MÁLAMIÐLANIR, NJÓTUM LÍFSINS TIL FULLS! Árslistakvöld Breakbeat.is verð- ur haldið í þriðja sinn á Nasa í kvöld. Heiðursgestur er Paul Harding, betur þekktur sem El Hornet, þriðjungur áströlsku hljómsveitarinnar Pendulum. Pendulum skaust upp á stjörn- uhimin drum & bass-heimsins árið 2003 með laginu Vault. Síð- asta ár var gjöfult fyrir Pendul- um sem sendi frá sér fjölda laga sem náðu vinsældum víða um ver- öld auk sinnar fyrstu breiðskífu, Hold Your Colour, sem fengið hefur mjög góðar viðtökur. Hér á Íslandi er Pendulum sennilega þekktust fyrir end- urhljóðblöndun sína af gamla Prodigy-slagaranum „Voodoo People“ sem hefur hljómað tölu- vert á öldum ljósvakans undan- farið og nýja lagið „Slam“. Kvöldið hefst á útsendingu á árslista Breakbeat.is á X-inu 97.7 í beinni frá NASA. Þar renna plötusnúðar Breakbeat.is yfir það markverðasta sem drum & bass heimurinn hafði upp á að bjóða á árinu sem var að líða. Eftir það verður slegið upp balli með El Hornet. Upphitun verður í hönd- um Kalla, Lella og Gunna Ewok frá Breakbeat.is. Forsala á kvöld- ið fer fram í Þrumunni og kostar miðinn 1000 krónur en 1500 við dyrnar. ■ Hornet spilar á árslistakvöldi EL HORNET Meðlimur Pendulum treður upp á árslistakvöldi Breakbeat.is í kvöld. FRÉTTIR AF FÓLKI Halle Berry segist langa svo mikið í barn að hún muni sennilega eignast eitt stykki með manninum sem verður í lífi hennar þegar hún verður fertug nú í ágúst. „Ef ég verð ekki í föstu sambandi spyr ég sennilega þann sem ég er að hitta hvort hann vilji eignast barn með mér,“ sagði Halle í viðtali hjá Opruh Winfrey. Jamie Burke, nýi gæinn henn-ar Kate Moss, virðist ekki hafa verið hættur með hinni kærustunni sinni þegar hann var myndaður í kossaflensi með Moss. Jessie Leonard var meðan á þessu stóð heima í íbúðinni þeirra, en þau höfðu verið saman í tvö ár. „Við héldum að þau myndu giftast en nú er hann með Moss, við trúum þessu varla,“ sagði ættingi Jessie. „Jamie er alltaf að reyna að hringja í hana til að biðjast afsökunar en hún vill ekki tala við hann.“ Victoria Beckham er þessa dag-ana að skrifa barnabók sem kemur út í tengslum við barnaföt sem hún hyggst bæta í fatalínu sína. Victoria er afar ánægð með fatalínuna og sagði í viðtali við ítalskt tímarit: „Fólk elskar að klæða sig eins og ég. Því ekki að græða á því?“ Leikkonan Kate Beckinsale átti upphaflega að vera stjarna hryllingsmyndarinnar The Ring en fékk ekki hlutverkið því framleiðendunum fannst hún ekki nógu móðurleg. Leik- konan á sex ára dóttur, Lily, með fyrrverandi kærastanum sínum, Michael Sheen. „Þau báðu mig um að leika í The Ring en hættu svo við því þeim fannst ég ekki líta út fyrir að vera móðir. Samt á ég barn en ekki Naomi Watts,“ sagði hún, greinilega svolítið súr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.