Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2006, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 20.01.2006, Qupperneq 55
ENGAR MÁLAMIÐLANIR, NJÓTUM LÍFSINS TIL FULLS! Árslistakvöld Breakbeat.is verð- ur haldið í þriðja sinn á Nasa í kvöld. Heiðursgestur er Paul Harding, betur þekktur sem El Hornet, þriðjungur áströlsku hljómsveitarinnar Pendulum. Pendulum skaust upp á stjörn- uhimin drum & bass-heimsins árið 2003 með laginu Vault. Síð- asta ár var gjöfult fyrir Pendul- um sem sendi frá sér fjölda laga sem náðu vinsældum víða um ver- öld auk sinnar fyrstu breiðskífu, Hold Your Colour, sem fengið hefur mjög góðar viðtökur. Hér á Íslandi er Pendulum sennilega þekktust fyrir end- urhljóðblöndun sína af gamla Prodigy-slagaranum „Voodoo People“ sem hefur hljómað tölu- vert á öldum ljósvakans undan- farið og nýja lagið „Slam“. Kvöldið hefst á útsendingu á árslista Breakbeat.is á X-inu 97.7 í beinni frá NASA. Þar renna plötusnúðar Breakbeat.is yfir það markverðasta sem drum & bass heimurinn hafði upp á að bjóða á árinu sem var að líða. Eftir það verður slegið upp balli með El Hornet. Upphitun verður í hönd- um Kalla, Lella og Gunna Ewok frá Breakbeat.is. Forsala á kvöld- ið fer fram í Þrumunni og kostar miðinn 1000 krónur en 1500 við dyrnar. ■ Hornet spilar á árslistakvöldi EL HORNET Meðlimur Pendulum treður upp á árslistakvöldi Breakbeat.is í kvöld. FRÉTTIR AF FÓLKI Halle Berry segist langa svo mikið í barn að hún muni sennilega eignast eitt stykki með manninum sem verður í lífi hennar þegar hún verður fertug nú í ágúst. „Ef ég verð ekki í föstu sambandi spyr ég sennilega þann sem ég er að hitta hvort hann vilji eignast barn með mér,“ sagði Halle í viðtali hjá Opruh Winfrey. Jamie Burke, nýi gæinn henn-ar Kate Moss, virðist ekki hafa verið hættur með hinni kærustunni sinni þegar hann var myndaður í kossaflensi með Moss. Jessie Leonard var meðan á þessu stóð heima í íbúðinni þeirra, en þau höfðu verið saman í tvö ár. „Við héldum að þau myndu giftast en nú er hann með Moss, við trúum þessu varla,“ sagði ættingi Jessie. „Jamie er alltaf að reyna að hringja í hana til að biðjast afsökunar en hún vill ekki tala við hann.“ Victoria Beckham er þessa dag-ana að skrifa barnabók sem kemur út í tengslum við barnaföt sem hún hyggst bæta í fatalínu sína. Victoria er afar ánægð með fatalínuna og sagði í viðtali við ítalskt tímarit: „Fólk elskar að klæða sig eins og ég. Því ekki að græða á því?“ Leikkonan Kate Beckinsale átti upphaflega að vera stjarna hryllingsmyndarinnar The Ring en fékk ekki hlutverkið því framleiðendunum fannst hún ekki nógu móðurleg. Leik- konan á sex ára dóttur, Lily, með fyrrverandi kærastanum sínum, Michael Sheen. „Þau báðu mig um að leika í The Ring en hættu svo við því þeim fannst ég ekki líta út fyrir að vera móðir. Samt á ég barn en ekki Naomi Watts,“ sagði hún, greinilega svolítið súr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.