Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2006, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 20.01.2006, Qupperneq 57
FÖSTUDAGUR 20. janúar 2006 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið aukavinn ingurKlikkað ir Sendu SMS skeytið BT VAS á númerið 1900 og þú gætir unnið. Við sendum þér spurningu. Þú svarar með því að senda SMS skeyti ð BT A, B eða C á númerið 1900. Aðalvinningur* *Aðalvinningur verður dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum 40” MEDION LCD Sjónvarp + PANASONIC heimabíó + 10 DVD myndir Taktu þátt í útsöluleik BT 5 FÓTBOLTI Framherjarnir Þórarinn Brynjar Kristjánsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson skrifuðu í gær formlega undir þriggja ára samn- ing við Keflavík en viðræður þess efnis höfðu staðið yfir í nokkurn tíma. Þeir voru stærstu nöfnin í 15 manna hópi, sem samanstendur af 9 körlum og 6 konum, sem skrifaði undir nýja samninga við Keflavík í gær. Kristján Guðmundsson, þjálf- ari karlaliðsins, var að vonum sáttur með hinn nýja liðsstyrk en hann hefur nú yfir að ráða fjórum öflugum framherjum sem myndu á góðum degi líklega gera tilkall til sætis í hvaða úrvalsdeildarliði sem er hér á landi. Þá er að sjálf- sögðu átt við Þórarin og Magnús auk þeirra Harðar Sveinssonar og Guðmundar Steinarssonar. „Ég mun reyna að spila þeim öllum en hvernig það mun ganga er svo annað mál,“ sagði Kristján og glotti þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „En það er ekkert útséð hvort þessir framherjar verða hjá okkur út allt næsta tímabil. Það hefur verið áhugi á nokkrum þeirra erlendis og það er aldrei að vita hvað gerist í þeim efnum. Leik- mannamarkaðurinn í Skandinavíu er opinn fram í apríl og svo er aldrei að vita hvað gerist á miðju sumri ef einhver af þeim stendur sig vel,“ sagði Kristján jafnframt. Yfirlýst markmið karlaliðs Keflavíkur fyrir næsta sumar er að gera betur en á síðustu leiktíð, en þá hafnaði liðið í 4. sæti Lands- bankadeildarinnar. Kristján segir að til að það gerist þurfi liðið á liðs- styrk að halda og er ljóst að liðið mun fá frekari mannskap áður en næsta tímabil hefst. „Við þurfum að styrkja varnarleikinn og það er alveg öruggt að við munum bæta við hópinn. „Við höfum farið út fyrir landsteinana að líta í kring- um okkur og við munum líklega fá fleiri en einn ef vel ber í veiði,“ segir Kristán. Athygli vakti að framherjinn Hörður Sveinsson var einn þeirra sem skrifuðu undir nýjan þriggja ára samning í gær, en hann hefur verið undir smásjá erlendra liða. „Hann veit alveg að ef eitthvað kemur upp hjá honum erlendis þá mun Keflavík ekki standa í vegi fyrir honum,“ segir Kristján. - vig Knattspyrnudeild Keflavíkur samdi við 15 leikmenn í gær: Mun reyna að spila með þá alla LIÐSSTYRKUR Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, með nýjustu lærisveina sína, þá Þórarinn Kristjánsson og Magnús Þorsteinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI KÖRFUBOLTI Þegar Antonio Davis, leikmaður New York Knicks, stökk upp í stúku í leikhléi í framleng- ingu gegn Chicago Bulls óttuðust margir að önnur stúkuslagsmál væru fram undan. Sem betur fór var ekkert slíkt í gangi en ástæða þessarar furðu- ferðar Davis var sú að hann óttað- ist um eiginkonu sína. „Ég sá mann, sem ég frétti síðar að hefði verið drukkinn, vera að djöflast í konunni minni og ég brást bara við aðstæðum,“ sagði Davis. „Ég sá hann snerta hana. Ég veit þetta eru kannski ekki réttu viðbrögðin en þetta gerðist hratt og ekki neinn tími til þess að kalla á öryggisverði.“ Davis varð að hlaupa upp tíu raðir en sem betur fór kom ekki til neinna handalögmála. - hbg Körfuboltamaðurinn Antonio Davis fylgist vel með konunni: Stökk upp í stúku til konunnar HVAÐ ERTU AÐ GERA MAÐUR? Davis sést hér í stúkunni í Madison Square Garden. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.