Fréttablaðið - 20.01.2006, Page 64

Fréttablaðið - 20.01.2006, Page 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 www.toyota.is Nýr Yaris. Hann er risaSMÁR Verð frá 1.359.000 kr. risaSMÁR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 30 99 6 01 /2 00 6 Toyota Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyotasalurinn Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 421-4888 Toyotasalurinn Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Það er gott að vera lítill. Það er gott að vera stór. En risaSMÁR er snilld. risaSMÁR er nýtt orð í orðabókinni. Það lýsir því sem er í raun lítið en hefur eiginleika þess sem er stórt, sérstaklega í tilfinningu, byggingu, eiginleikum eða útliti. Eða öllu þessu. Mús er ekki stór. Hún er lítil, loðin og sæt. Hún er ekki hættuleg. Samt vekur hún alltaf athygli og viðbrögð fólks. Mús er risaSMÁ. Nýr Yaris er risaSMÁR. Yaris hefur eiginleika stórs bíls í litlum bíl, tilfinninguna fyrir stórum bíl í litlum bíl, rými stórs bíls í litlum bíl. Það er gott að vera lítill. Það er gott að vera stór. En risaSMÁR er snilld. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA ���������� ��������������������� Hefur engum dottið í hug að rannsaka valdavírusinn? Plágu sem ræðst á mjög fáa og á þann hátt að þeir verða hýslar sem smita fjöldann sem tekur afleiðingunum. Einu sýnilegu ein- kenni hýslanna eru hortugheit. ÞEGAR vakin er athygli á því að matarverð hér sé hátt í fimmtíu prósent hærra en í löndunum í kringum okkur, kenna hýslarnir fákeppni á matvælamarkaði um. Landbúnaðarstefnan sé góð. Hún blívi. Þegar bent er á að öreig- ar á Íslandi eigi armari daga en evrópskir öreigar og heilbrigðis- kerfið hér sé dýrast í Evrópu, eru rannsakendur málsins sagðir áróðursmeistarar stjórnarand- stöðunnar. Ekkert að í landbún- aðar-, heilbrigðis- og félagsmála- ráðuneytunum, þeim indælis framsóknarsjoppum, eins og við vitum. Þegar bent er á aukningu skattbyrði, segir áhaldari ríkis- kassans fræðimenn brellumeist- ara. Svo kemur biskupinn og segir að jólasveinarnir séu ekki til. HVAÐAN koma þær verur sem gogga sér leið til valdsins í þessu landi? Úr hvaða efni eru þær? Þess sér hvergi merki að þær deili veruleika með þeirri þjóð sem hér reynir að draga fram lífið á yndislegasta landi allra landa. Þjóð sem finnur á eigin pyngju hvort lífsbaráttan hækk- ar eða lækkar í verði; þjóð sem er læs og sér á eigin efnahagsreikn- ingum að allt hefur hækkað og hækkað seinasta áratug, matur, húsnæði, heilbrigðisþjónusta - en er svarað útúr af hýslunum með auðskiljanlegustu vísitölum sem eru eins óskiljanlegar og reiki- stjörnurnar. ÞAÐ er auðvitað alrangt hjá herra biskupinum að jólasvein- arnir séu ekki til þótt þeir sæust ekki koma til byggða í desember. Þeir hafa bara aldrei hengslast aftur heim til sín í fjöllin frá því hér um árið. Þeir settust að í byggð, gerðu sig að stjórnvaldi og hafa smám saman verið að taka stærri skerf af ketinu, bjúgunum og skyrinu frá fólkinu, narrað af því ljósið, skellt hurðum í fésið á því þegar það kveinkar sér, legið á gluggum í skjóli upplýsinga- tækninnar og sídælt fersku blóði í þann gaur sem grefur stöðugt dýpra og breiðara gil á milli ríkra og fátækra. Er ekki hægt að fara að smala þessum lýð aftur til fjalla? ■ Vírus og vísitölur NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.