Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Page 45

Frjáls verslun - 01.05.1982, Page 45
texti: Jóhanna Birgisdóttir myndir: Jens Alexanderson Það er ekki ýkja langt síðan að kjúklingar sáust aðeins á borðum hér á landi, þegar gera skyldi sér dagamun. Var þá oftar en ekki að fuglarnir voru hingað komnir röngu megin við lög og rétt, það er þeim hafði verið smyglað inn í landið. Þetta er nú liðin tíð, sem betur fer og fuglakjöt orðið algengur matur á borð- um flestra íslendinga. Stærstan hlut í þeirri þróun eiga þeir framtakssömu einstaklingar, sem ráðist hafa í ali- fuglarækt hér á landi, þrátt fyrir harða samkeppni við niðurgreiddan landbún- að. Hafa þeir sýnt svo um munar, að það er neytandinn sem hefur síðasta orðið í þeirri samkeppni, boð og bönn, reglur eða höft hafa þar lítið um að segja. Nú eru liðin um tólf ár síðan þrír kornungir menn hófu um- fangsmikinn hænsnabúskap að Ásmundarstöðum í Ása- hreppi, Rangárvallasýslu. Þar var byrjað smátt, en draum- arnir voru stórir í þá daga. Hafa þeir rætst svo um munar og gott betur, því engan þeirra hefði sennilega órað fyrir því í upphafi, að reksturinn yrði jafn umfangsmikill og raun erá orðin í dag. Þetta eru þeir bræður Gunn- ar, Jón og Garðar Jóhanns- synir, fæddir og uppaldir í Reykjavík. Við heimsóttum þá bræöur og fyrirtæki þeirra Holtabúiö fyrir skömmu og fengum að heyra sögu fyrir- tækisins, álit þeirra á landbún- aöarmálum og atvinnumálum jöts héðan álíka hag- nurækt á Grænlandi arðar á Holtabúinu heimsóttir 45

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.