Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Page 47

Frjáls verslun - 01.05.1982, Page 47
undan verið svo gífurleg að það þurfti tíma til að jafna sig, eða tvö til þrjú ár. Einnig spilaði þarna nokkuð inn í að á þess- um tíma veróa breytingar á út- lánareglum Stofnlánadeildar- innar, sem nú hættir að lána nema rétt fyrir svonefndu vísi- tölubúi. Við vorum auðvitað löngu búnir að sprengja þann kvóta. í dag er enginn lána- stofnun sem lánar út á þennan rekstur.“ ,,1978 hefst svo kjúklinga- framleiðslan. Það var fjár- magnað algerlega með rekstr- inum hér og svo lítils háttar bankafyrirgreiðslu. Annað var ekki á boðstólum. Við byggðum strax sláturhús á Hellu, en leigðum bú á Teigi í Mosfells- sveit til útungunar. Það var síð- an selt nú í sumar og vió reistum okkar eigin útungunarstöö á Hellu.“ Tonn af kjúklingum og eggjum á dag Holtabúið er í dag óumdeil- anlega stærst hér á landi, bæði í kjúklinga- og eggjafram- leiðslu. Afköstin eru um fimm til sjö tonn af kjúklingum á viku og svipaö magn af eggjum. Starfsmenn eru á bilinu tólf til fimmtán. Húsakostur er oróinn gífur- legur eða 9—10 þúsund fer- metrar alls. Hluti hýsir varp- hænurnar, sem í dag eru um 35 þúsund talsins. í ööru húsi fer svo fram eldi á varphænum, sem aö stofni til eru komnar frá Noregi. Þar dvelja hænurnar fyrstu fimm til sex mánuðina, eða þann tíma sem tekur þær að komast í varp. Framleiðslan er tæknivædd frá byrjun til enda. Fóðrun og vökvun er vélknúin og færibönd flytja eggin frá hænunum inn í sér- stakt pökkunarhús, þar sem þau eru þvegin, gegnumlýst, vigtuð og loks pakkað í mis- munandi umbúðir. Á öörum stað er svo húsa- þyrping, þar sem kjúklinga- framleiðslan fer fram. Það er þó eingöngu eldið sjálft sem fram fer á Ásmundarstöðum, því sem fyrr segir eru bæöi út- ungunarstöð og sláturhús staðsett á Hellu. Er það ekki síst gert meó tilliti til einangr- unar ef sýking skyldi koma upp. Engar afurðir ef meðferðin er léleg En hvernig skyldu hinir hefðbundnu bændur hafa tekið framleiðslu sem þessari? ,,Þeir eru auðvitað lítið hrifn- ir, enda okkar framleiðsla af allt öðrum toga. Við fáum engar niðurgreiðslur eöa aðra styrki. Þvert á móti eru öll aóföng skattlögð út í æsar. Til dæmis borgum viö 33% skatt af inn- fluttu fóðri og um 80% af því renna beint til niðurgreiðslna á öðrum landbúnaðarvörum." ,,Svo er auövitað alltaf nóg til af fólki sem finnst meðferðin á skepnunum vera slæm. Þetta er bara rugl, því engar skepnur gefa af sér afurðir sé meðferðin á þeim léleg. Það sýndi sig best í þessum dýrðarinnar hænsna- kofum sem voru hér áður. Þar Jón. Gunnar. 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.