Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Síða 48

Frjáls verslun - 01.05.1982, Síða 48
verptu hænur ekki nema lítinn hluta úr árinu sökum kulda og vosbúðar. Hér er þess vand- lega gætt að hjá fuglunum sé alltaf nægur hiti, vatn og fóöur enda afraksturinn í samræmi við það." Bylting í kjúklingaframleiðslu Hvar stendur íslensk kjúklingaframleiðsla í dag? ,,Hún stendur orðið mjög vel. Sú gagnrýni sem fram hefur komið á bragðgæði til dæmis, er óréttmæt og byggð á van- þekkingu. Bragögæði eru til að mynda miklu meiri hér en í Bandaríkjunum, þar sem þessi framleiðsla hefur náð hvað lengst. Þar eru þetta orðnir vatnsblandaðir kjúklingar og hormónakjöt, hlutur sem leyfist aö sjálfsögðu ekki hér á landi. Menn eru komnir með réttu stofnana og rétta fóórió hér og geta vel við unað.“ En verðið, er það ekki hátt? ,,Sú gagnrýni á kannski viö rök aó styðjast, því við höfum ekki fengið að flytja inn af- kastamestu stofnana. Noregur er eina landið sem við fáum aö flytja inn frá, því þaö er eina landið sem er lokaö á þessu sviði eins og ísland. Það hafa víða átt sér stað gífurlegar kynbætur og komnir eru fram stofnar sem nýta fóðriö allt að tvisvar sinnum betur en það sem við höfum. Þaó munar heilmiklu hvort notuð eru tvö kíló af fóðri til að fá fram einu kíló af kjöti, eða hvort til þarf fjögur kíló eins og hér.“ Eigið þiö von á að fá frjálsari hendur með innflutning? ,,Nei, varla. Yfirvöld eru gífurlega íhaldssöm á allar rót- tækar breytingar, enda hafa menn farið flatt á innflutningi af þessu tagi vegna sjúkdóma." Markaðurinn fær að ráða Er mikil samkeppni í þessari búgrein? ,,Já, hún er gífurleg og verö- ið fer stöðugt lækkandi. Það kemur auövitað til af stórauk- inni framleiðslu og meiri hag- kvæmni. Menn verða að standa vel til að halda velli, gæðin skipta miklu máli. Viö vorum svo heppnir aö verða fyrstir í vélvæðingunni og ná auk þess f ram góðri vöru strax í uþþhafi. Höfum við þess vegna farið tiltölulega létt út úr þeim verðsveiflum sem orðið hafa. Það er nú einu sinni svo með þessa búgrein aö þaö er ekki nóg að framleiða, heldur þarf líka að selja vöruna strax fyrir raunhæft veró. Eggin þola enga geymslu. Margir verða til þess að rúlla yfir um í þessari atvinnugrein eins og svo mörgum öörum. Það er mark- aðurinn sem ræður." ísmolar á Florida og appelsínur á Grænlandi Nú hafa komið fram hug- myndir um nýjar búgreinar hér á landi, kornrækt til dæmis. Hvernig líst ykkur á þær? „Þær eru alveg út í hött, það er ekki hægt að framleiða korn hér á landi, til þess þyrfti að draga hólmann 500 km sunnar. Við höfum ekki sólarljósið sem til þarf, landið er á mörkum þess að vera byggilegt." Menn hljóta að þurfa aö taka tillit til staöhátta hverju sinni. Það er mikið ódýrara að fram- leiða ísmola hér á íslandi en á Florida og að sama skapi hag- kvæmara að framleiða appel- sínur þar en á Grænlandi. Það þýðir ekkert að halda í ein- hverjar fáránlegar hugmyndir um getu okkar í landbúnaöi. Sjáum til dæmis kvikfjárrækt- ina. Það er verið að básúna möguleika okkar á að fram- leiða kindakjöt fyrir heims- markað í samkepþni vió Ný~ Sjálendinga meðal annarra. Hjá þeim er ágætis grassþretta 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.