Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Page 53

Frjáls verslun - 01.05.1982, Page 53
lit og á skilrúmum eru demp- aður rauður litur. Loft eru hvít, en listar og bitar í dökkum við- arlit. Nýrri hlutinn var tekinn í nokun fyrir um einu og hálfu ári síðan. Var það Hlöðver Vil- hjálmsson sem sá um innrétt- ingu hans, en húsnæóið var áður lager fyrir Tollpóststof- una. Þar eru litir léttir og Ijósir. Plötur í loftinu eru hvítar, veggir klæddir með Ijósrönd- óttum striga og þarna eru fær- anleg skilrúm í hávegum höfð. Húsgögn og aðrir innan- stokksmunir eru flest í dökkum viö til að vega upp á móti björt- um flötum salarins. Þarna hafa einnig verið innréttaðar uppi á palli, fimm litlar skrifstofur, all- ar klæddar meö Ijósum við. Það einkennir allar skrifstof- ur Hafskips að þar er hlýlegt um aö litast. Blóm eiga þar ekki minnstan þátt í, en þeim er ör- látlega dreift um húsnæöið og veggina prýðir fjöldi úrvals myndverka. Víóa má sjá lítil af- drep með léttum reyrhúsgögn- um þar sem viðskiptavinir og einnig starfsfólk getur tyllt sér niður yfir kaffibolla. Hinar ýmsu deildir eru mjög vel merktar, nokkuö sem víöa er mjög ábótavant. Að sögn Ragnheiðar er hús- næðió samtals um 608 fer- metrar og þarna starfa tæplega 40 manns. Við tókum nokkra starfsmenn tali og spurðum hvernig þeim líkaði aðstaðan og umhverfið. Hugsað vel um starfs- fólkið ,,Hér er hugsað mjög vel um starfsfólkið," sagði Páll Bragi Kristjánsson, fjármálaf ulltrúi. ,,Maður finnur glöggt hversu miklu máli umhverfi á vinnu- staónum skiptir og þá er ekki síst mikilvægt að starfsfólkið herbergi. fái að eiga þar hlut að máli. Stjórnendur fyrirtækisins eru mjög sérstakir í þessu sam- bandi og láta sig miklu máli skiþta hvernig fólkinu líður.“ Páll hefur aðsetur sitt í einni af þeim fimm skrifstofum sem innréttaðar voru út frá nýja salnum. Þegar inn í hann kem- ur er inn-og útflutningsdeildir fremst. Þar sitja þær Hjördís Ólafsdóttir og Erla Sigríður Guðjónsdóttir sem sjá um inn- og útflutningspappíra. ,,Okkur líkar þetta sérlega vel, það er undan engu að kvarta,“ segja þær og Erla bætir við, aó hún hafi aldrei unnið við svo góðar aðstæður áður. í farmskránni vinna þær Hólmfríður Gunnarsdóttir og Birna Ragnarsdóttir. Birna hefur unnið hjá Hafskip í 5 ár og hefur því samanburð af aö- stæöum fyrr og nú. ,,Þetta er orðið mjög gott núna, vinnu- aðstaðan er öll eins og best verður á kosiö. Það var svolítið vandamál með loftræstingu hérna fyrst, því gluggar eru fá- ir. Því var þó kippt í liðinn með því að setja upp loftræsti og rakakerfi fyrir allan salinn. Blómin gefa svo umhverfinu mjög hlýlegan og heimilislegan blæ.“ Undir þessi orð tóku þær Lára Ingólfsdóttir og Kristjana Ragnheiður Ágústsdóttir, skrifstofustjórí. hjá Hafskip. Blóm prýða hennar skrífstofu, eins og aðrar 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.