Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Page 71

Frjáls verslun - 01.05.1982, Page 71
erlent Önnum kafnar kínverskar saumakonur í kjólaverksmiðju sem saumar kjóla handa brúðum, sem að sjálfsögðu eru einnig framleiddar í Hong Kong og fluttar til landa um allan heim. Eylandið Hong Kong ásamt fastalandinu, Kowloon og New Territories, eru naumast stærra svæði en 1% af íslandi, eða liðlega 1000 ferkílómetrar. Þetta svæði er álíka stórt og svæðið frá Gróttu að Selvogi, þaðan austur undir Ölfusá og norður á Þingvallaveg á Mos- fellsheiði. Þéttbýli Hong Kong er eitthvert hið mesta í veröld- inni, 5,1 milljónir manna búa í þessu breska vendarríki, sem Kínverjar virðast líta velviljuð- um augum. I' Hong Kong og nágrannabyggðum eru 4760 manns á hvern kílómetra lands. Þetta segir þó ekki alla söguna. Þéttbýlið í borgum og bæjum er mun meira en þessi tala segir um og á þéttbýlasta ferkílómetranum í Sham Shui Po reyndust búa 165.445 manns eða meira en 70% ís- lensku þjóðarinnar þegar manntal var gert í fyrra. Alþjóðaflugvöllur í miðju verslanahverfi Greinarhöfundur kom til Hong Kong um miöjan júlímánuö. Eftir 17 tíma flug frá London er loks lent á flugvellinum, sem reynist vera í miðri Kowloon bókstaflega talað. Frá flugvellinum er nokkurra mínútna akstur meöfram flug- brautinni, síðan er beygt til hægri ”Made in Hong Kong” — þaö merki þótti ekki boða gott í eina tíð, en nú er orðin breyting á og kínverskar hugmyndir og vestræn stjórnun virðist eiga góða samleið 71

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.