Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Qupperneq 72

Frjáls verslun - 01.05.1982, Qupperneq 72
~hi Hér gefur að líta fullkomna aðstöðu fyrir gámasklp í höfnlnnl í Hong Kong, en þar er einnig hægt að nota að roll-on — roll-of aðferðina við losun og lestun. Hong Kong er þirðja stærsta vöruflutningahöfn veraldar á eftir Rotterdam og New York. og þá er maður lentur í sjálfu að- alviðskiptahverfi Hong Kong. Flugbrautinni hefur verið unninn staður í hjarta viðskiptalífsins, fyllt hefur veriö upp út í sjóinn og þessi eina stóra flugbraut nægir enn, og nýtingin í besta máta, því um völl- inn fóru 3,5 milljónir farþegar á síðasta ári auk 290 þúsund tonna af vörum og varningi. Frá Kai Tak-flugvelli er komið niður í verslanahverfin í Kowloon. Þar er iðandi líf og fyrstu áhrifin eru þau að hér þrífist verslun og viðskipti af meira kappi en í nokkru landi öðru. Göturnar eru þéttsetn- ar af bílum og ótæpilega virðist flautan notuð. Skilti verslana og fyrirtækja bókstaflega týnast í þessari miklu örtröð fólks og far- artækja. Eftir að hafa komið sér fyrir á hinu al-ameríska hóteli Holiday Inn á Gullnu Mílunni, sem er helsta verslunargatan, er haldið út í lífið þennan laugardagseftirmiðdag, enda þótt svefninn sé farinn að sækja á eftir langt flug. Allar versl- anir virðast opnar í ,,draumalandi Friedmans" og annarra fylgjenda fríhyggju í viðskiptum. Og versl- unin virðist mun ákveðnari en Vesturlandamenn þekkja. Klæð- skerar, gullsmiðir, myndavéla- kaupmenn og aðrir, standa gjarn- an út í dyrum verslana sinna og freista þess að næla sér í við- skiptavin á gangstéttinni. Það eru gylliboð sem saklausir vegfarend- ur fá, og sýni þeir engan áhuga, lækkar boðið enn. Hér er prúttið við lýði, og sá sem býður á móti kaupmanni, má búast við að innan stundar lækki verðið ótrúlega. Skartgripasali vildi t.d. selja mér gullfesti á 800 Hong Kong dollara. „Gjafverð, bara af því að þú ert fyrsti viðskiptavinur minn á sunnudagsmorgni," sagði hann. Ég sýndi lítinn áhuga, en boðið lækkaði stöðug og var hann loks kominn niður í 250 dollara, eöa um 500 krónur fslenskar, án þess þó að krækja í viðskiptavin. Klæðskerar virtust margir og harðskeyttir. Buðu þeir klæöa- skerasaumuð föt úr enskum ullar- efnum á 500 krónur íslenskar. Verð sem varla er hægt að fúlsa við, enda kaupa ferðamenn ósköpin öll af fötum í Hong Kong. ,,Einn ameríkani keypti af mér 22 alklæðnaði," sagði Sammy klæð- skeri í Stitch-Upp við mig. ,,Og það voru vasar fyrir byssu á öllum vös- unum," bætti hann við. „Hann var nefnilega Mafíósó, — stórskrítin náungi, reyndar." En hvernig skyldi þetta verðlag fást staðist? Hvað gerir Hong Kong að því risaveldi, sem það er í iðnaði og verslun. Tiltölulega fámenn þjóð á örlitlum bleöli lands virðist fá heilu verslunarbandalögin til að nötra. Hvað er hér á seyði? Hvern- ig fær það staðist að Hong Kong eykur þjóðarframleiðsluna ár eftir ár um ca. 10% meðan kreppan dynur á iðnríkjum vestræna heimsins? Leyndarmálið bak við hinn mikla árangur „Sú staðreynd að við erum númer sextán í röðinni í heims- versluninni og þriðja stærsta pen- ingamiðstöðin er ekkert nútíma kraftaverk," sagði Gordon Jenk- ins, breskur blaðamaður í Hong Kong. „Leyndarmálið bak við þann stórkostlega árangur, sem hér hefur náðst, byggist fyrst og fremst á hinu skrítna þjóðar- munstri Hong Kong, innfluttum hygmyndum, hugsjónum og tækniþekkingu frá austri og vestri. Einnig á manngildi og lyndiseink- unn fólksins sem hér býr," segir Jenkins. Hann bendir einnig á þá staöreynd að landið býr ekki yfir 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.