Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Síða 73

Frjáls verslun - 01.05.1982, Síða 73
neinum náttúruauðlindum, aðeins fólkinu, sem vinnur af iðni og ein- beitni, og breskum stjórnendum, sem kunna á því lagið að stjórna og skipuleggja niður í hörgul. Þegar gengið er um götur Hong Kong eða Kowloon, virðist manni næsta ótrúlegt að ekki fjölmennra þjóðfélag, sem auk þess er fátækt að stærstum hluta til, geti nokkru sinni keypt öll arbandsúrin, skart- gripina, demanta og gull, mynda- vélar, segulbandstæki, útvarps- tæki, fatnað. Hér koma mjög til sögunnar erlendir ferðamenn, tvær og hálf milljón á ári, en þeir kaupa hér meira en nokkur venju- legur íbúi Hong Kong. Hér er stærsta fríhöfn veraldar, — tollar og aðflutningsgjöld þekkjast ekki nema á áfengi og tóbaki. Þess vegna er það ekki óalgeng sjón að sjá Japana kaupa sér japanska myndavél í Hong Kong, eða Sviss- lending að prútta niður verð á Omega-úri. Þegar fiskiðnaður brást kom léttur iðnaður í staðinn Vefjar og fataiðnaðurinn er lang fyrirferðamesti iðnaðurinn í Hong Kong og vinna um 40% vinnufærs fólks við hann og framleiða um, 42% af því sem flutt er út. Annar fyrirferðarmikill léttur iðnaður er rafeindaiðnaðurinn, plastfram- leiðsla, leikföng, úr og klukkur. Þessi iðnaður allur framleiðir 72% af því sem flutt er út frá Hong Kong. Rafeindatæki frá Hong Kong eru nú að ná mjög góðri festu víða um lönd og er nær helmingur tækjanna seldur utan neytendamarkaðar, þ.e. til fyrir- tækja og stofnana víða um lönd. Framleiðsla á tölvum og öðrum rafeindabúnaði af stærra taginu hefur vaxið svo mjög að þörf er á nýjum verksmiðjubyggingum, því verksmiöjusalirnir í skýjakljúfum Hong Kong menn eru fljótir að grípa hugmyndir á lofti. i þessari postulíns verksmlðju var farið að framleiða Yoda, eina persónuna í kvikmyndinni Star Wars. Hér er framleiðslunni pakkað fyrir Bandaríkjamarkað. borgarinnar henta engan veginn undir framleiðslu. Ekki er hægt að tala um ,,nægt landrými,“ þó fyrir- finnst það og segja má að hver skiki sé nýttur. Borgirnar þekja um tíunda hluta landsins, en hluti þess er hálendur og a.m.k. illbyggileg- ur. í Tai Po í New Territories eru verksmiðjuhús af lægra taginu að rísa, tölvuverksmiðjur, ölverk- smiðja Carlsbergs, og íbúðar- hverfi, þar sem hús eru aðeins á þrem hæðum. í þessu þorpi var fiskurinn aðaltekjulindin um 600 ára tímabil, eða þar til fiskiðnað- urinn fór að bera sig illa. Varð það til þess að léttur iðnaður gróf um sig þar eins og annars staðar í Hong Kong. En lítum aðeins nánar á þetta viðskiptaundur sem er stærsti út- flytjandi vefnaðarvöru ásamt Ítalíu, ►
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.