Frjáls verslun - 01.05.1982, Side 81
Því ekki vetrarferð?
Utanlandsferðir að vetrarlagi njóta sívaxandi vinsælda, enda
hefur framboð og úrval ferðamöguleika vaxið ótrúlega undanfar-
in ár og verðið yfir vetramánuðina er furðulágt. Kanaríeyjar hafa
endurheimt vinsældir sínar, ekki síst vegna hækkunar dollarans,
sem gert hefur Floridaferðir mun dýrari. Ferðalagið er líka mun
einfaldara til Kanarí. Tveir kostir gefast: Annars vegar beint flug
Flugleiða og hins vegar kostur Arnarflugs með þriggja daga
stoppi í Amsterdam og framhaldsflugi með hollenskri hópferð.
Verðið mun vera áþekkt.
Þeim fjölgar stöðugt, sem bregða sér á skíði í hlíðum Alpafjalla.
Nú bjóðasta þangað fleiri ferðir en nokkru sinni fyrr, bæði í beinu
flugi Flugleiða til Alpahéraða og svo til Lúxemborgar eða Amst-
erdam þar sem bílaleigubíll bíður þeirra, sem kjósa að vera frjálsir
og óháðir í skíðaferðinni. Nánar verður fjallað um skíðaferðir í
þessum dálkum síðar.
Úrval helgarferða
Þaö er ekki langt síðan farið var að bjóða helgar- og vikuferðir
til erlendra borga á þeim góóu kjörum, sem nú þjóðast. Flugleiðir
þjóða slíkar ferðir til sjö borga og eru þær seldar hjá ferðaskrif-
stofum auk söluskrifstofa félagsins. Helgarferðir eru ýmist frá
fimmtudegi til mánudags eða föstudegi til þriðjudags. Gist er á
fremstu hótelum á furðu góðum kjörum.
Helgarferð til Kaupmannahafnar kostar frá kr. 6.100, til Osló frá
kr. 6.020, til Stokkhólms frá kr. 7.120, til Glasgow frá kr. 5.690,
London frá kr. 5.435 og Lúxemborgar frá kr. 6.100. Þá bíður
Arnarflug helgarferðir til Amsterdam frá 6.100. Flugleiðir bjóða
jafnframt ferðir til New York.
Kvennagufubað, nýjasta
skemmtanin í London
Ensku stemmingunni nær maður best á veturna að margra áliti.
Þá hangir þokuloft og súld yfir götum London og hvað er betra en
að koma inn úr myrkrinu úti, þar sem þrakandi eldur, te og heitar,
smjördrjúpandi Crumpets fagna manni.
London er ennþá talin höfðuóþorg leikhússlífs. Nýlega var
81