Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Side 84

Frjáls verslun - 01.05.1982, Side 84
Texti: Jóhanna Birgisdóttir f f 1FRETT U IU IVI Oddrún Kristjánsdóttir: LEGGJUM TIL LIÐSAUKA Felstir stjórnendur fyrirtækja kannast við þær kiringumstæður sem skapast, þegar einn eða fleiri starfsmenn eru frá vegna veikinda eða af öðrum ástæðum, einmitt þegar hvað mest álag er í fyrirtæk- inu. Nú eða þær sveiflur sem valda því að oft á tíðum veitti ekki af tveimur til þremur starfskröftum til við- bótar í fyrirtækið, sem að öllu jöfnu eru annars óþarfir. Liðsauki heitir nýtt fyrirtæki sem hóf stórf hér í Reykjavík síðastliðið vor. Þetta fyrirtæki er einmitt sett á laggirnar til að ráða fram úr vandamálum eins og þeim sem að ofan greinir. Þar er nokkurs konar neyðarþjónusta sem útvegar hæfa starfskrafta með stuttum fyrirvara. Starfssemin er í raun þríþætt og byggð á erlendum fyrirmyndum. í fyrsta lagi að útvega afleysingafólk til hinna ýmsu starfa og þá með mjög skömmum fyrirvara. í öðru lagi er á skrá hjá fyrirtækinu fjöldi fólks sem gjarnan vill taka að sér heimavinnu og þá einkum á sviði bókhalds og vélritunar. Þriðji lið- urinn er svo almenn ráðningar- þjónusta, það er útvegun starfs- fólks til langframa. ,,Þetta fór rólega af stað hjá okkur, en hefur mælst mjög vel fyrir," sagði Oddrún Kristjánsdótt- ir, framkvæmdastjóri Liðsauka í samtali við Frjálsa verslun. ,,Við tókum það ráð að kynna okkur með dreifibréfi, frekar en að aug- lýsa í blöðunum, töldum það væn- legra til árangurs. Mest er sótst eftir fólki í alls kyns ritarastörf og þá venjulega í forfallaafleysingar. Þó höfum við útvegað fólk til sölu- starfa, útkeyrslu, lagervinnu og í mötuneyti, svo eitthvað sé nefnt." Liðsauki er nokkurs konar verk- takafyrirtæki, það selur vinnu starfsmannsins til fyrirtækjanna. Inni í gjaldinu eru því innifalin laun og öll launategund gjöld, auk þóknunnar. Sem dæmi um verð má nefna að hæsti taxti í gjald- skránni er kr. 148 á tímann. Sé hin vegar um varanlega ráðningu að ræða, er aðeins tekin þóknun fyrir milligönguna. ,,Við erum með hátt á fjórða hundrað manns á skrá hjá okkur, aðallega námsmenn og húsmæð- ur, en einnig fólk sem vinnur hálf- an daginn eða vaktavinnu og vill gjarnan bæta á sig, án þess að binda sig á einum ákveðnum stað. Margt af þessu fólki er mjög hæft og sérstaklega er athyglisvert hversu margar konur sem verið hafa bundnar yfir heimili og fjöl- skyldu árum saman, vilja prófa sig áfram á þennan hátt. Þær eru yfir- leitt vantrúaðar á sjálfa sig í upp- hafi, en reynast mjög færar þegar til kemur. Að sögn Oddrúnar hefur reynsl- an orðið sú að mest er sóst eftir fólki til afleysinga í skrifstofustörf, jafnt hjá einkafyrirtækjum sem op- inberum aðilum. Eru sumar ósk- irnar mjög sérhæfðar og oft erfitt að uppfylla þær með suttum fyrir- vara, en fyrirtækin hafa yfirleitt verið mjög ánægð með þessa þjónustu. Ýmsar hugmyndir eru uppi um frekari útvíkkun starfsseminnar. Til dæmis að útvega fólk til starfa á ráöstefnum og einnig að koma upp ritvinnsluþjónustu. Hvort tveggja er þó enn aðeins hug- myndir, sem athugaðar verða nánar á næstunni. Auk Oddrúnar eru fjórir aðrir eigendur að Liðsauka hf., þaó eru Guðjón Guðmundsson, viðskipta- fræðingur, Erna Bryndís Halldórs- dóttir, lögg. endurskoðandi, Ella Stefánsdóttir, innanhússarkitekt og Leifur Magnússon, verkfræð- ingur. Er fyrirtækið til húsa á Hverfisgötu 16a og opið þar alla virka daga frá kl. 9-15. 84

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.