Fréttablaðið - 02.02.2006, Síða 1

Fréttablaðið - 02.02.2006, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sími: 550 5000 FIMMTUDAGUR 2. febrúar 2006 — 32. tölublað — 6. árgangur Síðustu dagar útrýmin gar- sölu BT Leikur í mynd Triers Friðrik Þór bregður sér í hlutverk ís- lensks athafnamanns sem yfirtekur dönsk fyrirtæki í nýjustu mynd Lars Von Trier. Benedikt Erlingsson leikur túlkinn hans. FÓLK 50 ARDÍS ÓLÖF Er svolítil kjóla- manneskja í sér tíska heimili heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS MEÐAL LESTUR 12-49 ÁRA 57% 37% *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í október 2005. Fólk undir fimmtugu velur Fréttablaðið! ÞURRT TIL HÁDEGIS Í dag verður suðaustan 8-13 m/s suðvestan til annars hægari. Fer að rigna um eða eftir hádegi á sunnan- og vestan- verðu landinu. Hiti 3-7 stig í dag. VEÐUR 4 SILVÍA NÓTT Syngur í forkeppninni á laugardaginn RÚV bætir við einu sæti vegna lekans FÓLK 50 Víst hefur skattbyrðin þyngst Skattbyrði nemur nú 47% af lands- framleiðslu borið saman við 40% 1988 og er komin upp fyrir meðallag Evrópusambandsríkjanna (45%), segir Þorvaldur Gylfason. Í DAG 24 Stýrt af konunni Jón Axel Björnsson mynd- listarmaður er fimmtugur í dag. Hann starfar nú við leikmyndagerð við hlið konu sinnar Eddu Heiðrúnar Backman. TÍMAMÓT 48 LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík sendi í gær frá sér myndir úr eftirlitsmyndavél í höfuðstöðvum Happdrættis Háskóla Íslands við Tjarnargötu, þegar peningakassi var rændur að manni sem klædd- ur var í bláan kuldagalla. Maðurinn ógnaði starfsfólki með skotvopni og komst á brott með 95 þúsund krónur. Hann komst undan á hlaupum og losaði sig við kuldagallann í bakgarði í Grjótaþorpinu. Lögreglan hand- tók mann á tvítugsaldri fljótlega eftir ránið en honum var sleppt eftir yfirheyrslu. Lögreglan í Reykjavík leitar nú mannsins og eru allir, sem telja sig geta veitt einhverjar upplýsingar um málið, beðnir um hringja í lögregluna í Reykjavík í síma 444 1101. - mh Lögreglan sendir frá sér myndir úr eftirlitsmyndavél Happdrættis Háskólans: Ræninginn gengur enn laus HJÓLIÐ SEM MAÐURINN KOM Á RÁNSSTAÐ Á þessu hjóli kom ræninginn að höfuð- stöðvum HHÍ við Tjarnargötu. RÆNINGINN ÓGNAR STARFSFÓLKI HHÍ Maðurinn var ekki lengi inni í húsinu en komst þó undan með 95 þúsund krónur. KAUPMANNAHÖFN, AP Andstæðing- ar málfrelsis hafa unnið sigur, að sögn Carsten Juste, ritstjóra Jótlandspóstsins. Dagblaðið hefur beðið múslima afsökunar á birtingu 12 skopmynda af spá- manninum Múhammeð, en hefur jafnframt varið rétt sinn til birt- ingarinnar á grundvelli málfrels- is. Kóraninn bannar allar mynd- birtingar af spámanninum. SMS-skilaboð, sem höfðu geng- ið manna á millum í Danmörku, tilkynntu um mótmæli á Ráðhús- torginu í gær þar sem brenna átti Kóraninn. Þegar til kom mættu engir á torgið nema lögregla, mús- limar og fréttamenn, að sögn vef- síðu Politiken. - smk / sjá síðu 18. Fáir mættu á Ráðhústorg: Kóraninn var ekki brenndur BEÐIST FYRIR Múslimar báðust fyrir á Ráð- hústorginu í Kaupmannahöfn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ORKUMÁL „Orkuveiturnar eiga ekki í verðsamráði, þrátt fyrir að mörgum gæti litist svo á. Hins vegar hafa menn elt hver aðra í verði til þess að verða ekki undir,“ segir Franz Árnason, forstjóri Norðurorku á Akureyri. Forstjórar orkuveitnanna á Húsavík, í Reykjavík, hjá Hita- veitu Suðurnesja og Norðurorku vísa gagnrýni Sveins Hannesson- ar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, um að þeir standi í verðsamráði á bug. Þeim beri að rukka fyrir flutning orkunnar. Forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, Júlíus Jónsson, segir að í mörgum tilvikum þýði það að fyrirtækin greiði hærra verð fyrir flutning- inn einan en heildarreikningur fyrirtækja sem höfðu sérsamn- inga hljóðaði áður upp á. Veiturnar fjórar bera allar auk- inn kostnað vegna nýju raforkulag- anna. Engin þeirra á umframorku til að bjóða í viðskipti stærri fyrir- tækja. Júlíus segir Hitaveituna þó sækjast eftir viðskiptum við fyrir- tæki með mikla og hagstæða orku- notkun og bjóði þeim betri kjör en Hitaveitan greiði Landsvirkjun. Horft sé til þess að orkufram- leiðsla veitunnar aukist á næsta ári. Aðrir geti hins vegar ekki vænst góðra tilboða um þessar mundir. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir ástandið svipað hjá þeim. Forstjóri Orkuveitu Húsavíkur, Hreinn Hjartarson, segir nýlið- un á markaðnum ekki þrífast. Landsvirkjun þvingi veiturnar til að gera langtímasamninga, til tólf ára. Kjósi þær að gera styttri samninga geti þær ekki boðið samkeppnishæft verð. „Menn lenda í mikilli klípu missi þeir viðskiptavini, því þeir þurfa samt sem áður að standa við tólf ára samninginn sinn.“ Af því má þó einnig leiða að orkuveitur taki síður þá áhættu að fara í verðstríð. Lendi þær undir í samkeppninni og missi viðskipta- vini eru þær skuldbundnar til að klára samningstímabilið við Landsvirkjun. - gag / sjá síðu 6 Orkuveiturnar elta hver aðra í verði Orkuveiturnar eiga ekki umframorku til að bjóða í viðskipti stærri fyrirtækja. Þær geta heldur ekki boðið orku frá Landsvirkjun á samkeppnishæfu verði. Aðeins orkuvæn fyrirtæki fá hagstæða samninga, niðurgreidda af veitunum. KYLFINGAR Í BLÍÐU Á KORPÚLFSSTAÐAVELLI Veðurblíðan að undanförnu hefur hleypt óvæntri gleði í líf marga kylfinga sem flykkjast nú út á golfvellina en aðstæður á flestum golfvöllum í grennd við höfuðborgarsvæðið eru einstaklega góðar, sérstaklega þegar tekið er mið að því að enn er hávetur. Hér sjást kylfingar á Korpúlfsstaðavelli skemmta sér hið besta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLA Par á þrítugsaldri slapp ótrúlega vel þegar bíll þeirra lenti út af veginum við Hróarstungu, rétt norðan við Egilsstaði síðdegis í gær. Parið var að koma frá bænum Húsey þegar slysið varð en öku- maðurinn missti stjórn á bíl sínum á malarvegi með þeim afleiðingum að bíllinn lenti utan vegar og valt. Fólkið slasaðist ekki alvarlega en bæði fengu hnykk á háls og togn- uðu lítillega í baki. Lögreglan á Egilsstöðum kom fljótt að vettvang. Fólkið var flutt á heilsugæslustöðina á Egilsstöð- um til aðhlynningar. - mh Bílslys við Hróarstungu: Sluppu lítillega meidd úr veltu Meistari Balic Íslendingar máttu þola ósigur gegn Króötum á Evrópumótinu í Sviss þar sem Ivano Balic, besti handboltamaður heims, reyndist vera einum of stór biti fyrir íslensku strákana. ÍÞRÓTTIR 44

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.