Fréttablaðið - 02.02.2006, Side 6

Fréttablaðið - 02.02.2006, Side 6
6 2. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR P B ár a Lj ós m yn da ri H öd di B om ba D www.joiogfelagar.is OPIÐ HÚS MILLI 16 & 18 LAUGARDAGINN 4. FEBRÚAR Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 JÓI & FÉLAGAR 18 ÁRA Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG (10 ÁRA) 10 ÁRA Á ÍSLANDI SIMBI 45 ÁRA VELKOMIN/N SAMGÖNGUR Síðustu íslensku kaup- skipin, sem skráð eru hér á landi, fara á skrá í Færeyjum í næsta mánuði. Færeyingar, líkt og aðrar nágrannaþjóðir, endurgreiða kaupskipaútgerðum skatta til að mæta áhafnarkostnaði. Endur- greiðslan nemur 27 af 35 prósenta skatti í Færeyjum. Guðmundur Hallvarðsson, Sjálfstæðisflokki, tók málið upp utan dagskrár á Alþingi í gær og sagði að Eimskip, óskabarn þjóð- arinnar, hefði ákveðið af þessum sökum að flytja síðustu kaupskip- in til Færeyja líkt og Samskip og Olíudreifing hefðu þegar gert. „Það er umhugsunarefni þegar svo er komið að athafna- leysi íslenskra stjórnvalda hefur leitt til þess að áhafnarkostnaður íslenskra kaupskipa milli megin- lands Evrópu og Íslands svo og olíuflutningaskip sem dreifa olíu til stærri hafna landsins er niðurgreiddur af Færeyingum. Guðmundur taldi víst að þjóð- in væri að glata þekkingu og reynslu íslenskra farmanna úr landi og þjóðin yrði öðrum háð um flutninga með skipum sem sigldu undir þægindafánum með erlendar áhafnir. „Síðast en ekki síst gæti álfan orðið varnarlaus um aðdrætti ef til ófriðar kæmi,“ sagði Guðmundur. Árni Mathiesen fjármálaráð- herra sagði efnislega að meta yrði árangurinn af aðgerðum í nágrannalönunum. „Eins þarf að hafa í huga hvort aðgerðir séu í samræmi við þau almennu sjónar- mið sem gilda um skattlagningu hér á landi. Hagsmunaaðilar hafa ekki heldur verið sammála um það til hvaða aðgerða eigi að grípa,“ sagði Árni en taldi að nú væri að skapast samhljómur milli þeirra. „Ef unnt væri að skrá um 60 flutn- ingaskip þriggja kaupskipaútgerða hér á landi gæti ríkissjóður fengið um 200 milljónir króna í kassann vegna þeirra umsvifa,“ sagði Kristj- án Möller, Samfylkingunni. Hann vitnaði til samþykkta landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem ályktaði í fyrra um lagfæringar á skattaum- hverfi íslenskra kaupskipa. Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, minnti á að þótt Evrópusambandið legðist gegn ríkisstyrkjum hefði hefði það nú gert undantekningar vegna evrópskra kaupskipa til að halda flotanum innan sambandsins. johannh@frettabladid.is GOÐAFOSS Síðustu tvö skip Eimskips verða skráð í Færeyjum í næsta mánuði. Farskipalaus þjóð eftir nokkrar vikur Þingmenn allra flokka saka stjórnvöld um þunglamaleg viðbrögð við brott- hvarfi íslenska kaupskipaflotans úr landi. Síðustu skip Eimskips verða skráð í Færeyjum í næsta mánuði en þar eins og víðar fást skattar endurgreiddir. �������������������� ������������ �������� ������������ ������������ ������������ SKIPULAGSMÁL Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, undirritaði í gær samning við vinningshafa samkeppninnar um skipulag nýja Landspítalans, danska fyrirtækið CF Møller, um gerð deiliskipulags og þarfagrein- ingar. Undirritunin fór fram á upp- hafsfundi framkvæmdanefndar um byggingu nýs hátæknisjúkra- húss sem Alfreð Þorsteinsson stýrir. Á fundinum voru um 250 full- trúar heilbrigðisstétta, háskóla- fólks og hagsmunafélaga sjúklinga, Hjartaverndar og Krabbameinsfé- lagsins. Þeir munu starfa í 44 not- endahópum vegna þarfagreining- arinnar og taka strax til starfa. Fulltrúar CF Møller kynntu vinningstillöguna og fjölluðu um þá vinnu sem framundan er og á að vera lokið 30. júní næstkomandi. Miðað er við að framkvæmdir geti hafist eftir tvö ár. Þegar þarfa- greiningu lýkur hefst endurskoðun vinningstillögunnar á grundvelli þess sem greiningin leiðir í ljós. Leyfilegt byggingarmagn nýja spítalans er rúmlega 170 þúsund fermetrar og mun verkið taka til lóðar Landspítalans sem markast af Eiríksgötu, Barónsstíg og nýju Hringbrautinni vestur að Njarðar- götu. - sdg UNDIRRITUN SAMNINGA Jón Kristjánsson og fulltrúar CP Møller, Klavs Hyttel og Karl Gaub, skrifa undir. Undirbúningur fyrir byggingu nýs Landspítala hafinn: Samið við danska hönnuði KJÖRKASSI Telurðu að íslenska landsliðið í handbolta vinni til verðlauna á EM? Já 46% Nei 54% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú samkeppni á raforku- markaði næga? Segðu skoðun þína á Vísi.is ORKUMÁL Forstjórar Norðurorku, Hitaveitu Suðurnesja og Orku- veitu Reykjavíkur gagnrýna nýju raforkulögin en samkvæmt þeim er sala á raforku gefin frjáls. Orkuveiturnar bera allar hærri gjöld vegna breytinganna, Orku- veita Reykjavíkur þau hæstu eða 458 milljónir króna. Orkuveitur hafa verið sakað- ar um verðsamráð en forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, Júlíus Jóns- son, segir það ekki rétt heldur sé mestur hluti hækkunar á raf- magnsreikningum vegna jöfnun- ar á flutningskostnaði sem orku- veitunum sé skylt að rukka og greiða Landsneti, dótturfyrirtæki Landsvirkjunar. Hann telji flutn- ingskostnaðinn í raun skatt, því hitaveitan greiði fyrir flutning á orku sem fari aldrei um kerfi dótturfyrirtækisins. Forstjóri Orkuveitu Húsa- víkur, Hreinn Hjartarson, segir veituna þeirra greiða tvöfalt til þrefalt hærra verð fyrir tenging- una við kerfi dótturfyrirtækisins en RARIK hafi fengið greitt fyrir flutninginn. Upphæðin sé ótrú- lega há, um tólf milljónir í stað fimm. Franz Árnason, forstjóri Norð- urorku, segir að hann sjái engan tilgang með nýju raforkulögun- um. Hann þekki engan sem sé ánægður með lögin: „Viðskiptavin- irnir ættu að vera ánægðir en svo er ekki. Þeir telja sig ekki koma vel út úr þessu,“ segir Franz. - gag Frjáls raforkumarkaður leiðir til hærra verðs hjá fyrirtækjum og einstaklingum: Enginn hagur af raforkulögum GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON Forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur tekur undir orð forstjóra Norðurorku og þekkir heldur engan sem sé ánægður með nýju raforkulögin. Hann og forstjóri Hitaveitu Suðurnesja vöruðu við breytingunum.FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA VERSLUN Úrval í verslunum í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar verður ekki takmarkað með reglugerð. Þetta kom fram í máli Árna Mathiesen fjármálaráðherra á Alþingi í gær. Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, spurðist fyrir um málið í upphafi fundar og taldi að fregnir um breyting- ar hefðu getað raskað áformum um tekjur flugstöðvarinnar en stækkun hennar kostar fimm milljarða króna. „Komuverslunin er ein helsta tekjulind stofnunar- innar. Ef þessar forsendur breyt- ast kunna 50 til 60 störf að vera í uppnámi.“ - jh Verslun í Leifsstöð: Engin breyting á vöruúrvali

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.