Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 10
10 2. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR
hvað hefur breyst – hvað er framundan?
Ráðstefna um hlutverk og skyldur 112 við almenning
og viðbragðsaðila og þróun neyðarþjónustu.
Haldin á Hótel Loftleiðum kl. 13-17 föstudaginn 10. febrúar 2006 í tilefni af 112 deginum
og tíu ára afmæli Neyðarlínunnar.
Dagskrá
• Setningarávarp: Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.
• Tilkynnt um val á skyndihjálparmanni Rauða krossins 2005.
• Jónína Sigurðardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóranum:
Samvinna 112 og ríkislögreglustjórans.
• Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu:
112 og heilbrigðisþjónustan – samstarfið eflt.
• Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri SHS:
Var stofnun Neyðarlínunnar aðeins atrenna að stóra stökkinu?
• Sigurgeir Guðmundsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar,
og Kristján Maack, formaður landsstjórnar björgunarsveita:
112 – viðbragð björgunarsveita.
• Jyrki Landstedt, framkvæmdastjóri 112 í Finnlandi:
112 í Finnlandi – staða og þróun.
Umræður og fyrirspurnir að hverri framsögu lokinni.
Ráðstefnustjóri: Björn Friðfinnsson.
Ráðstefnan er opin öllum án endurgjalds.
Skráning í síma 570 2000, á www.112.is
og með tölvupósti á 112@112.is
fyrir þriðjudaginn 7. febrúar.
112 í tíu ár
�����������������������������
��������
�� ������������
���������������
���� ���
������������������
���������
�
��������
����
����������
�
����������
�������
����� ������
�������
����������
KJARAMÁL „Verkafólk fagnar því
að starfsmenn sveitarfélaga sem
lægst laun hafa eigi von á 12 pró-
senta launahækkun en á sama
tíma er verkafólk afar óánægt
með eigin kjör. Laun fiskvinnslu-
fólks og ófaglærðra starfsmanna
á sjúkrahúsum eru til dæmis vel
undir 140 þúsundum á mánuði og
við það verður ekki unað lengur,“
segir Aðalsteinn Baldursson, for-
maður Verkalýðsfélags Húsavík-
ur.
Félagið hefur sent frá sér álykt-
un þar sem skorað er á á Samtök
atvinnulífsins og fjármálaráð-
herra, fyrir hönd ríkisjóðs, að
fylgja fordæmi Launanefndar
sveitarfélaga og hækka lægstu
laun verkafólks sérstaklega
umfram kjarasamningsbundn-
ar hækkanir. Jafnframt hvetur
félagið önnur stéttarfélög til að
herða baráttuna fyrir bættum
kjörum verkafólks sem býr við
það hlutskipti að vera á lágmarks-
kjörum.
Aðalsteinn segir símann ekki
hafa stoppað hjá sér undanfarna
daga. „Það er kraumandi óánægja
og vaxandi reiði á meðal verka-
fólks. Fólk sættir sig einfaldlega
ekki lengur við að bíða eftir bætt-
um hag þótt samningar séu ekki
úti,“ segir Aðalsteinn.
- kk
AÐALSTEINN BALDURSSON Þolinmæði
verkafólks er á þrotum, segir formaður
Verkalýðsfélags Húsavíkur.
Verkalýðsfélag Húsavíkur skorar á SA og ríkið að hækka lægstu laun:
Biðlund verkafólks á þrotum
TRÍNIDAD & TÓBAGÓ Eylöndin Tríni-
dad og Tóbagó fara nú langleiðina
með að hnekkja meti Jamaíka
hvað varðar tíðni morða og ann-
arra misyndisverka.
Á síðustu 28 dögum hafa verið
verið framin þar alls 36 morð á
eyjunum.
Lifa fátækir íbúar landins í
stöðugum ótta enda hefur komið
í ljós undanfarin ár að lögreglu-
menn og hermenn koma oft við
sögu í morðmálum og örugglega
eitt af þessum síðustu 36 morðum
var framið af fjórum hermönnum.
Mannrán eru einnig tíð á eyjunum
og heita má að meirihluti íbúanna
hafi upplifað slíkt. ■
36 morð á 28 dögum:
Morðalda í
Karíbahafi
FRAMKVÆMDIR Hugsanlegt er að
áfram verði heilbrigðisstarfsemi
í húsi Heilsuverndarstöðvarinnar
við Barónsstíg. Markhús ehf. keypti
nýlega húsið og byggingaréttinn á
lóðinni fyrir 980 milljónir króna. Sú
ákvörðun ríkisins og Reykjavíkur-
borgar í maí síðastliðnum að selja
eignina, vakti athygli og kveikt
umræðu um hvað nýr eigandi ætli
sér með kaupunum.
„Það sem okkur langar til að
gera er að nýta húsið undir ein-
hverja heilbrigðisstarfssemi. Við
erum mjög opnir fyrir því hvers
eðlis hún gæti orðið og erum að
skoða ýmsa möguleika ennþá og
ræða við menn. Við eigum á lóð-
inni byggingarétt og það eru áform
um að nýta hann sem best. En þetta
ræðst af því hvaða starfsemi verð-
ur í gamla húsinu,“ segir Dagbjart-
ur Guðmundsson, verkefnastjóri
hjá Markhús ehf.
Húsið er höfundarverk Ein-
ars Sveinssonar, húsameistara
Reykjavíkur, og þykir merkilegt í
byggingarsögulegu tilliti. Ólafur F.
Magnússon, borgarfulltrúi F-list-
ans, hefur á borgarstjórnarfund-
um lýst yfir áhyggjum um fram-
tíð hússins en þær áhyggjur eru
ástæðulausar að sögn Dagbjarts.
„Það er ekki á dagskránni hjá
okkur að rífa húsið. Ég efa líka að
byggingaryfirvöld myndu sam-
þykkja það. Það er verið að tala
um að friða húsið og það ferli er
hafið.“
- shá
Eigendur Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg:
Vilja heilsutengda
starfsemi í húsinu
SKIPULAGSMÁL Framtíðarnefnd
hestamannafélagsins Gusts í
Kópavogi telur fýsilegasta kostinn
í þeirri stöðu sem upp er komin
hjá félaginu að hefja viðræður við
bæjaryfirvöld í Kópavogi um nýtt
svæði fyrir starfsemi þess. Nefnd-
in horfir þá einkum til Kjóavalla,
þar sem eru tvö hesthúsasvæði:
Heimsendi í landi Kópavogs og
Andvari í landi Garðabæjar.
Nefndin skilaði tillögum þessa
efnis til stjórnar Gusts í fyrrakvöld
og í kvöld verður haldinn félags-
fundur um málið. Nefndarmenn
telja að veruleg hætta sé á að hesta-
mannafélagið Gustur, sem er eina
hestamannafélagið í Kópavogi, líði
undir lok verði ekkert að gert.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
sem á sæti í framtíðarnefndinni
bendir á að um 36 prósent hest-
húsaplássa í Gusti hafi á síðustu
fimm mánuðum verið seld fjár-
festum. Þá hafi Gustur eignast 6,8
prósent hesthúsa með því að ganga
inn í kauptilboð sem verktakar
hafi gert.
Sveinbjörn bendir enn fremur
á að verði félagið áfram á núver-
andi svæði sé með öllu óljóst hvort
reiðleiðir frá því verði ásættanleg-
ar eða ekki, þar sem lagning Arn-
arnesvegar sé fyrirhuguð innan
skamms, svo og auglýst skipulag
í Hnoðraholti, Smalaholti og á
Rjúpnahæð.
Framtíðarnefndin gerir það
að tillögu sinni, sem lögð verður
fyrir félagsfund í Gusti í kvöld,
að viðræður verði þegar hafn-
ar við bæjaryfirvöld í Kópavogi
um framtíðarsvæði fyrir hesta-
mannafélagið Gust á Kjóavöllum
eða nágrenni. Á þetta verði látið
reyna svo fljótt sem nokkur kost-
ur er, þar sem það þolir ekki bið
að fá úr því skorið hvort þetta er
raunhæfur kostur eða ekki.
jss@frettabladid.is
GUSTUR Framtíðarnefndin vill flytja hesthúsasvæðið til þess að hestamannafélagið Gustur
líði hreinlega ekki undir lok.
Vilja flytja
Gust um set
Framtíðarnefnd hestamannafélagsins Gusts í Kópa-
vogi telur besta kostinn í þeirri stöðu sem upp er
komin að flytja hesthúsasvæðið á Kjóavelli.
ÍRAK, AP Stjórnvöld í Írak brugð-
ust skjótt við fréttum af fyrsta
mannslátinu þar í landi úr mann-
skæða fuglaflensuveirustofnin-
um H5N1. Á mánudag tilkynntu
yfirvöld að 15 ára norður-írösk
stúlka hefði látist úr veirunni í
janúar.
Fimm farsjúkrahús hafa verið
flutt til Norður-Íraks og 50 teymi
hafa fargað hálfri milljón alifugla
á svæðinu, að sögn talsmanns
landbúnaðarráðuneytissins. Jafn-
framt hafa fuglabændur verið
beðnir um að skoða fugla sína.
Einnig hafa Bandaríkin og
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
heitið ríkisstjórn Íraks aðstoð.
- smk
Stjórnvöld í Írak bregðast skjótt við fuglaflensunni:
Alifuglum slátrað
SMITHÆTTA Íraskur drengur skoðar fugla á
fuglamarkaði í Bagdad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP