Tíminn - 16.03.1977, Side 11

Tíminn - 16.03.1977, Side 11
MiOvikudagur 16. marz 1977 11 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viO Lindargötu, simar 18300 — 18306; Skrifstofur i AOal- stræti 7, simi 26500 — afgreiOslusimi 12323 — auglýsingá- simi 19523.. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., Forgangsréttur láglaunafólks Það hefur orðið að samkomulagi milli svo- nefndra aðila vinnumarkaðarins að óska eftir milligöngu sáttasemjara i sambandi við gerð nýrra kjarasamninga. í framhaldi af þvi mun rikisstjórnin sennilega skipa sáttanefnd honum til aðstoðar. Þá hafa fulltrúar Alþýðusambands íslands átt viðræður við rikisstjórnina og lagt fram óskir sinar um opinberar aðgerðir, sem miða að kjarabótum. Viðræður um gerð nýrra kjarasamninga eru þannig hafnar og ber að fagna þvi, að þær hef jast nú mun fyrr en oftast áður. Það mun ekki heldur veita af þvi, að timinn sé rúmur, þvi að um flókna og erfiða samninga- gerð verður að ræða. Eins og áður hefur verið vikið að hér i blaðinu, þarf að hafa tvennt mest i huga i sambandi við þær kjarasamningaviðræður, sem eru að hefjast. 1 fyrsta lagi kemur öllum saman um, að kjör lág- launafólks verði að bæta. 1 öðru lagi er svo at- vinnuöryggið, þvi að til litils eru launabætur eða aðrar kjarabætur, ef atvinnuöryggið brestur. Þvi verður jöfnum höndum að leggja áherzlu á þetta hvort tveggja. Eins og ástatt er nú vegna útlits á batnandi afkomu þjóðarbúsins, ætti að vera nokkurt ráð- rúm til að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Það þarf að athuga vel, hvernig það verður bezt gert, án þess að aukin verðbólga eða ótryggara at- vinnuástand fylgi i kjölfarið. Þar þarf jöfnum höndum að huga að launahækkun og öðrum leiðum til kjarabóta. Mesta hættan er fólgin i þvi, að þeir, sem betur eru settir, krefjist hins sama eða meira. Þá er hætt við, að aftur fari allt úr böndunum og sá árangur i efnahagsmálum spill- ist, sem náðist i siðastl. ári. Þess vegna hvilir nú þung ábyrgð á þeim, sem betur eru settir i þjóðfélaginu. Það er skylda þeirra að sýna sanngirni og viðurkenna i verki, að nú eiga þeir, sem lakar eru settir, að njóta for- gangs. Þeir aðilar, sem reyna að nota erfið kjör láglaunafólks, til að knýja fram kröfur, sem þjóð- arbúið þolir ekki, munu hljóta sinn dóm fyrir óábyrga afstöðu. Sá dómur verður enn þyngri ef kröfur þeirra yrðu til að valda nýrri kollsteypu. Gegn þingræði Fróðlegt var að heyra i talsmanni Alþýðu- bandalagsins i Kastljósi á föstudagskvöldið var. Hann taldi það ekki skipta aðalmáli, hvert yrði í framtiðinni þingfylgi Alþýðubandalagsins og Al- þýðuflokksins, heldur hitt, að þessir flokkar næðu samstarfi i verkalýðshreyfingunni og beittu afli sinu þar til að knýja fram stefnumál sin. Að undanförnu hefur Alþýðubandalagið lagt áherzlu á, að það væri þingræðisflokkur og stefndi að auknum völdum á þingræðislegan hátt. Þetta virtist nú breytt að nýju og tekin upp gamla stefn- an um að ná völdum eftir annarri leið en þing- ræðisleiðinni. Þær raddir gerast lika stöðugt há- værari innan Alþýðubandalagsins, að nú eigi að nota afl verkalýðssamtakanna til að fella þing- ræðisstjórn. Joseph C. Harsch: Carter hefur dreift valdinu En situr þó fast við stjórnvölinn og Tyrklands til þess aö kynna sér sjönarmiö þessara þjóöa og athuga hvaö gera mætti til aö bæta það ástand, sem Kúpurdeilan hefur valdiö, og styrkja þannig þennan veika hlekk i Atlantshafsbandalag- inu. Ellsworth Bunker og Sol Linowitz, sem báöir eru slyng- ir sáttasemjarar og sér- fræöingar I málefnum S-Ame- riku, fóru til Panama 1 þeim erindageröum aö koma á samkomulagi um yfirráö yfir Panama skuröinum, sem hvorki særöi stolt Panamabúa né skerti réttindi Bandarikja- manna. Cyrus Vance fór i skyndiferð til landanna fyrir botni Miö- jaröarhafs til aö kynna sér af- stööu Israelsmanna og Araba. Hver veit nema hann komi auga á einhvern þann bilbug i hinni ósveigjanlegu afstööu þeirra, sem greittgæti leiöina til allsherjarsam- komulags. Forseti Mexikó og forsætis- ráöherra Kanada voru fyrstu erlendu leiötogarnir sem Carter tók á móti I Hvita hús- inu. Meöþessu vildi hann sýna þessum nágrönnum Banda- rikjanna, að hann lætur sig málefni þessa heimshluta A VALDATÍMA Henrys Kissinger voru utanrikismál Bandarikjanna i eins manns höndum — bæði stefnan og framkvæmdin. Oöru máli gegnir nú, þvi vart hafa utan- rikismál Bandarikjamanna veriö margvislegri I annan tima, né hafa þeir haft jafn- mörg járn I eldinum i einu i þeim efnum. 1 kosningabaráttunni boö- aöi Carter aö hann mundi móta vissa stefnu i utanrikis- málum. Hafihann undir hönd- um áætlun sem hann fer eftir, þá hefur hann haldið henni leyndri enn sem komið er. Ekki er ljóst hver hin fullmót- aöa stefna veröur. Þó hefur Carter látiö til sin taka svo viða, aö hann hefur nú þegar gjörbreytt sambandi Banda- rikjanna við umheiminn. Þegar Kissinger sat viö stjórnvölinn var afstaöa rikis- stjórnarinnar sú, aö bregöast rétt viö þvi sem geröist er- lendis. Nú er það hlutur hinna aögaumgæfa hversu bregöast skuli viö yfirlýsingum Carters og framkvæmdum. Þegar haft er i huga, aö Carter hefur einungis setið á forsetastóli I fáar vikur, þá er hreint ótrúlegt hve viba hann hefur komið viö I utanrikis- málum. Utanrikisráöuneytið, sendi- ráðin i Washington, og aö þvi er ætla má, rikisstjórnir um heim allan, eiga fullt i fangi með aö fylgjast með. Hann hefur látiö til sin taka varðandi þiöuna (détente), vigbúnaöarkapphlaupiö, mál hvitra og svartra i Afriku, löndin fyrir botni Miðjarðar- hafs, Kanada, Mexikó og Kúbu. AFSTAÐA Carters til Kúbu sýnir glöggt hvers vegna starfsmenn utanrikisþjónust- unnar vita varla hvaðan á þá stendur veöriö. Carter reifaði máliö á hinum óliklegasta stað, þ.e. I landbúnaöarráöu- neytinu, þar sem hann var I kynnisför. Eins og fyrir tilvilj- un gat hann þess, aö hann hefði heyrt aö Fidel Castro væri aö hugsa um aö kalla hermenn sina heim frá Angóla. Ef satt væri, sagöi Carter, og ef Castro léti jafn- framt af afskiptum sinum i Mið- og Suöur-Ameriku og tæki upp mildari háttu gagn- vart þegnum sinum heima fyrir — þá kæmi vel til greina aö færa til betra horfs sam- band Kúbu og Bandarikjanna. Clark Clifford, sem álitinn er einn af reyndust mönnum demókrata, fór til Grikklands Cyrus Vance Carter forseti miklu skipta. Hann vill reyn- ast þeim góöur granni. Aöur haföi hann sent Walter Mon- dale varaforseta I kurteisis- heimsókn til Atlantshafs- bandalagsrikjanna i Evrópu, og til Japan, sem er þýöingar- mesta bandalagsþjóö vor I Asíu. Þá létCarter allar venjur og siöi lönd og leið, er hann reit háværasta andófsmanni austantjalds, eölisfræöingnum Andrei Sakharof, einkabréf. SAMTIMIS þvi aö Carter hefur lýst skoöunum sinum i mannréttindamálum, hefur hann dregið úr framleiöslu á þremur vigvélategundum, B-1 sprengiflugvélinni, MX hreyfanlega eldflaugakerfinu, og „Minuteman III” flug- skeytinu. Meöan Kissinger var viö völd áttu Bandarikin viö margvisleg vandræöi að striöa, en sinntu aðeins einum á hverjum tíma. Kissinger einbeitti sér að þvi i fyrstu aö losa Bandarikin úr Vietnam- striöinu, þvi næst sneri hann sér aö sambandi Kina og Bandarikjanna, þá kom þfðan (détente),og loks vandamálin i Austurlöndum nær. Hann einbeitti sér ætiö aö einu mál- efni i einu. Þaö, sem fyrst og fremst mátti finna að honum, var sá eiginleiki, hans að treysta engum til aö fást viö önnur vandamál i sinn staö. Þannig máttu ýmis aökallandi verkefni sitja á hakanum meðan Kissinger sinnti þvi málefni sem hann taldi mikil- vægast hverju sinni. Carter hefur falið Clifford aö fást viö Kýpurdeiluna og Bunker og Linowitz aö sjá um Panama, Andrew Young sinn- ir málefnum svörtu Afrfku og Cyrus Vance hefur umsjón meö gangi mála við botn Mið- jarðarhafs. Carter dreifir valdinu greinilega. En hann situr fast viö stjórnvölinn. Ein og sama hugsunin viröist vera bak viö framkvæmdirnar. En sá timi er samt libinn, er utanrikis- málin voru bundin hug og hönd eins manns. . (H.Þ.þýddi) Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.