Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 26
 2. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR26 C M Y CM MY CY CMY K Má spara þér sporin? Nýlegur úrskurður Kjaradóms um laun alþingismanna, ráðherra og hæst launuðu embættismanna rík- isins kemur mér ekki á óvart, því hann er ekkert öðruvísi en aðrar fyrri tilkynningar dómsins um laun þessara manna. Það sem nú er öðru- vísi er einungis það að almenningur hefur fengið sig fullsaddan af ört vaxandi launamun í þjóðfélaginu og þeim ruddahætti þingmanna að nota Kjaradóm sem skálkaskjól til óeðli- legra kauphækkana sér til handa. Hækkunin sem þingmennirnir fá að þessu sinni er þó aðeins brot af því sem þeir hafa fengið mörg undanfarin ár, því þessi öfugþró- un nær 10 til 15 ár aftur í tímann. Það er síðan kapituli út af fyrir sig hvað verkalýðshreyfingin hefur verið aðgerðalítil gagnvart þessu óréttlæti og hvað hún ætlar að gera í framtíðinni. Það að forsætisráð- herra boðar 2,5% hækkun í stað 8% hækkunar Kjaradóms er ekk- ert lausnarorð og réttlætir engan veginn nú þegar orðinn launa- og kjaramun í landinu. Árið 1998 jafn- gilti þingfararkaup alþingismanns 3,4 dagvinnulaunum verkamanns. Þann 1. febrúar 2006 jafngildir það 4,4 dagvinnulaunum. Vaxandi launamunur Launamunurinn sést betur ef kaup og kjör verkafólks og alþingis- manna eru borin saman. Þá kemur í ljós að frá 1998 hafa laun ráðherra og þingmanna hækkað hátt í tvöfalt meira en taxtakaup verkafólks. Þar að auki eru lífeyrisréttindi þing- manna margfalt betri og ekki má gleyma því að skattar á hátekjufólk hafa lækkað svo nemur hundruðum þúsunda króna (afnám hátekju- skatts og 4 prósentustiga lækkun tekjuskatts). Kauptaxtar verka- fólks hafa hins vegar setið eftir og skattbyrði þess aukist verulega. Frá því 1998 hefur almennur kauptaxti verkafólks eftir eins árs starf, hækkað um 59%. Hann var kr. 64.731 á mánuði en er nú í ársbyrjun 2006 kr. 102.896. Að við- bættri láglaunauppbót sem kölluð er tekjutrygging er mánaðarkaup- ið kr. 108.000. Þannig hafa lægstu launin hækkað um tæplega 67% frá ársbyrjun 1998 til dagsins í dag. Á sama tíma hækka laun þingmanna úr kr. 220.168 í kr. 471.427 eða um 114%, ef tillaga forsætisráðherra nær fram að ganga. Aukin skattbyrði Eins og áður segir var almennur dagvinnutaxti verkafólks á árinu 1998 kr. 64.731 á mánuði. Af þeim launum var greiddur tekjuskatt- ur að upphæð kr. 1.898. Nú í árs- byrjun 2006 er kaupið kr. 108.000. Af því eru greiddar í tekjuskatt kr. 10.629. Með öðrum orðum: Á meðan lægstu kauptaxtarnir hækka um 67% hækkar skatturinn á þeim um 560%. Hjá alþingismönnum og öðru ríkisvernduðu hálaunafólki er annað uppi á teningnum. Þar léttist skattbyrðin. Stjórnvöld eru búin að afnema 4% hátekjuskatt og lækka nú í áföngum skattprósentu tekju- skatts um 4 stig. Þessar breytingar bera það í sér, að skattar sem áður voru lagðir á háu launin, færast niður tekjustigann og lenda með margföldum þunga á þeim sem eru með lægstu launin. Fólk í félögum innan Starfs- greinasambands Íslands lendir t.d. mjög illa út úr þessum skattabreyt- ingum. Það er og hefur verið hávær krafa láglaunafólks um land allt að skattleysismörkin verði hækkuð a.m.k. í kr. 105.000 og fylgi síðan launaþróun í landinu. Verði stjórn- völd ekki við þeirri kröfu á þessu samningstímabili eiga félög innan Starfsgreinasambands Íslands varla annarra kosta völ en knýja þá sjálfsögðu breytingu fram, ásamt verulegri launahækkun, þegar kjarasamningar renna út haustið 2007. Hefðu lágmarks dagvinnu- laun verkafólks hækkað jafnt laun- um alþingismanna frá 1998 væru þau í dag a.m.k. kr. 140.000 á mán- uði. Hæstu laun hækka mest Vegna verðlagsákvæða (rauð strik) í kjarasamningum verkafólks kom á síðastliðnu hausti til úrskurðar forsendunefndar aðila vinnumark- aðarins hvort segja ætti upp launa- liðum samningsins. Því miður kom sú nefnd sér saman um smásálar- lega hungurlús í bætur til verka- fólks í stað þess að vísa málinu til verkalýðsfélaganna. Þannig lokaði nefndin, illu heilli, fyrir aðkomu þeirra að málinu. Ég segi illu heilli vegna þess að daginn eftir að for- sendunefndin ákvað að lægstu laun- in skyldu hækka um 0,65% þann 1. janúar 2007, tilkynnti Kjaradómur að laun ráðherra, alþingismanna og margra æðstu embættismanna ríkisins skyldu hækka um 8% frá 1. janúar 2006. Tímasetning Kjaradóms er engin tilviljun. Þetta er þaulhugs- að ráð til þess að ná fram hækkun á hæstu launin þegar engum vörn- um almennings verður við komið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kjaradómur hegðar sér á þennan hátt. Að minnsta kosti tvisvar áður hefur hann tilkynnt ákvarðanir sínar nánast daginn eftir alþing- iskosningar. Það segir sig sjálft að slík vinnubrögð eru bæði ögrandi og ósvífin og sýna hug stjórnvalda til fólksins sem vinnur framleiðslu- störfin í landinu. Verkalýðshreyf- ingin verður að grípa til róttækra ráðstafana til þess að jafna þann rosalega launamun sem orðinn er í landinu. Okkur öllum til fróðleiks má geta þess að til eru upplýsingar um að laun megi ekki vera undir kr. 167.000 á mánuði til þess að duga fyrir eðlilegri framfærslu á Íslandi í dag. Höfundur er fyrrverandi formað- ur verkalýðsfélagsins Hlífar. Skálkaskjól þingmanna UMRÆÐAN KJARADÓMUR SIGURÐUR T. SIGURÐSSON Tímasetning Kjaradóms er engin tilviljun. Þetta er þaul- hugsað ráð til þess að ná fram hækkun á hæstu launin þegar engum vörnum almennings verður við komið. Ýmsir hafa orðið til þess að gagnrýna fyrirkomulag almenn- ingssamgangna hér á höfuðborg- arsvæðinu og þá ekki síst nýja leiðakerfið sem tekið var í notk- un síðsumars 2005. Björn Ingi Hrafnsson, frambjóðandi í próf- kjöri Framsóknarflokksins vegna kosninga til borgarstjórnar í vor, bættist nýverið í hóp gagnrýn- enda. Hann hefur jafnframt hald- ið mjög á lofti þeirri skoðun að veita eigi tilteknum hópum gjald- frjálsan aðgang að strætó. Björn Ingi hefur í umfjöllun sinni vitnað í bréf frá nafna sínum Sveinssyni, fyrrverandi borgarverkfræðingi, þar sem sá síðarnefndi fer hörð- um orðum um hvernig staðið var að undirbúningi nýja leiðakerfis- ins. Björn Ingi Sveinsson fullyrðir í bréfi sínu að ekkert hafi verið hlustað á tillögur og gagnrýni hans og annarra heldur hafi verið „anað áfram“ með leiðakerfið „án mikillar fyrirhyggju“. Víðtækt samráð Okkur sem stóðum að undirbún- ingi og mótun kerfisins þykir þessi gagnrýni fyrrverandi borgar- verkfræðings ómakleg og raunar staðlaus með öllu. Gerð nýja leiða- kerfisins tók, eins og vænta mátti, langan tíma og haft var samráð um það við mikinn fjölda fólks, bæði sérfróða og allan almenning. Tillögur að nýju leiðakerfi voru til kynningar á vefnum um margra mánaða skeið og haldnir voru kynningar- og samráðsfundir með miklum fjölda fólks á öllu höfuð- borgarsvæðinu. Síðast en ekki síst var við smíði kerfisins stuðst við umfangsmikla ferðavenjukönnun. Fjölmargar gagnlegar ábending- ar komu fram í þessu langa og ítarlega ferli og var tekið tillit til þeirra eftir bestu samvisku. Niðurstaðan varð það leiða- kerfi sem tekið var í notkun í ágúst síðastliðnum. Kerfið bygg- ir á stofnleiðum og því er ætlað að gera kleift að flytja íbúa fjöl- mennustu íbúasvæðanna til og frá fjölmennustu þjónustu- og atvinnusvæðunum á skjótan og skilvirkan hátt. Lögð var áhersla á að fækka skiptingum og auka framboð ferða þegar flestir eru á ferðinni. Vel heppnað í meginatriðum Nú hvarflar ekki að mér að halda því fram að við höfum kynnt galla- laust leiðakerfi í ágúst síðastliðn- um. Mín skoðun er hins vegar sú að leiðakerfið sé vel heppnað í meginatriðum og þjóni tilgangi sínum. Það ber ekki síst að þakka því víðtæka samráði sem haft var við undirbúning þess, hvað sem fullyrðingum Björns Inga Sveins- sonar líður. Því er ekki að leyna að síðan kerfið var tekið í notkun hafa komið í ljós ábendingar um ýmsa galla og álitamál sem starfsfólk og stjórnendur Strætó hafa verið að skoða á undanförnum mánuð- um. Nú þegar hefur verið tekið tillit til þeirra að nokkru leyti og í febrúar verða gerðar allnokkr- ar breytingar sem miða að því að bæta kerfið enn frekar í kjöl- far athugasemda frá farþegum og vagnstjórum. Mér þykir sem sumir hafi kannski verið fullfljót- ir að fella sinn Stóradóm yfir nýja kerfinu nú þegar svo skammur tími er liðinn frá innleiðingu þess. Kerfið er að mínu mati að þróast í rétta átt og sannfæring mín er sú að um það muni skapast sátt þegar okkur hefur tekist að sníða af því ýmsa agnúa og gefist tóm til að kynna það og kosti þess enn frekar. Frítt í strætó? Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um hvernig stuðla megi að aukinni notkun almenningssam- gangna á höfuðborgarsvæðinu. Ein leið er vissulega sú að veita ákveðnum hópum og jafnvel öllum almenningi gjaldfrjálsan aðgang. Í því sambandi er vert að benda Birni Inga Hrafnssyni og fleirum sem mælt hafa fyrir fríum strætó á að innan skamms verður tekið upp rafrænt miðakerfi. Það mun ein- mitt gera sveitarfélögunum kleift að skoða þennan valkost af meiri alvöru en áður. Þannig gætu þau, hvert um sig eða öll í senn, ákveðið að afhenda tilteknum hópum kort sem veita gjaldfrjálsan aðgang að strætisvögnum til lengri eða skemmri tíma. Á fundi umhverfis- ráðs Reykjavíkur þann 16. janúar sl. var samþykkt samhljóða tillaga mín að bókun þar sem segir m.a.: „Umhverfisráð telur áhugavert að skoða kosti þess að tilteknir hópar fái gjaldfrjálst í strætó á ákveðn- um tímum, t.d. skólanemar og eldri borgarar.“ Í þessu tilliti mætti þó jafn- vel kanna velvilja ríkisvaldsins til þjónustunnar. Staðreyndin er nefnilega sú að ýmsar álögur ríkisins á Strætó bs. nema árlega 250-300 milljónum króna. Væri þeim ef til vill betur varið í að efla almenningssamgöngur með því að veita fólki gjaldfrjálsan aðgang að strætó? Eða til að þétta leiðakerfið og fjölga ferðum enn frekar? Höfundur er borgarfulltrúi og formaður umhverfisráðs Reykjavíkur. Leiðakerfi á réttri leið UMRÆÐAN STÆTÓ ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.