Fréttablaðið - 02.02.2006, Page 31

Fréttablaðið - 02.02.2006, Page 31
FIMMTUDAGUR 2. febrúar 2006 5 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518 Einnig opið laugardag og sunnudag Útsala 50% Áður Nú Ullarkápur 29.900 15.000 Mokkakápur 25.900 13.500 Ullarjakkar 12.900 5.900 Úlpur 12.900 5.900 Dúnkápur 22.900 11.500 Rússkinsjakkar16.900 8.500 Pelsar 26.900 13.500 Mörg góð tilboð Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-16 og sunnudaga frá kl. 12-16 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Um leið og útsölur eru hafnar í París hefst næsta tískusýningatímabil enda tískuheimurinn alltaf einni árstíð á undan almenningi. Hönn- uðirnir hafa auðvitað í sex mánuði verið að huga að næstu sýningu en yfirleitt er það nú þannig að mest er gert rétt fyrir tískusýninguna og þá oft unnið allan sólarhringinn. Margir hafa sömuleiðis mörg járn í eldinum og senda frá sér margar tískulínur, fyrir konur og karla. Í janúar var kynnt herratískan fyrir veturinn 2006-7 og hátískan fyrir næsta sumar. Í mars er kventískan fyrir næsta vetur kynnt. Það er því nóg að gera hjá hönnuði sem teikn- ar fyrir fjórar til sex sýningar á ári. Að mörgu er að huga, staðsetn- ingu og umgjörð sem gjarnan er í takti við þema hönnuðarins hverju sinni. Svo er það tónlistin sem ekki síður er mikilvæg og skiptir miklu máli um þá stemmingu sem sköpuð er. Hún er ekki valin af handahófi og oft gerð af frægustu plötusnúð- um og mixurum á hverjum tíma og ratar oft á plötur. Michel Gaubert er einn sá alheitasti í dag og hefur séð um tónlist fyrir tískusýningar um allan heim, bæði austan hafs og vestan, meðal annars fyrir margar „Haute couture-sýningar“. Hann er sá frægasti á þessu sviði og kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana nema ef vera skyldi annar Frakki, Frédéric Sanchez. Gaubert byrjaði sinn feril í lok áttunda áratugarins er hann var sölumaður í stórri plötubúð sem þá var á Champs-Elysée-breiðgötunni og sá helstu plötusnúðum fyrir plötum. Frá sjö ára aldri var hann forfallinn tónlistaráhugamaður og komst ekkert annað að í huga hans. Eðlilegt framhald var auðvitað að reyna fyrir sér sem plötusnúður. Hann byrjaði á frægu diskóteki í París sem hét „Palace“ og var mik- ill þotustaður. Það var þó ekki fyrr en tíu árum seinna, árið 1990, að Karl Lagerfeld, hönnuður Chanel, bað hann um að sjá um tónlist fyrir tískusýningu. Viðbrögðin voru þau að Gaubert sneri sér eingöngu að þessu starfi. Sérkenni Gaubert er að blanda öllu saman. Óperur eru hresstar við með Favela funki, „booty“ frá Miami blandað við þýskt „electró- popp“ eða r´n´b-hitti frá Beyoncé. Landamæri eru engin enda Gau- bert tónlistaralæta. Árið 2000 fékk svo Colette, frá hinni frægu tískubúð Chez Colette í París ,hann til að setja saman disk fyrir búðina sem gekk vel og á síðasta ári kom út sjöundi diskurinn í Colette-safninu meðal annars með tónlist úr sýningum YSL, Chanel og Rykiel. Gaubert hefur sett saman tónlist fyrir Chanel, Balenciaga, Soniu Rykiel, Yam- amoto, Ungaro og nú síðast Gucci svo örfáir séu nefndir. 47 ára er Michel Gaubert ókrýndur tísku- tónlistarkóngur. DJ-Gaubert

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.