Fréttablaðið - 02.02.2006, Síða 36

Fréttablaðið - 02.02.2006, Síða 36
 2. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR Eftirlætishúsgagn Hannesar Friðbjarnarsonar trommuleik- ara í Buff er forláta leðurstóll sem hefur fylgt honum lengi. Þegar Hannes er spurður hvert sé uppáhalds húsgagnið á heim- ilinu þarf hann ekki langrar umhugsunar við heldur bendir á leðurstól sem stendur við símann. „Þessi er búinn að fylgja mér alla ævi,“ segir hann og strýkur létt yfir gripinn. Hlær þó að spurn- ingu blaðamanns um hvort hann hafi fengið stólinn í tannfé. „Nei, hann hefur ekki alltaf verið í minni eigu heldur var hann einn af þeim hlutum sem ég ólst upp við því foreldrar mínir áttu hann. Svo fékk ég hann þegar ég flutti að heiman fyrir tíu árum. Held þau hafi viljað losna við hann. Þau eru gjörn á að láta okkur systkinin fá helst til of mikið af ýmsu ef þau geta troð- ið því á okkur!“ segir Hannes hlæjandi. Hann kveðst gæta þess að fara vel með gripinn. „Þess vegna hef ég hann hjá símanum en ekki inni í stofu fyrir fram- an sjónvarpið þar sem ég mundi slíta honum meira,“ segir hann og bætir við til skýringar. „Það er örugglega mjög erfitt að gera við hann eða skipta um efni í honum ef hann bilar eitthvað.“ Svo verð- ur hann sposkur á svipinn. „Það er ágætt að setjast í þennan stól og það er líka afskaplega gott að leggja eitthvað frá sér í hann. Ég er svolítið gjarn á að fleygja úlp- unni minni á hann – þó ég sé nú að reyna að venja mig af því.“ Einn af þeim hlutum sem ég ólst upp við Hannes vill hlífa sínum aldna stól við of miklu hnjaski en færði hann samt að bókahillunum fyrir myndatökuna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tilboðsdögum lýkur föstudag. Allt að 50% afsláttur. �������������������������������� ������������������������������ ��������������� ����������������������� ���������������������� Litrík búsáhöld og heimilistæki geta lífgað upp á eldhúsið. Það þarf ekki endilega að ráðast í stórvirkar framkvæmdir til þess að lífga upp á eldhúsið. Stundum er einfaldlega nóg að skipta um gardínur og smáhluti á bekkjum og borðum. Það er til dæmis hægt að láta einhvern líf- legan lit vera ráðandi og skreyta eldhúsið með bús- áhöldum og öðru í þeim lit. Það er ekki erfitt að finna búsáhöld í líf- legum litum og ýmis heimil is - tæki eru einnig orðin ótrúlega litrík. Það sem skiptir mestu máli er að láta hugmynda- flugið ráða og hafa augun opin fyrir öllu sem er aðeins öðruvísi. Litríkt og líflegt 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.