Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 2. febrúar 2006 11 50% afsláttur í 3 daga Rýmum fyrir nýjum vörum ÚTSÖLU Líttu á TILBOÐIN á www.tk.is OPIÐ í dag fimmtudag til kl. 9 föstudag til kl. 7 laugardag til kl. 6 - sunnudag til kl 1-5 MIKIÐ AF FRÁBÆRUM TILBOÐUM t.d. LOK MEIRIHÁTTAR SÆNGURFÖT VERÐ AÐEINS FRÁ: 1.595.- 1.990.- 2.500.- 2.990.- 3.790.- 4.990.- 7.500.- 8.500.- 9.500.- Yfir 20 mynstur, vefnaður: 100% Bómull, - Satín, - Silki, - Damask. Einstaklega mjúk og falleg. MJÖG FALLEGIR JÓLADÚKAR: stærðir : 220cm. 260cm. 320cm. allir með -50% afslætti, verð er frá 4.500.- LÖBERAR og DÚKAR Löberar stærð 40x120cm Dúkar stærð 85x85cm. verð frá 900.- FLOTTIR PÚÐAR MEÐ FYLLINGU: LEÐUR: áður kr 7.600.- Nú: 3.995.- SILKI: áður kr. 2.995.- Nú: 1.995.- BÓMULL: Áður kr. 1.500.- NÚ: 895.- MIÐVIKU- TIL SUNNUDAGS KRINGLUNNI Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM POTTAPLÖNTUR Með bóndadeginum hefst þorrinn og þá er miður vetur. Við finnum strax fyrir því að dagarnir eru aftur farnir að lengjast. Og þrátt fyrir hret og hraglanda hækk- ar sól á lofti, sem svo leggur sitt til að vekja í okkur vorhuginn. Þorrinn er samt mörgum þungur og langur. Blómstrandi plöntur eru þá ljúf lausn og koma til góðrar hjálpar við að þreyja þorrann. Hér er fjallað um tvær tegundir sem auðvelt er að nálgast núna. Kóraltoppur Kalanchoë blossfeldiana hybr. Notkun: Blómstrandi planta. Þykk- blöðungur. Birta: Eins mikil og hægt er miðað við árstíma, en aldrei í sterkri sól. Hiti: Heittemprað: 15-20°C. Vökvun: Mold ávallt rök meðan plant- an er í blóma. Umpottun: Plöntunum oftast fleygt eftir blómgun vegna þess að blómgun er háð sérstökum skilyrðum. Þær geta þó lifað áfram sem „grænar plöntur“ sem þó er hægt að láta blómgast aftur með dálitlum klókindum. Áburðargjöf: Ekki ráðleg fyrrr en eftir miðjan mars, þá daufur skammtur vikulega fram á haust. Kóraltoppur er þykkblöðungur frá Madagaskar og hefur slegið í gegn á þeim tæpu sextíu árum sem liðin eru frá því að hann var „uppgötvaður“. Einkum vegna þess hversu meðfærilegur hann er í ræktun og auðvelt hefur verið að fá fram hjá honum margvísleg litbrigði blóma. Upprunalegi blómliturinn er kór- alrauður, þar af nafnið, en nú er algengt að sjá blómin í rauðu, bleiku og gulu. Stundum er plantan seld undir heitinu „ástareldur“ en það nafn á önnur, óskyld en vinsæl garðjurt. Kóraltoppurinn dafnar best í góðri birtu þar sem ekki er of heitt á honum. Til þess að plantan blómgist aftur þarf að sinna henni með vökvun og áburði eins og öðrum plöntum - og að auki verður að sjá til þess að hún fái fjórtán tíma nótt eftir að plönturnar hafa náð æskilegri stærð. Kóraltoppur er dæmigerð skammdegisplanta. Hann blómgast aðeins þegar nóttin er orðin lengri en dagurinn. Garðyrkjumenn geta haft kóraltopp á markaði allt árið með því að myrkva plönturnar 14 tíma á sól- arhring eftir að þær hafa náð nægum þroska. Græðlingafjölgun er auðveld en heimaræktaðar plöntur verða alltaf renglulegar. Annars er kóraltoppur mjög þolinn og getur alveg staðið fyrir sínu sem blaðplanta árið um kring. Stofulyngrós Rhododendron simsii Notkun: Blómstrandi planta. Birta: Mikil óbein birta. Hiti: Heittemprað: 15-20°C. Vökvun: Haldið moldinni rakri. Umpottun: Sjá hér að neðan. Áburðargjöf: Súr áburður, dauf upp- lausn vikulega á sumrin. Stofulyngrósin, azalean eða alparósin er smárunni úr fjallahlíðum Austur-Asíu, þar sem árstíðamunur er ekki mikill og felst helst í því að úrkoma er mest á vet- urna en að öðru leyti er veður milt allt árið. Plönturnar eru sígrænar og vaxa eins og hávaxið lyng innan um gisinn skóg og runnakjarr þar sem jarðvegur er fremur súr og næringarsnauður en samt vel rakur allan ársins hring. Þegar vetrar- úrkomunni lýkur á vorin blómgast lyng- rósirnar í stórum breiðum og lita hlíðar og hæðir á geysistórum flæmum. Stofu- lyngrósin, sem oftast er kölluð „Azalea“, er blendingstegund sem varð til í Kína- veldi á fyrstu öldum kínverskrar menn- ingar, fyrir svo sem fjögur- til fimmþús- und árum. Af henni eru til mörg þúsund yrki (sortir) sem hvert hefur sín sérkenni. Til Vesturlanda barst stofulyngrósin svo í lok átjándu aldar og er ræktuð í stórum stíl í kring um borgina Gent í Belgíu þar sem jarðvegur og veðurfar henta henni vel. Gent er hin eiginlega „höfuðborg“ stofulyngrósarinnar og þaðan kemur mikill meirihluti allra þeirra stofulyng- rósa sem garðyrkjumenn rækta áfram til vetrarblómgunar í gróðurhúsum um öll Vesturlönd. Blómlitir eru í öllum blæbrigðum af rauðu og bleiku, einnig hreinhvítt og fölgult. Það er áríðandi að hafa ekki of heitt á stofulyngrósinni og að sjá til þess að moldin sé alltaf vel rök meðan plantan er í blóma. Áfram- haldandi ræktun er ekki á hvers manns færi en getur þó mætavel gengið ef fólk leggur sig eftir því og aðstæður eru fyrir hendi. Plantan getur staðið í garðinum yfir hásumarið en í gróðurskála annars allt árið. Blómstandi pottaplöntur lýsa upp þorrann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.