Fréttablaðið - 02.02.2006, Síða 53

Fréttablaðið - 02.02.2006, Síða 53
Myrkir músíkdagar hefjast núna um helgina. Hátíðin vex ár frá ári og verður nú í fyrsta sinn haldin á tveimur stöðum á landinu. „Þetta er fyrsta tilraunin til þess að tengja hátíðina við landsbyggð- ina,“ segir Kjartan Ólafsson tónskáld, sem hefur haft veg og vanda af skipulagningu Myrkra músíkdaga undanfarin ár. „Allt frá byrjun hafa Myrkir músíkdagar verið bundnir við höfuðborgarsvæðið en nú er það tónlistarhúsið Laugaborg við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit, rétt hjá Akureyri, sem verður sam- starfsaðili okkar fyrir norðan.“ Myrkir músíkdagar hefjast á laugardaginn og standa í rúma viku með tónleikum upp á hvern dag, stundum nokkrum tónleik- um sama daginn. Þar af verða fernir tónleikar haldnir bæði í Reykjavík og í Eyjafirðinum. „Á meðan hátíðin stendur fljúga listamenn og tónskáld á milli og flytja sömu dagskrána á báðum stöðunum.“ Hátíðin hefst á laugardaginn með tón- leikum í Laugarborg þar sem Caput-hópurinn flytur verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Snorra Sigfús Birgisson, Tryggva Bald- vinsson, Hafliða Hallgrímsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Huga Guðmundsson. „Sama kvöld verða opnunar- tónleikar í Reykjavík með kamm- erhópnum Atón, sem er kannski yngsti hópurinn á hátíðinni. Þau hafa verið að fara svolítið sínar eigin leiðir. Þetta er mjög spenn- andi hópur með mjög spennandi dagskrá.“ Fastir liðir á dagskránni eru til dæmis tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á fimmtu- daginn og tónleikar Blásara- sveitar Reykjavíkur, sem þetta árið verða haldnir á sunnudaginn kemur í Langholtskirkju. „Einnig verða mjög spennandi tónleikar með Tinnu Þorsteins- dóttur píanóleikara á miðviku- daginn. Hingað kemur tónskáldið Greg Davis frá Bandaríkjunum, en hljóðfæravalið á þessum tón- leikum er með ólíkindum. Við erum í vandræðum með að finna tæki til þess bara að hengja hljóð- færin upp.“ Tinna leikur þar á undirbúið píanó, sem þýðir að búið verður að skrúfa alls konar hluti inn í píanóið. „Tónleikarnir heita Nátt- úruljóð, því þetta verður mjög undarlegur og ansi spennandi hljóðheimur.“ Kammersveit Reykjavíkur mun síðan ljúka hátíðinni með tónleikum í Ými sunnudaginn 12. febrúar. „Venjulega hefur hún byrjað hátíðina en lýkur henni núna út af þessari samvinnu við Laugar- borg,“ segir Kjartan, sem á sér þann draum að Myrkir músíkdag- ar verði innan fárra ára haldnir víða um land. „Við sjáum framtíðina þannig fyrir okkur að hóparnir fari hringinn um landið. Myrkir mús- íkdagar gætu þá verið á hring- ferð um allt landið. Þetta yrði alls ekki óframkvæmanlegt en kallar á víðtækari skipulagningu heldur en verið hefur, þegar hátíðin er bara bundin við einn stað.“ Myrkir músíkdagar norður KJARTAN ÓLAFSSON TÓNSKÁLD Vonast til þess að Myrkir músíkdagar verði áður en langt um líður haldnir víða um land. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Síðustu 20 árin hefur Corolla verið mest keypti bíllinn. Íslendingar treysta Corolla og bera til bílsins tilfinningar sem gera það að verkum að þeir kaupa hann aftur og aftur. Kannski er svarið við spurningunni, af hverju Corolla, sú að Corolla er einstaklega ódýr bíll í rekstri, öruggur, þjónustan við eigendur er frábær – og svo er auðvitað gott að keyra hann. Kannski er svarið flóknara. Kannski eru það hinir óendanlegu möguleikar. Því þótt þú veljir Corolla þá er valið fjölþættara. Hvaða gerð af Corolla viltu, hvaða búnað, hvaða lit, hvaða skiptingu? Spurningarnar eru fleiri. Corolla er bíllinn þinn, þú ræður hvernig hann er. Á endanum velur þú Corolla. www.toyota.is Corolla tilfinningin er góð ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 3 07 81 1 2/ 20 05 Toyota Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyotasalurinn Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 421-4888 Toyotasalurinn Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Á endanum velur þú Corolla Sedan Verð frá 1.725.000 kr. Wagon Verð frá 1.775.000 kr. Hatchback Verð frá 1.685.000 kr. Þú getur einnig fengið Corolla Verso 7 manna Verð frá 2.240.000 kr. KAMMERSVEIT REYKJAVÍKUR Venjulega hefur það verið Kammersveit Reykjavíkur sem opnar Myrka músíkdaga, en í ár sér hún um lokatónleika hátíðarinnar. > Ekki missa af ... ... Tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í kvöld þar sem bandaríski fiðluleikarinn Rachel Barton Pine flytur fiðlukonsert eftir Joseph Joachim. Einnig flytur hljómsveitin sinfóníu nr. 6 eftir Sergei Prokofieff. Stjórnandi er Carlos Kalmar. ... óperunni Öskubusku eftir Rossini sem Íslenska óperan frumsýnir á sunnudags- kvöldið með Sesselju Kristjánsdóttur sópransöngkonu í aðalhlutverki. ... sýningu Þjóðleikhússins á verki Völu Þórsdóttur, Eldhús eftir máli – Hvers- dagslegar hryllingssögur, sem byggt er á smásögum Svövu Jakobsdóttur. Á árunum 1913-1915 var listamaðurinn Guðmundur frá Miðdal í verbúð í Þorláks- höfn. Í dag verður opnuð sýning á teikn- ingum sem hann gerði á þessum tíma. Sýningin verður á Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Guðmundur var mjög fjölhæfur lista- maður, lagði meðal annars stund á högg- myndasmíði, málaralist og eirstungu. Þar fyrir utan var hann einnig mikill áhuga- maður um íþróttir og stundaði þær af kappi. Mikill styrkur hans kom sér vel við sjósókn í Þorlákshöfn og reyndist hann sérlega duglegur sjómaður. Hann setti mikinn svip á verbúðalífið, stofnaði meðal annars fimleikaflokk meðal vermanna sem fram að þessu höfðu aðal- lega æft glímubrögð. Einnig rak hann þá áfram við Müllersæfingar og alls konar hopp og stökk. Þá alhörðustu fékk hann til að synda með sér í ísköldum sjónum. Meðan Guðmundur dvaldi í Þorláks- höfn teiknaði hann fjölda mynda af ver- búðalífinu og eru teikningar hans ómet- anleg heimild um mannlífið í Þorlákshöfn á árunum 1913 til 1916. Árið 1976 keypti Sveitarfélagið Ölfus teikningarnar sem verða á sýningunni á bókasafninu. Einnig verða þar ljósmyndir af Guðmundi í hlut- verki sjómannsins og annað sem Lýdía Pálsdóttir, eiginkona Guðmundar færði sveitarfélaginu að gjöf í tilefni af 25 ára afmæli bæjarins Þorlákshafnar. Teikningar frá verbúð 53

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.