Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 2. febrúar 2006 39 Hvernig er stemming- in? Súpubarinn Salvía lætur lítið yfir sér innst inni á fjölfarinni bens- ínstöð Esso við Borgartún og deilir þar afgreiðsluborði og matsal með samlokurisanum Subway. Sumum gæti þótt asi bensínstöðvarinnar og hraði skyndibitakeðjunnar frá- hrindandi, en andrúmsloftið kemur þægilega á óvart; er yfirvegað, ilmandi, snyrtilegt og nostursamt. Minnir eilítið á hve sælt er að lenda í þröng þar sem sáttir sitja saman; heilsuþenkjandi dömur með sæl- keralagaðar súpur og listilega skreytt glóðað brauð á litlum bakka, innan um lögreglumenn, jakkalakka og önnur karlmenni sem gæða sér einnig á súpum Salvíu sem og sam- lokum nágrannans í smjörpappír. Umræðuefnið er fjölbreytt og veitir innsýn í ólíka afkima mannlífsins og persónugalleríið skemmtilega marg litt. Fyrir utan lofthæðarháa gluggana iðar Wall Street Íslands þar sem gaman er að sötra af súpudisk með fjármálahverfið, eril og stórhýsi þess fyrir augum. Matseðillinn Fimm gómsætar, girnilegar súpur freista gesta og hver annarri unaðslegri. Hægt er að velja á milli ógleymanlegrar tómat- súpu með kjúklingabaunum, rjóm- a lagaðrar sveppasúpu, framandi og djarfrar Tex Mex-súpu, ítalskrar grænmetissúpu og dýrindis ind- verskrar karrí- og kókossúpu með blómkáli. Allar súpurnar eru fallega frambornar á lekkerum bökkum með ríkulega útbúnum brauðsneið- um eða nan-brauði, en gestir geta valið um hvort brauðið sé glóðað og velja sér álegg, rifna tómata, kot- a sælu, rauðlauk, ost, sinnep, gúrkur og fetaost. Í viku hverri er aukreit- is boðið upp á síbreytilega súpu vikunnar, sem ávallt er spennandi, saðsöm og braðgóð. Vinsælast Vinsælasta súpan hefur frá opnun Súpubarsins verið Tex Mex-súpan, borin fram með nachos-flögum, sýrðum rjóma og litríku grænmeti, en súpa vikunnar er ávallt vinsæll kostur, ekki síst hjá ört stækkandi hópi fastagesta sem gaman hafa af fjölþættum töfra- bröðum og ótvíræðum hæfileikum súpugerðarmeistara Salvíu. Súpubarinn Salvía er opinn frá 11 til 18, en stefnir á lengri opnun með hækkandi sól. VEITINGASTAÐURINN SÚPUBARINN SALVÍA BORGARTÚNI 39, 105 RVK FR ÉTTA B LA Ð IÐ /H EIÐ A Saðsamir súpu- draumar Bestu vín Suður-Afríku koma frá Paarl-héraðinu en þar eru ein- mitt Glen Carlou-víngarðarnir. Vínin frá Glen Carlou eru flokkuð með allra bestu vínum veraldar og hefur Diner´s Club tvívegis útnefnt framleiðandann víngerða- mann ársins á heimsvísu. Glen Carlou víngerðin var stofnuð árið 1985 af Walter Finlayson sem starfað hafði sem víngerðamað- ur hjá bestu vínframleiðendum Suður-Afríku. Nafn fyrirtækisins er fengið úr nöfnum dætra Walt- ers, en þær heita Lena, Carol og Louise. David, sonur Walters, hefur tekið við rekstri fyrirtækis- ins og ekki leið á löngu þar til hann var farinn að sanka að sér verð- launum. Í dag eru sum vín hans talin vera ein af tuttugu bestu vínum heimsins. Öfugt við flesta vínframleiðendur Suður-Afríku notar Glen Car- lou franskar vínþrúgur en ekki heimaþrúguna Pinotage. Ástæðan er sú að Walter lærði sitt fag í Frakklandi og hreifst af öllu sem gert er þar í víngerð. Vínin eru geymd í tunnum úr franskri eik. Hann bregð- ur frá frönsku hefðinni á þann hátt að vínin eru ekki hreinsuð í tunnum, heldur er umtalsvert botnfall í vínunum sem margir telja framtíðaraðferð. Glen Carlou Chardonnay Gefur af sér suðræna angan þar sem krydd, melónur og pawpaw- ávöxturinn eru í aðalhlutverk- um. Bragð vínsins er nokkuð flókin blanda af ávöxtum og ögn af kanil. Virtasta fagtímarit heims kaus þetta vín eitt af bestu hvítvínum heims í febrúar 2004. Vínið hentar vel með öllum fiski sem borin er fram með kraftmiklum sósum og meðlæti. Eins með ostum og humarsúpu. Verð í Vínbúðum 1.820 kr. Glen Carlou Grand Classique Vínið er gert úr týpískri franskri blöndu, þannig að flóknara verður það vart. Þetta er vín sem getur gengið með dökku kjöti eins og nauti eða villibráð og þurfa sósur að vera mjög bragðmiklar. Vínið er frekar þungt og mikið og þarf því að anda tölvert til að ná mýkt- inni fram. Með mjú- kostum í rómantísku andrúmslofti er þetta vínið. Verð í Vínbúðum 2.180 kr. Glen Carlou Shiraz Þetta er eitt besta nýjaheims- vínið á markaðnum um þessar mundir. Guðdómlegt vín sem hefur unnið til fjölda verð- launa eins og önnur vín frá Glen Carlou, enda er varla hægt að fletta víntímaritum án þess að þar sé minnst á þessi frábæru vín. Hentar vel með öllum bragðmikl- um og pipruðum mat og nýtur sín einning vel með öllum grillmat. Súkkul- aðitertur er góður kostur með þessu víni. Verð í Vínbúðum 2.530 kr. GLEN CARLOU: Talin með tuttugu bestu vínum heims
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.