Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 64
sport@frettabladid.is
Balic var okkar banabiti
ÍÞRÓTTALJÓS
ÍSLENSKA
LANDSLIÐIÐ
Í HANDBOLTA
Á EM Í SVISS
GEIR SVEINSSON
SÉRFRÆÐINGUR FRÉTTABLAÐSINS
Það er grátlegt að hafa ekki náð
að uppskera neitt úr þessum leik
gegn Króötum. Íslensku leik-
mennirnir eiga hrós skilið fyrir
frammistöðuna og þeir geta
verið mjög stoltir af leik sínum.
Handboltinn sem var spilað-
ur í leiknum var kannski ekki í
hæsta gæðaflokki, mikið var um
tæknileg mistök á báða bóga, en
leikurinn var þó þeim mun meira
spennandi.
Við spiluðum ekki jafn vel í
sókninni og áður og það sást sér-
staklega vel í fyrri hálfleiknum
þar sem skotnýtingin var ekki
eins góð og hún hefur verið fram
að þessu. Þá fengum við ekki
mikið af hraðaupphlaupum en
þetta lagaðist síðan í seinni hálf-
leik og skotnýtingin batnaði. Það
vantaði þó herslumuninn og það
var alveg ljóst að við liðum fyrir
áföllin sem hafa dunið yfir okkur
á mjög skömmum tíma; að missa
Alexander fyrir leikinn og svo
Einar strax í upphafi hans.
Varnarleikurinn var virkilega
góður hjá okkur og við gerðum
Króötum mjög erfitt fyrir. Þeir
náðu engan veginn góðu floti
í sókninni og þar var þáttur
Sigfúsar mjög mikill. Hann stýrði
vörninni virkilega vel og svo var
Birkir Ívar sterkur í markinu í
seinni hálfleiknum eftir misjafn-
an fyrri hálfleik. Okkar banabiti
var Ivano Balic sem steig alltaf
upp þegar aðrir leikmenn í króat-
íska liðinu virtust ráðþrota og
gerði gæfumuninn fyrir þá undir
lokin.
Það hefur vel gengið gegn
Noregi að undanförnu en við
höfum þó ekkert í hendi okkar
fyrir leikinn gegn þeim í dag. Við
verðum bara að einbeita okkur
að því að sigra og leggjast síðan á
bæn um að úrslit í öðrum leikjum
verði okkur hagstæð. Það er allt
galopið í þessu og ef strákarnir
ná að vinna Noreg hafa þeir svo
sannarlega unnið sína vinnu.
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Stangarstökkvar-
inn Þórey Edda Elísdóttir úr FH
mun fara í speglun á öxl næsta
mánudag. Upphaflega átti hún að
gangast undir speglunina síðasta
mánudag en það þurfti að fresta
henni þar sem Þórey var veik.
„Ég veiktist mjög af kvefi og
hálsbólgu og það má víst ekki
svæfa mann í þannig ástandi. Ég
missti röddina og því var þessu
frestað um viku og ég var farin að
geta talað aftur í morgun,“ sagði
Þórey við Fréttablaðið en hún er
mjög bjartsýn á að það sé þó ekk-
ert alvarlegt sem ami að. „Það
er frekar langt síðan ég pantaði
þessa speglun og nú vil ég eigin-
lega bara að fá að vita nákvæm-
lega hvað það er sem er að.“
Þ ó r e y
hefur ekki
getað tekið
þátt í und-
i rbú n i ngs -
t í m a b i l -
inu vegna
meiðsla í
öxl. „Ég var
sár yfir því
fyrst en er það ekki lengur. Það
er utanlandstímabilið sem skiptir
máli og ég er ákveðin í að standa
mig þar,“ sagði Þórey sem var
best í stangarstökki kvenna á síð-
asta ári af keppendum á Norður-
löndum og var í sjöunda sæti yfir
bestu stangarstökkara í Evrópu í
kvennaflokki.
- egm
Þórey Edda Elísdóttir fer í speglun á öxl á mánudag:
Vonandi ekki alvarlegt
ÞÓREY EDDA
Sævar æfir með ÍBV
Framherjinn Sævar Eyjólfsson er að æfa
með ÍBV þessa dagana og er ljóst að
hann mun ekki vera áfram hjá Þrótti
á næsta tímabili. Sævar er 27 ára
gamall og er enn einn leikmaðurinn
sem yfirgefur Þrótt síðan félagið féll úr
Landsbankadeildinni í sumar.
Viggó Sigurðsson var svekktur en
stoltur af strákunum sínum eftir
leikinn í gær enda gáfu þeir allt
sem þeir áttu í leikinn. „Það
vantaði ótrúlega lítið upp á og
við fórum illa að ráði okkar
í stöðunni sex á móti
fjórum og það var hræði-
legt að tapa boltanum.
Annars voru Óli og Arnór
úrvinda eftir mikið álag
og það voru hreinlega
ekki til skiptimenn fyrir þá
og það kostaði sitt,“ sagði
Viggó en bætti við að það
hefði sitt að segja að missa
Alexander fyrir leikinn og svo
Einar strax í upphafi en hann
byrjaði leikinn mjög vel áður
en hann vankaðist eftir að hafa
fengið þungt höfuðhögg.
„Annars fannst mér strákarnir
hafa spilað stórkostlega og þeir
geta verið stoltir. Ísland er búið að
eignast frábært handboltalið
sem stendur í bestu þjóð-
um heims. Nú þurfum
við að treysta á aðra
því við viljum meira.
Ég hef ekki þorað
að reikna of mikið
fram í tímann því
þetta eru allt jöfn
lið hérna og það
er slegist upp á síðustu
sekúndu í öllum leikjum
hérna,“ sagði Viggó en
hann hélt vart vatni yfir
Ivano Balic eins og fleiri í höllinni í St.
Gallen.
„Hann vann leikinn fyrir þá og þetta er
einfaldlega snillingur. Við vorum búnir
að halda honum í skefjum en hann kom
og skoraði öll úrslitamörkin í leiknum.
Okkur vantar smá heppni en það er
þannig í íþróttum að heppni er oft með
góðu liðunum og þetta er eitt besta lið
heims,” sagði Viggó en bar höfuðið hátt
þrátt fyrir tapið.
„Við þurfum ekkert að skammast okkar
fyrir að tapa með einu marki fyrir þessu
liði. Maður hefði einhvern tímann verið
sáttur við að tapa fyrir Króatíu með einu
marki en við sáum að við gátum gert
betur og því er maður örlítið svekktur,“
sagði Viggó Sigurðsson að lokum.
LANDSLIÐSÞJÁLFARINN VIGGÓ SIGURÐSSON: SEGIR IVANO BALIC HAFA VERIÐ MUNINN Á LIÐUNUM
Ísland er með heimsklassa handboltalið
HANDBOLTI „Við töpum þessu á
eigin klaufaskap því ég get ekki
séð að þeir hafi verið neitt betri en
við,“ sagði hornamaðurinn Guðjón
Valur Sigurðsson hundsvekktur í
leikslok.
„Við gerðum óhemju dýrar vit-
lausur og okkur var refsað fyrir
það. Menn trúðu því að þeir gátu
unnið en við vorum ekki nógu
agaðir síðustu tíu mínúturnar. Við
fengum svo sannarlega tækifæri
í leiknum en nýttum þau ekki því
miður. Vonandi lærum við af þessu
og gerum betur næst,“ sagði Guð-
jón sem vill ekki meina að þreyta
hafi átt hlut í tapinu.
„Öll lið eru orðin þreytt og það
er engin afsökun að segja að liðið
sé þreytt enda erum við að spila
jafn mikið og hin liðin. Þetta er
líka spurning um einbeitingu og
við munum ekki skýla okkur á bak
við einhverja þreytu. - hbg
SIGUR Leikmenn Króata fagna eftir leikinn.
Þjálfari Króatíu:
Íslenska liðið
mjög öflugt
Guðjón Valur Sigurðsson:
Vorum klaufar
HANDBOLTI „Þetta var rosalega erf-
iður leikur fyrir mitt lið. Ég held
að við höfum leikið vel í dag og
stigin tvö voru frábær og gríðar-
lega mikilvæg,“ sagði hinn líflegi
Lino Cervar eftir leikinn í dag og
brosti allan hringinn.
„Í síðari hálfleik vorum við
betra liðið í vörn og sókn en ég
var sérstaklega ánægður með 6/0
vörnina hjá okkur. Balic var frá-
bær sem og Lackovic. Annars vil
ég hrósa íslenska liðinu því það
lék mjög vel og sýndi hversu öfl-
ugt það er. Ég tek hatt minn ofan
fyrir þessu baráttuglaða liði.“ - hbg
> Einar úr leik
Einar Hólmgeirsson, örvhenta skytta
íslenska liðsins, rotaðist í leiknum
gegn Króatíu í gær og var fluttur á
sjúkrahús með heilahristing. Einar fékk
þungt höfuðhögg þegar hann reyndi
að stöðva skot frá einum króatíska
leikmanninum og féll við í jörðina með
andlitið á undan. Einar stóð upp með
fossandi blóðnasir og risavaxið kýli út úr
gagnauganu og var strax ljóst að hann
myndi ekki spila meira með. Einar
mun líklega ekki geta spilað
meira með á mótinu og er
hann þannig
annar örvhenti
leikmaðurinn
sem getur ekki
spilað með íslenska
liðinu það sem eftir er,
en áður hafði Alex Pet-
ersson verið útilokaður
vegna kjálkabrots.
FÓTBOLTI Bjarni Guðjónsson gæti
verið á leið í MLS-deildina í
Bandaríkjunum og yrði hann þá
fyrsti Íslendingurinn til að leika í
deildinni.
Bjarni fékk sig lausan frá enska
1. deildarliðinu Plymouth Argyle á
mánudaginn og er í viðræðum við
New Jersey MetroStars í Banda-
ríkjunum en Youri Djorkaeff,
fyrrum landsliðsmaður Frakk-
lands, leikur með félaginu og þá
lék Lothar Matthäus með því um
tíma. -egm
Fyrsti íslendingurinn í MLS?
Bjarni til
Bandaríkjanna
BJARNI GUÐJÓNSSON Til MetroStars?
HANDBOLTI Fjölmiðlar í Danmörku
og Noregi fylgjast að sjálfsögðu af
kappi með landsliðum sínum á EM
í Sviss og eru duglegir í umfjöll-
un sinni um frammistöðu þeirra
á mótinu. Árangur íslenska lands-
liðsins hefur smátt og smátt verið
að fá meiri athygli hjá norrænu
fjölmiðlunum og birti danska
Extrabladet til að mynda nokkuð
stóra grein um magnaðan sigur
Íslendinga á Rússum í fyrradag.
Í fyrirsögn blaðsins segir
„Ísland niðurlægði Rússland“
og í framhaldinu er sagt frá því
hvernig íslenska liðið afsannaði
hrakspár flestra fyrir leikinn.
„Ísland á möguleika á því að gera
stóra hluti á EM.“ Svona hljóðar-
upphafsorðin í grein blaðsins um
glæstan sigur Íslendinga á Rúss-
um og síðan rekur blaðið hvernig
íslenska liðið, undir stjórn fyr-
irliðans Ólafs Stefánssonar, hafi
valtað yfir rússneska liðið eftir
smá upphafsskrekk. - vig
Danskir fjölmiðlar:
Rússar voru
niðurlægðir
HANDBOLTI Íslenska liðið mætti til
leiks án Alexanders Petersson sem
kjálkabrotnaði gegn Rússum. Hans
stöðu tók herbergisfélagi hans,
Einar Hólmgeirsson, en þátttaka
hans var stutt því hann rotaðist
snemma og varð að yfirgefa völl-
inn. Íslenska liðið byrjaði leikinn
á því að klippa út þá Ivano Balic
og Petar Metlicic en leyfði Blaz-
enko Lackovic þess í stað að leika
lausum hala. Sú taktík gekk ágæt-
lega því sóknarleikur Króatanna
var lengi vel stirðbusalegur en
þeir voru samt ótrúlega drjúgir og
skoruðu fjölda marka eftir langar
sóknir.
Það var áberandi mikið stress í
herbúðum beggja liða í fyrri hálf-
leik og leikurinn bar þess greinileg
merki að mikið var undir. Jafnræði
var með liðunum en eins og svo
oft áður hafði Ísland frumkvæðið.
Ísland náði mest þriggja marka
forystu í hálfleiknum en Króatar
komu til baka og jöfnuðu fyrir hlé,
13-13.
Króatar höfðu þétt í götin í
vörninni í hálfleiknum og spiluðu
svakalega öfluga 6/0 vörn í síðari
hálfleik. Sóknarleikur Íslands var
vandræðalegur oft á tíðum og liðið
höndlaði það heldur ekki vel þegar
Ólafur Stefánsson var tekinn úr
umferð og mátti greinilega sjá að
þreyta var komin í hina ungu Arnór
og Snorra Stein.
Króatar tóku frumkvæðið í
leiknum og nánast gengu frá honum
þegar þeir náðu fjögurra marka
forystu, 24-28. Íslenska liðið tók
góðan kipp í kjölfarið og minnkaði
muninn í 26-28. Þá var rúm mínuta
eftir af leiknum, Ísland með bolt-
ann og tveim mönnum fleiri. Ivano
Balic gerði sér þá lítið fyrir og
stal boltanum af Arnóri Atlasyni,
hlaup upp allan völlinn og fiskaði
vítakast sem Dzomba skoraði úr og
drap um leið alla von Íslands um
stig í leiknum.
Þrátt fyrir tapið getur íslenska
liðið borið höfuðið hátt. Strákarnir
gáfu allt sem þeir áttu og með smá
heppni hefði liðið getað nælt í stig
en mörg mikilvæg fráköst end-
uðu í höndunum á Króötum. Liðið
réð samt einfaldlega ekki við hinn
brögðótta Ivano Balic sem lék á
als oddi og fór á kostum þótt hann
hefði nánast verið í gjörgæslu allan
leikinn.
Guðjón Valur var frábær og
gafst aldrei upp og slíkt hið sama
má segja um Ólaf Stefánsson sem
var drjúgur sem fyrr. Róbert nýtti
skot sín frábærlega og fiskaði góð
víti en hann hefur átt fína innkomu
í síðustu tveim leikjum. Skotin hjá
Snorra Steini gengu ekki upp en
þrátt fyrir það stýrði hann liðinu
af röggsemi og sjálfstrausti en sjá
mátti að hann var orðinn þreyttur
enda leikið mikið á mótinu. Slíkt
hið sama má segja um Arnór Atla-
son en mikil ábyrgð hefur legið á
herðum þessara ungu drengja. Sig-
fús var frábær í vörninni og Birk-
ir Ívar ákvað aldrei þessu vant að
taka góða hálfleikinn í síðari hálf-
leik en því miður skilaði það ekki
stigi.
Noregur er næst og það er grát-
legt til þess að hugsa að sigur í þeim
leik muni ekki fleyta liðinu örugg-
lega áfram í undanúrslit en úrslit
mótsins hafa ekki beint verið liðinu
í hag það sem af er. Það breytist
vonandi á morgun en númer eitt er
að klára sinn leik en hann tryggir
liðinu í sex efstu sætin sem yrði
frábær árangur. - vig
Hinn brögðótti Balic sá
um strákana okkar
Líkur Íslands á að komast í undanúrslit á EM dvínuðu verulega í gær þegar
liðið tapaði fyrir ólympíumeisturum Króata, 28-29, í spennuþrungnum leik þar
sem besti handknattleiksmaður heims, Ivano Balic, fór á kostum.
EKKI LENGRA Vörn íslenska liðsins var ágæt
lengst af leik en hún réð engan veginn við
Ivano Balic, sem sést á litlu myndinni.
NORDICPHOTOS/AFP