Fréttablaðið - 02.02.2006, Side 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
����������
����������
SIMPLY CLEVER
SkodaOctavia
GullnaStýrið
Skoda Octavia hefur meðal annars
hlotið Gullna stýrið, einhver
eftirsóttustu bílaverðlaun heims.
Skoda Octavia er sannkölluð listasmíð og bera
ótal verðlaun fagmanna og bíleigenda um alla
Evrópu glöggt vitni um það. Íslendingar hafa
líka tekið Octavia vel en hann var mest seldi
bíllinn í sínum stærðarflokki á síðasta ári.
Við óskum eigendum Skoda til hamingju,
þeir hafa gert góð kaup. Ykkur hinum
bjóðum við í reynsluakstur.
A
u
ka
b
ú
n
að
u
rá
m
yn
d
: á
lfe
lg
u
r,
þ
o
ku
ljó
s
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
4
0
9
8
Skynsemi og glæsileiki
fara vel saman
MIKIL umræða hefur verið að
undanförnu um viðbrögð múslima
við skopteikningum af Múhameð
spámanni. Heyrist mér umræð-
an einkennast mjög af fáfræði og
fordómum. Til að skilja viðbrögð
múslima verðum við að skilja eðli
trúar þeirra. Miklar ranghug-
myndir eru á meðal Íslendinga
varðandi það sem við köllum Múh-
ameðstrú. Kemur það skírast fram
í nafngiftinni. Þeir sjálfir kalla
trúna sína Islam. Þeir trúa ekki á
Múhameð heldur Guð. Múhameð
er aðeins spámaður. Islam hefur
mjög neikvæða ímynd hér á landi.
Fjölmiðlar hafa brenglað hug-
myndir okkar um Islam með því
að flytja okkur endalausar fréttir
af geðveikum hryðjuverkamönn-
um og kalla þá Múhameðstrúar-
menn. Það er líkt og fjölmiðlar
í Asíu notuðu hugmyndafræði
Votta Jehóva til að lýsa kristni
og allur heimurinn dæmdi okkur
Íslendinga alla sem Votta Jehóva.
Okkur þætti það líklega frekar
ósanngjarn dómur. Sannleikur-
inn er sá að hugmyndafræðingar
hryðjuverka eiga meira sammerkt
með pólitískri hugmyndafræði en
trúarbrögðum.
VIÐ fáum, því miður, alltof lítið
af jákvæðum fréttum um Islam
og þekkjum lítið sögu hennar og
menningu. Islam er falleg trú.
Orðið Islam merkir undirgefni
eða hlýðni. Þeir trúa á nákvæm-
lega sama guð og við og Gyðing-
ar. Islam eru önnur stærstu trú-
arbrögð í heimi. Arabíska orðið
„Allah“ þýðir einfaldlega Guð.
Islam á sér fimm grundvallar
stoðir. Fyrst er Trúarjátningin.
Næst er Bæn en múslimar biðja
fimm sinnum á dag. (Hvað ætli
margir kristnir nái því)? Þriðja
er Ölmusa. Fjórða stoðin er Fast-
an. Síðasta er svo Pílagrímsferðin
en allir múslimar eiga að fara til
Mekka að minnsta kosti einu sinni
á ævi.
MÉR finnst leiðinlegt hvað krist-
ið fólk talar oft af mikilli lítils-
virðingu um önnur trúarbrögð. Ég
hvet alla til að kynna sér Islam til
að forða sér frá fordómum. Leiðin
að einingu manna, óháð trúarskoð-
unum, liggur í gegnum umburðar-
lyndi og virðingu. Við verðum að
umbera aðra, á sama hátt og við
krefjumst þess að þeir umberi
okkur. Múslimar eru trúbræður
kristinna manna þó þeir tilbiðji
Guð á annan hátt en við. Þá ber
ekki að óttast eða fyrirlíta held-
ur elska og virða. Múslimar eru
Guðs börn og það sem við gerum
einum minnsta þeirra það gerum
við föður þeirra.
Islam
NFS ER Á VISIR.IS
Bein útsending á VefTV og
upptökur þegar þér hentar