Tíminn - 14.05.1977, Síða 29

Tíminn - 14.05.1977, Síða 29
Laugardagur 14. mal 1977 29 gat reynt að læra rúss- nesku til að stytta tim- ann i fangavistinni. Hann grunaði það, að dvöl þeirra systkina i rússneska keisara- dæminu gæti orðið lengri en búizt var við i fyrstu. Það gat þvi verið gott að ná dálitilli leikni i þessu erfiða tungu- máli. Einstök orð og nokkrar setningar hafði hann þegar lært, en hann gat þó ennþá ekkert fylgzt með i sam- tali og ekkert skilið á bók. Hann vildi gjarnan læra að skilja rúss- nesku. Það kom sér vel, að von var á yfirmanni fangahússins i heimsókn daginn eftir og hann skildi dálitið i þýzku. Árni bað hann leyfis að mega læra rússnesku, og bað hann að útvega sér kennslubækur fyrir byrjendur. Umsjónar- maðurinn tók þessu vel, og veitti honum lika leyfi til að fá pappir og ritföng. Árni minntist þess ekki að hann hefði nokk- urn tima gengið að námi af sliku kappi og áhuga. Áður hafði hann ætið lit- ið svo á, sem lexiur og skólanám væri hlutir, sem ekki væri hægt að komast undan, en væri i sjálfu sér ekkert eftir- sóknarvert, en nú fannst honum það regluleg nautn, að sökkva sér of- an i námið og gleyma um stund erfiðleikum dagsins. Árni vann eins og hestur. Hann lærði að þekkja og skrifa hið erf- iða rússneska stafróf. Hann þýddi og las mál- fræði og kepptist við meira en nokkru sinni fyrr. Varðmennirnir hrifust af kappinu og á- huganum hjá Árna. Þeir leiðbeindu honum með framburðinn og út- skýrðu eftir þvi sem þeir gátu, margt sem Árni átti erfitt með að skilja. Á þessum þremur mánuðum sem Árni var þarna innilokaður, lærði hann þvi talsvert i rúss- nesku, að lesa hana og tala. Hann gat lesið nokkum veginn léttar bækur, skildi sæmilega mál manna og hafði náð talsverðum orðaforða. Þegar Árni hafði þannig fengið hæfilegt verkefni til að fást við, fann hann miklu minna til fangavistarinnar, og sætti sig við lifskjör sin. Það var eins og hann yrði rólegri og sljórri með hverjum deginum, sem leið og dagamir liði tilbreytingarlaust, einn eftir annan. Ekkert nýtt skeði, — enginn tal- aði við hann. Hann var algjörlega utan við heiminn, og vandamál annarra náðu ekki til hans. En hann hefði ekki haft þessar kveljandi á- hyggjur út af Berit og framtið þeirra beggja, þá hefði hann eins getað verið þama rólegur i þrjú ár og þrjá mánuði. Það væri þó rangt að segja að honum likaði lifið. Nei, — þannig var það ekki. Langt frá þvi! Enginn heilbrigður maður unir þvi að vera lokaður inni i vikur og mánuði. En þáð var eins og hann gleymdi tilverunni. Hann hafði misst af timatalinu. Hann vissi ekkert, hvort dagurinn hét föstudagur eða mánudagur, og honum var alveg sama. Allt var einskisvert. 6. En loks kom að þvi, að fangavistinni var lokið. Snemma morguns I byrjun marzmánaðar 1914 kom fangavörður- inn inn i klefann til Árna og sagði honum að tygja sig til ferðar. Farangur sinn allan, lika það, sem tekið var af honum, er hann var settur inn, skyldi hann taka með sér. Er Árni spurði hvert ferðinni skyldi heitið, sagðist vörðurinn ekkert vita það. En Árni gat sér þess til, að hann yrði fluttur til Tomsk. Hann hafði séð það i dagblaði nokkru áður að rann- sóknum, út af morðinu á borgarstjóranum, væru nú lokið og yrði nú mál höfðað gegn 193 mönn- um, sem ákærðir voru fyrir þátttöku i morðinu. Þannig var þá málum komið. Þar áttu örlög þeirra að ákvarðast. Skyldi hann nú að fá að sjá Berit og dveljast með henni? Ósk hans rættist fyrr en hann varði. Litlu sið- ar var farið með hann niður I varðstofuna — og þar stóð Berit. Hún var litið eitt fölleiktari en hún átti að sér, eftir fangavistina en annars sá ekkert á henni. „Aldrei hefur hún verið svona falleg”, hugsaði Árni með sjálf- um sér, — en ef til vill fannst honum það, af þvi að hann hafði ekki séð hana i þrjá mánuði. Ekki fengu þau lengi að njóta gleði endur- fundanna. Bifreiðin, sem flutt hafði þau hingað, stóð nú við dyrn- ar og út I hana var þeim fylgt. Dyrunum var lok- að að baki þeirra og svo var ekið af stað. En nú voru þau ekki ein I innri klefanum i bilnum. Auk þeirra voru sautján manns i bilnum, — fjórtán karlmenn og þrjár konur. Klefinn var þéttsetinn. Allt þetta fólk átti að fara fyrir dómstólana i Tomsk. Er þau komu á járn- brautárstöðina, var all- ur hópurinn settur inn i sérstakan fangavagn. Hann var ekki ólikur þriðja farrýmis svefn- vögnum, að þvi leyti, að honum var skipt i smá- klefa fyrir tvær til þrjár manneskjur. Þau Árni og Berit voru svo heppin að fá klefa saman. í vagninum voru auk þess fjórir alvopnaðir lög- regluþjónar. Þarna gátu þau i fyrsta skipti spjallað saman eftir þriggja mánaða að- skilnað. Það kom I ljós að meðferðin á Berit hafði verið lik þvi, sem Árni átti við að búa, að öðru leyti en þvi, að kon- ur voru þar fangaverðir. Það merkilega hafði skeð, að Berit hafði lika fundið upp á þvi að læra rússnesku, til þess að hafa eitthvað fyrir stafni. Hún er áreiðan- lega betri en ég I rússn- esku, hugsaði Ámi. Hún er svo hneigð fyrir málanám. Svo fóru þau að bera saman bækur sinar og reyna hvort þeirra vissi meira. Ekki vissu þau neitt, hve langan tima ferðin tók. Inni i vagninum var enginn munur á nótt og degi. Alltaf loguðu þessi skæru glampandi raf- ljós. Þau stofnuðu þegar þau þreyttust, en annars sátu þau og mösuðu saman og nutu þess að geta rabbað saman i næði. Þau gleymdu erfiðleikunum. öðru hverju var matur réttur inn til fanganna gegnum litið op á veggnum. Það var aðallega te og brauð, og einstöku sinn- um kjötkássa i skál. En hvort máltiðirnar voru á daginn eða um miðjar nætur, það höfðu þau enga hugmynd um. Það létu þau sig engu varða. 7. Að lokum var þó vagn- hurðinni lokið upp. Þau voru komin á leiðar- enda. Þau fóru út úr lestinni og inn i lög- reglubifreið af sömu gerð og i Irkutsk. Auk þeirra komu lika i bllinn þessir sautján ferða- félagar þeirra úr lest- inni, og var svo ekið af stað. Eftir nokkrar minútur staðnæmdist bifreiðin aftur. Er þau systkinin komu inn i þetta fangahús, urðu þau fyrir miklum vonbrigðum. 1 saman- burði við fangahúsið I Irkutsk, var þetta sóða- legt og gamaldags. Auk þess var það yfirfullt vegna rannsókna út af morðmálinu. Árna var visað inn i litinn fanga- klefa, ásamt fjórum öðr- um. Var hann heldur minni en sá, sem hann hafði einn i Irkutsk. Hann hrökk til baka I dyrunum, er hann fann óloftið i klefanum. Hér var enginn gluggi með járnrimlum fyrir,eins og i Irkutsk en i þess stað voru loftrásarop með járngrind fyrir al- veg upp undir lofti, en I járngrindina hafði setzt svo mikið af ryki og kóngulóarverf, að að- eins dauf ljósglæta féll inn i klefann. Árna fannst þetta alveg hræðilegt, en við þvi var ekkert að gera. Hér i þessum harðlæsta klefa varð hann að kúldrast ásamt hinum fjórum. Ekki var Berit betur sett. Ásamt henni voru sjö konur i klefanum og var hann engu stærri né hreinlegri en klefinn sem Ámi var. í þessum klefum sváfu fangarnir hlið við hlið á gólfinu I óhreinum hálmi. Ekkert rúm var fyrir fangana að hreyfa sig I klefan- um, og enginn stóll til að setjast á. Þetta var hreinasta kvalræði. Á fjórða degi hófst yfirheyrslan. Þar sem hinir ákærðu voru svo margir var hátiðasal borgarinnar breytt i réttarsal. Uppi á leiksviðinu sat dómarinn með fulltrú- um sinum og skrifurum. Hér sátu lika kviðdóm- endurnir, tólf virðulegir menn frá Moskvu. Þeir voru komnir svona langt að til að útilokað væri að nokkur þeirra væri i ætt eða tengdum við sak- borningana, eða per- sónulegur vinur þeirra. Á næstu bekkjum framan við leiksviðið sátu hinir ákærðu og sneru að dómurunum. Af þvi að sakborning- arnir voru svona margir og að áliti lögreglunnar viðsjálir glæpamenn sem var trúandi til alls, var ákveðið að hlekkja þá alla saman meðan yfirheyrslan fór fram. Fram með bekkjunum voru festir I gólfið sterk- ir hlekkir eða keðja. Með stuttu bili, eða við hvert sæti á bekkjunum, var svo haglega gerður lás festur i keðjuna. Hin- ir ákærðu voru leiddir inn I réttarsalinn i smá- hópum. Voru tiu I hverj- um hópi. Þeim var vísað til sætis á fremstu bekkjunum og jafnóðum og þeir settust niður var lásnum skellt utan um annan fótinn á þeim. Voru þeir þannig allir hlekkjaðir við gólfið. Berit leit ekki vel ut, er hún var færð inn I réttarsalinn um morguninn. Hún hafði varla sofnað dúr undan- farnar nætur, og ekki hafði hún getað þvegið sér, eða lagað sig neitt til. Hún var látin setjast á einn bekkinn eins og hinir og hlekkjuð við gólfið. Hér varð hún að dúsa, þar til lásinn var opnaður aftur. Hún leit i kringum sig og sá hvar Denikin sat á fremsta bekk, ásamt verstu glæpamönnunum. Þeg- ar hann kom auga á hana, brosti hann til hennar og sendi henni koss á fingrum sér. Hún tók ekki kveðjunni og leit aldrei á hann aftur. Henni fannst þau systkinin hafa þegar haft nóga erfiðleika af kynningunni við hann og fengið nóg af ástúð hans og óvelkomnu bréfum. Hann hlaut að vita hver óhöpp þau höfðu af hon- um hlotið, þótt hann léti það ekki á sér sjá. En hvar var Árni? Ætli þeir komi ekki bráðlega með hann? Jú, — rétt i þessu var hann leiddur inn. Berit veifaði ákaft til hans, er hún köm auga á hann, en Árni tók kveðju hennar með dauflegu brosi. Svo hvarf hann henni I mannþröngina og var hlekkjaður niður á bekk langt að baki hennar. Vesalings Árni! Hann leit sannarlega ekki vel út. Liklega leit hún ekki betur út sjálf. Ekki hafði hún litið i spegil, siðan hún var i Irkutsk. Berit leit upp á áheyran'dapáll ana. Þar sátu meðal annarra ungar, fagrar konur með mönnum sin- um, sællegar, vel snyrt- ar, með gljáandi leður- hanzka, — og það sem mest var um vert, frjálsar og áhyggjulaus- ar. Þær gátu staðið upp ef þeim leiddist i réttar- salnum og gengið heim til sin og setzt þar að snyrtilega framreiddum miðdegisverði og háttað að kvöldi I hlýtt og hreinlegt rúm. Berit varð hugsað til sin. Hún átti ekkert heimili, þótt

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.