Fréttablaðið - 18.02.2006, Page 2
2 18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR
... og mundu
eftir ostinum!
BAUGSMÁL Framburður Jóns Garð-
ars Ögmundssonar, fyrrverandi
maka Kristínar Jóhannesdóttur
og tengdasonar Jóhannesar Jóns-
sonar í Bónus, rekst í meginatrið-
um á við framburð Jóns Geralds
Sullenbergers í Baugsmálinu.
Jón Garðar bar vitni í tengslum
við aðalmeðferð málsins í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær og sagði
framburð Jóns Geralds í lögreglu-
skýrslum um reikninga Nordica
Inc á fyrirtækið Pönnu Pizzur
furðulegan.
Jón Garðar gat skorast undan
því að bera vitni þar sem sambúð
hans og Kristínar er lokið en hann
kaus að bera vitni engu að síður.
Á þeim tíma sem Kristín
Jóhannesdóttir, einn sakborning-
anna í Baugsmálinu, flutti inn
bifreið frá Bandaríkjunum rak
Jón Garðar Pönnu Pizzur ehf sem
var í eigu fjölskyldu Jóhannesar
Jónssonar í Bónus.
Um bílakaup Kristínar og 1,7
milljóna króna reikning Nordica
Inc segir Jón Gerald í lögreglu-
skýrslum að umræddur reikning-
ur sé efnislega rangur og gefi til
kynna ráðgjafarþjónustu fyrir
Pönnu Pizzur en ekki kostnað
vegna kaupa á bifreiðum. Jón Ger-
ald segir jafnframt í skýrslu lög-
reglu að hann hafi aldrei átt nein
viðskipti við Pönnu Pizzur. Þetta
áréttar hann í lögregluskýrslum og
segir engin viðskipti hafa legið að
baki reikningum sem Nordica Inc
hafi gefið út á Pönnu Pizzur ehf.
Jón Garðar sagði í réttinum
í gær að þessi framburður væri
óskiljanlegur og hreinn spuni.
Hann og Jón Gerald hefðu þekkst
lengi og verið í tveggja til fjög-
urra mánaða viðskiptasambandi
um hugsanlegan innflutning á
hráefni og umbúðum fyrir Pönnu
Pizzur síðla ársins 1999. Jón Ger-
ald hefði iðulega fengið lánaðan bíl
hjá sér og fyrirtækinu og jafnvel
kona hans einnig á ferðum þeirra
til Íslands. Störfum Jóns Geralds
fyrir Pönnu Pizzur hefði lokið án
þess að af viðskiptum yrði. Vinna
Jóns Geralds hefði verið umtals-
verð og samist hefði um að reikn-
ingur Nordica Inc vegna vinnu
Jóns Geralds yrði sem næst 1,7
milljónum króna eða 23.970 doll-
arar. Bar Jón Garðar að það hefði
verið sanngjörn upphæð.
johannh@frettabladid.is
Vitni segir framburð
Sullenbergers spuna
Framburður Jóns Geralds Sullenbergers og fyrrverandi maka Kristínar Jóhann-
esdóttur, sakbornings í Baugsmálinu, stangast algerlega á. Hreinn spuni hjá
Jóni Gerald sagði vitnið þegar réttað var í Baugsmálinu í gær.
JÓN GERALD SULLENBERGER Segist engin
viðskipti hafa átt við Pönnu Pizzur ehf og
reikningur sinn stílaður á fyrirtækið hafi
ranglega verið sagður fyrir ráðgjafarþjón-
ustu en ekki kostnað vegna bílainnflutn-
ings Kristínar.
ÁSTRALÍA, AP Talsmenn lyfjarisans
CSL í Ástralíu lýstu því yfir í gær
að rannsóknir þeirra á bóluefni
gegn fuglaflensu lofi mjög góðu.
Bráðabirgðaniðurstöður sýna að
lyfið geti hugsanlega komið í veg
fyrir fuglaflensu hjá fullorðnum.
Næstu rannsóknir munu kanna
viðbrögð barna og eldra fólks við
lyfinu.
Vonast yfirmenn CSL að fá lyfið
samþykkt fyrir lok þessa árs.
Ekkert bóluefni er til við
fuglaflensu, en margir telja að
lyfið Tamiflu geti hjálpað fólki
að verjast flensunni. Mannskæða
veiruafbrigðið H5N1 hefur vald-
ið dauða 91 manns í Tyrklandi og
Asíu frá árinu 2003. - smk
Bóluefni við fuglaflensu:
Rannsóknir
lofa góðu
FUGLAFLENSA Ítalskir rannsóknarmenn
skoða lifandi hegra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Útafakstur í slæmu veðri Bíll lenti
út af í slæmu veðri í Langadal í gær.
Tveir voru í bílnum en hvorugur þeirra
slasaðist. Lögreglan á Blönduósi kom
fljótt á vettvang og aðstoðaði mennina
við að ná bílnum upp á veginn að nýju.
LÖGREGLUFRÉTT
JÓN GARÐAR ÖGMUNDSSON Segir fram-
burð Jóns Geralds óskiljanlegan og hreinan
spuna. Greiðlega hefði samist um að
greiða 1,7 milljónir fyrir vinnu Jóns Geralds
fyrir Pönnu Pizzur.
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
KRÓATÍA, AP Óttast er að kúariða
hafi stungið sér niður í norðvest-
urhluta Króatíu, að sögn land-
búnaðarráðherra landsins, Petar
Cobankovic í gær. Reynist grun-
urinn á rökum reistur, er þetta
fyrsta tilfelli kúariðu í Króatíu.
Fimm ára gamalli kú á litlu
fjölskyldubúi var slátrað eftir að
hún fór að haga sér undarlega, og
bentu bráðabirgðarannsóknir til
að um kúariðu hefði verið að ræða.
Staðfestu frekari kannanir rann-
sóknarstofu Evrópusambandsins
á Englandi gruninn, verður allri
hjörðinni slátrað. Yfirvöld segja
kúna upprunalega frá Austurríki
en yfirvöld neita því. - smk
Veik kýr í Króatíu:
Grunur leikur
á kúariðu
Fuglaflensa finnst Fuglaflensa var
staðfest í Egyptalandi í gær, að sögn
talsmanna Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar. Mannskæði veirustofninn H5N1
fannst í dauðum fuglum á þremur stöð-
um í landinu. Ekki er vitað til að smitið
hafi borist í menn þar í landi.
EGYPTALAND
LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn og
ein kona hafa játað að hafa brot-
ist inn í verslunina Skóga á Egils-
stöðum í fyrrinótt.
Lögreglan á Egilsstöðum fékk
tilkynningu um að brotist hefði
verið inn í verslunina um klukk-
an fjögur aðfaranótt föstudags.
Nokkrum mínútum seinna kom
lögreglan á staðinn og kom þá í
ljós að töluvert af fatnaði og lítil-
ræði af peningum hafði verið
tekið ófrjálsri hendi.
Lögreglan á Akureyri stöðvaði
þjófana með þýfið daginn eftir
ránið. Lögreglan á Egilsstöðum
vann að málinu með lögreglunni á
Akureyri.
Málið telst nú upplýst. - mh
Innbrot á Egilsstöðum:
Fötum og pen-
ingum stolið
SPURNING DAGSINS
Böðvar, er verið að leika á
tónlistarnema eins og fiðlu?
Já, með þungum trommukjuðum.
Böðvar Reynisson, formaður Félags tónlistar-
nema, segir tónlistarnema notaða sem vopn
í deilu milli sveitarfélaga og ríkis.
SVÖRIN ERU Á BLS. 54
VERÐLAUN Fjöldi tilnefninga til Sam-
félagsverðlauna Fréttablaðsins fór
fram úr björtustu vonum aðstand-
enda. Vel á þriðja hundrað tilnefn-
inga bárust. „Þessi mikli fjöldi til-
nefninga kom mér skemmtilega á
óvart og líka hve fjölbreyttar þær
eru,“ segir Steinunn Stefánsdóttir,
ritstjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu
og formaður dómnefndar.
Dómnefnd hittist í fyrsta sinn í
gær til að fara yfir tilnefningarn-
ar og verður helginni varið í lest-
ur þeirra. Vegna þess hve margar
tilnefningar bárust hefur afhend-
ingu Samfélagsverðlaunanna verið
frestað um eina viku. Verða þau
veitt fimmtudaginn 2. mars. -bþs
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða afhent fimmtudaginn 2. mars:
Á þriðja hundrað tilnefningar
GLUGGAÐ Í GÓÐVERK Dómnefnd Samfélagsverðlaunanna, Davíð Scheving Thorsteinsson,
Guðjón Friðriksson, Steinunn Stefánsdóttir og Svanfríður Jónasdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VERSLUN Skrifstofuhúsgögn, sem
Ríkisútvarpið keypti í útvarps-
stjóratíð Vilhjálms Þ. Gíslasonar,
eru til sölu á antíkmarkaði í Perl-
unni fyrir eina og hálfa milljón
króna. Húsgögnin eru skrif-
borð, bókaskápur, sex stólar og
tvö smærri borð. Hægt er að fá
skrifborðið og bókaskápinn fyrir
800.000.
Vilhjálmur keypti húsgögnin
í Kaupmannahöfn 1959 og hafði
Hjalta Geir Kristjánsson, hús-
gagnahönnuð og kaupmann, með
sér utan til aðstoðar við valið.
Húsgögnin voru hönnuð og smíð-
uð hjá Lysberg, Hansen og Therp.
Ari Magnússon, kaupmaður
í Antikmunum, sem stendur að
markaðnum í Perlunni, segist
telja að sé kaupverð húsgagnanna
á sínum tíma uppfært til dagsins í
dag nemi það um þremur til fimm
milljónum króna. Hann segir hús-
gögnin í góðu ásigkomulagi og að
þeim fylgi merk saga.
Skrifborðið er úr hnotu en
skrifflötur þess er klæddur leðri.
Þá er bronsskraut á köntum og
fótum. Húsgögnin voru sérsmíðuð
fyrir Ríkisútvarpið og telur Ari
að aðeins séu örfá önnur slík til í
heiminum. -bþs
Hálfrar aldar gömul húsgögn af skrifstofu útvarpsstjóra til sölu á antikmarkaði:
Föl fyrir eina og hálfa milljón
ÚTVARPSSTJÓRAHÚSGÖGNIN Vilhjálmur Þ. Gíslason keypti húsgögnin í Kaupmannahöfn
1959 og naut aðstoðar Hjalta Geirs Kristjánssonar við valið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Nálægt níu milljörðum
Á árinu 2005 var fluttur út óunninn afli á
erlenda fiskmarkaði að verðmæti 8.578
milljónir króna. Árið 2004 var verðmæti
þessa útflutnings 8.316 milljónir króna.
Þetta er 3 prósenta hækkun á milli ára.
SJÁVARÚTVEGUR