Fréttablaðið - 18.02.2006, Síða 8
18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00-18.00 og laugardaga kl. 12.00-16.00
SKIPT_um væntingarPATROL
NISSAN
ENDIST ENDALAUST
Veiðikortið 2006 fylgir
öllum 4x4 Nissan bílum
Patrol Luxury Beinskiptur 3.990.000 kr.
Patrol Luxury Sjálfskiptur 4.090.000 kr.
Patrol Elegance Beinskiptur 4.390.000 kr.
Patrol Elegance Sjálfskiptur 4.490.000 kr.
Tegund Verð
Rúmgó›ur og árei›anlegur vinnufljarkur sem hefur s‡nt
og sanna› a› hann á heima á Íslandi. Nissan Patrol er
einfaldlega alvöru jeppi fyrir alvöru fólk!
33" dekk, toppbogar og dráttarbeisli
250.000 kr. kaupauki
Bíll á mynd er 35" breyttur
1 dálkur x 100mm
Allt til
ferðalaga
����������������������������
Hjólhýsi
vagnar
�����������
BERLÍN/AP Þýsk heilbrigðisyfir-
völd sögðust í gær hafa fundið
tíu dauða fugla til viðbótar sem
drepist hefðu úr fuglaflensu á
eyjunni Rügen í norðurhluta
Þýskalands.
Jafnframt fannst fuglaflensu-
veirustofninn H5 í Suðaustur-
Frakklandi, og talið er líklegt að
hann flokkist undir mannskæða
stofninn H5N1. Þetta er fyrsta
smitið sem finnst þar í landi.
Eins var H5N1 smit staðfest í
Ungverjalandi.
Hins vegar hefur fuglaflensa
ekki fengist staðfest í tugum
dauðra svana sem fundist hafa
víðs vegar um Danmörku. Rann-
sóknir halda þó enn áfram þar í
landi. - smk
Fleiri dauðir fuglar finnast í Evrópulöndum:
Frakkar finna smit
SVANSFÆTUR Þessi svanur stóð í mestu
makindum á frosinni tjörn í miðborg
Danmerkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÍRAK, AP Vopnaðir menn íklæddir
lögreglubúningum rændu auðug-
um bankaeiganda og syni hans
og drápu fimm lífverði þeirra í
borginni Basra í Írak á fimmtu-
dag, samkvæmt upplýsingum
írösku lögreglunnar.
Ættingjar feðganna telja að
um glæpamenn sé að ræða sem
ætli sér að krefjast lausnar-
gjalds.
Innanríkisráðuneyti Íraks
kannar nú hvort lögregla lands-
ins hafi gert út vígasveitir, eða
hvort einhverjir innan lögregl-
unnar útvegi óprúttnum öfga-
mönnum lögreglubúninga sem
þeir síðan klæðast við morð á
súnní-múslímum.
Talið er líklegt að vígamenn-
irnir sem komu við sögu í ráninu
á bankaeigandanum og syni hans
komi úr röðum sjía-múslíma.
Menn í lögreglubúningum:
Bankastjóra
rænt í Basra
FJÖLMIÐLAR Ekki hefur mikil breyt-
ing orðið á lestri dagblaðanna hér
á landi frá því fjölmiðlakönnun var
gerð í október. Uppsafnaður lestur,
það er hjá þeim sem eitthvað hafa
lesið í dagblöðum í vikunni, hefur
minnkað um tæp tólf prósent á DV
en uppsafnaður lestur á Morgun-
blaðinu og Blaðinu hefur aukist
lítillega. Uppsafnaður lestur á
Fréttablaðinu minnkaði lítillega
um helgar en stendur í stað á virk-
um dögum. Fréttablaðið er ennþá
langmest lesna blað landsins.
Lestur fólks á aldursbilinu 12
til 49 ára, sem er sá hópur í þjóð-
félaginu sem auglýsendur reyna
öðrum fremur að ná til, er næstum
þriðjungi meiri á Fréttablaðinu en
á öðrum blöðum.
Morgunblaðið mælist meira
lesið í könnuninni sem gerð var í
janúar á þessu ári heldur en í okt-
óber og þá mælist lestur á Blaðinu
einnig nokkuð meiri en í október.
Uppsafnað áhorf á Ríkissjón-
varpið mælist í könnuninni vera
tæp 95% sem er aðeins meira en
í könnuninni í október. Sá þáttur
sem hafði mest áhorf var Söngva-
keppni Sjónvarpsins, undan-
keppni Eurovision, en það mæld-
ist 56 prósent en Spaugstofan er
með um 53 prósent áhorf í öðru
sæti.
Uppsafnað áhorf á Stöð 2
minnkar lítillega frá könnun-
inni í október en þó ber að nefna
að uppsafnað áhorf á Stöð 2+,
sem sendir út dagskrá Stöðvar
2 klukkutíma síðar en Stöð 2, er
23,3 prósent. Áhorf á Skjá einn er
rúmlega sextíu prósent og munar
þar mikið um endursýningar á
þáttum stöðvarinnar.
magnush@frettabladid.is
Fréttablaðið
mest lesið
Lestur fólks undir fimmtugu á Fréttablaðinu
mælist næstum þriðjungi meiri en lestur sama
aldurshóps á öðrum blöðum. Þetta kemur meðal
annars fram í nýrri fjölmiðlakönnun Gallup.
FRÉTTA-
BLAÐIÐ
62,7%
85,2%
MBL
50,2%
71,5%
DV
14,7%
30,7%
BLAÐIÐ
32,4%
52,8%
Uppsafnaður lestur janúar 2006
Meðallestur á tölublaði janúar 2006
LESTUR DAGBLAÐA Á ÍSLANDI
94,7%
23,3%
73,7%
16,9%
19,6%
64,5%
RÚV
STÖÐ 2
STÖÐ 2+
STÖÐ 2 BÍÓ
SKJÁR 1
SKJÁR 1+1
SIRKUS27,6%
UPPSAFNAÐ ÁHORF Á
SJÓNVARPSSTÖÐVAR
Uppsafnað áhorf í viku