Fréttablaðið - 18.02.2006, Page 32

Fréttablaðið - 18.02.2006, Page 32
[ ] Tískuvikan í London stendur nú sem hæst en þar er haust- og vetrartískan kynnt. Þessa dagana eru allir helstu tískuhönnuðir í óða önn að kynna áherslur sínar fyrir komandi haust og vetur. Í síðustu viku lauk tískuviku í New York og á morgun lýkur tískuviku í London. Áber- andi munstur og víð og pokaleg pils eru það sem helst hefur staðið upp úr en annars eru áherslurnar mjög hefðbundnar. Dökkir litir eru ríkjandi eins og vera ber en inni á milli leynast bæði áberandi og sterkir litir. Svo er bara að sjá hvort eitthvað af tískuvikunni nái fótfestu meðal almennra borgara. Áberandi munstur hafa verið mjög ein- kennandi hjá ýmsum tískuhönnuðum en þessi kjól er frá sýningu Michiko Koshino. Mynstur & pokaleg pils Niðurþröngar svartar buxur halda áfram að vera vinsælar fyrir stráka. Einnig koma skyrtur með þröngum krögum í hálfgerð- um Bítlastíl sterkar inn. Austurlensk áhrif hafa verið áberandi í tískuheiminum að undanförnu. Þessi mynd er frá sýningu Ashley Isham. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Á þessari mynd frá sýningu John Rocha sést vel hið nýja ríkjandi snið pilsa. Pilsin er mjög víð um mittin, hálf pokaleg og leggja áherslu á fallegan, kvennlegan vöxt. T í s k u v ö r u v e r s l u n i n Útsalan í fullum gangi Erum að taka upp nýjar vörur Try Me buxurnar komnar G l æ s i b æ • S í m i 5 8 8 4 8 4 8 Kínaskór og kimono verða alveg málið í sumar en austurlensk áhrif eru mjög áber- andi í tískunni núna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.