Fréttablaðið - 18.02.2006, Page 38
2
● DANIR... Hin sautján ára gamla
Sidsel Ben Semmane fer til Aþenu.
Sidsel syngur lagið Twist of Love
í aðalkeppninni. Lagið er rokkað
kántrílag.
● EISTLAND...
sendir hina sænsku
Söndru til keppn-
innar í Aþenu. Tíu
manna alþjóðleg
dómnefnd valdi
lagið úr tíu laga
hópi. Lagið var þó ekki það vin-
sælasta heima fyrir. Höfundur
lagsins hefur tvisvar sinnum áður
keppt í Eurovision. Hann samdi
lagið Once in a Lifetime, sem
Ines söng árið 2000 í Stokkhólmi,
og Runaway, sem önnur sænsk
stúlka, Sahléne, söng í Lettlandi
fyrir fjórum árum. Lag Söndru
rétt marði lag sem Ines flutti nú
í keppninni.
● FINNAR... eiga enn eftir að
velja úr tólf flytjendum sem keppa
í undankeppni um framlag Finna.
Sigurvegarinn fær plötusamning.
Lokakvöldið verður 10. mars.
● GRIKKIR... völdu Önnu Vissi.
Hún flutti átta ára frá Kýpur þar
sem foreldrar hennar vildu auka
möguleika hennar á frægð í tón-
listarheiminum.
● ÍRAR... Brian Kennedy var val-
inn úr hópi fjögurra. Einu laganna
var vísað úr keppni þar sem það
hafði verið gefið út árið 2002.
● MALTA... Fabrizio Faniello
keppir í annað sinn. Hann söng
lagið Another Summer Night á
sviðinu í Parken í Kaupmanna-
höfn fyrir fimm árum. Hann syng-
ur nú lagið I do í aðalkeppninni
enda lenti hin íturvaxna Chiara í
öðru sæti í fyrra.
● NORÐMENN... eiga fast sæti í
aðalkeppninni 20. maí vegna góðs
gengis Wig Wam í Úkraínu. Þeir
lentu í 9. sæti. Lagið í ár kallast
á norsku Alvedansen og Christine
Guldbrandsen flytur.
● PÓLVERJAR... senda hljóm-
sveitina Ich Troje will sem syngur
lagið Follow my Heart. Hljóm-
sveitin tók einnig þátt fyrir þrem-
ur árum í Ríga í Lettlandi með
laginu Keine Grenzen - Zadnych
Granic.
● SVÍAR... velja lagið 18. mars.
● SVISSLENDINGAR... leituðu að
sex flytjendum í blandað stráka
og stúlknaband til að keppa í Eur-
ovision. Unga fólkið þurfti að hafa
sterka og mikla rödd og mikið
sjálfstraust. Hljómsveitin kallast
Six4one og er skipuð hinni sex-
tán ára Liel frá Ísrael, sem sungið
hefur á 100 tónleikum í Banda-
ríkjunum og Þýskalandi og er
talin arftaki Celine Dion, Andreasi
Lundstedt, frá Svíþjóð, sem er í
Alcazar-hljómsveitinni frægu sem
gerði lagið Crying at the Discot-
heque þekkt, Tinku Milinovic, sem
er sautján ára þáttastjórnandi í
útvarpi í heimalandinu Bosníu og
Hersegóvínu, Keith Camilleri, sem
er frá Möltu, Marco Matias, sem
hefur portúgalskar rætur og svo
hinni svissnesku Claudiu D‘Addio,
einni bestu söngkonu í Sviss þessa
stundina.
Keppnin hörð
í Grikklandi
„Hvernig föt á ég að kaupa fyrir
ferðina til Íslands?,“ spurði Hanne
Krogh þegar Eurovision-blaðið náði
tali af henni. „Er kalt hjá ykkur?“
hélt hún áfram og var samviskusam-
lega frædd um að það væri frekar
kalt uppi á klaka. Hanne og Elisa-
beth Andreassen skipuðu dúettinn
Bobbysocks sem vann Eurovision-
keppnina 1985 með hinu gríðarvin-
sæla lagi La det svinge. Árið eftir
var þessum geðþekku norsku stelp-
um boðið hingað til lands og voru
þær viðstaddar þegar lag Magnúsar
Eiríkssonar, Gleðibankinn, var valið
framlag Íslands í fyrstu keppnina
sem við tókum þátt í.
Nú, tuttugu árum síðar, mæta
þær stöllur til að sjá hvert framlag
okkar til keppninnar í Grikklandi
verður. Það er ekki annað að heyra
en að Hanne hlakki mikið til að
koma aftur og hún mærir landann í
bak og fyrir. „Ég naut þess í botn að
vera á Íslandi fyrir tuttugu árum,“
segir hún og tekur skýrt fram að
þetta segi hún ekki vegna þess að
hún sé í viðtali við íslenskt blað.
„Það var frábært að hitta íslenskt
fólk, sem mér finnst yndislegt,“
bætir hún við og rifjar upp kynni
sín við Eirík Hauksson sem í dag
er hennar besti vinur. „Þið eruð
félagslynd, fyndin og fróð,“ heldur
hún áfram en staðnæmist svo til
þess að þetta verði ekki of mikið.
„Þetta verður að vera trúverðugt,“
segir hún og hlær.
Hanne og fjölskylda hennar hafa
ákveðið að vera hér í nokkra daga
eftir að keppni lýkur og ætla að
skoða landið í vetrarlitunum. Þegar
talið berst að Eurovision er ljóst að
Hanne þykir mjög vænt um keppn-
ina þó hún viðurkenni að hún hafi
ekkert fylgst allt of vel með síðustu
ár. „Þessi keppni gerði mikið fyrir
mig. Ég var fimmtán ára þegar ég
tók fyrst þátt heima fyrir. Hún kom
mér í sviðsljósið þar sem ég
hef verið allar g ö t u r
síðan,“ útskýrir H a n n e
og bætir við að
þetta hafi
gert það
að verk-
um að
hún hafi
getað haft
atvinnu af
því að syngja. „Ég fékk að ferðast
til landa sem mér að öðrum kosti
hefði ekki gefist tækifæri til að sjá,“
segir hún.
Hanne var 29 ára þegar hún vann
keppnina og var fjölskyldumann-
eskja á þessum tíma, átti þriggja ára
gamlan son. „Euro-
vision stal mömmu
hans frá honum,“
segir Hanne og
hlær. „Við
e r u m
s a m t
g ó ð i r
vinir enn
þann dag
í dag,“ heldur
hún áfram en
nú er dreng-
urinn að
læra í San Francisco og er auk þess
atvinnupókerspilari í Evrópu. Sam-
kvæmt Hanne er hann ekki mikill
Eurovision-fíkill en hún segist hafa
óstaðfestar heimildir fyrir því að
hann hafi einhver lög úr keppninni
á iPod-spilara sínum. Það er því
greinilega að einhver heppni fylgir
Krogh - fjölskyldunni þegar Eur-
ovision er annars vegar því sonur-
inn er víst Evrópumeistari í póker.
Hanne syngur enn þann dag
í dag og hefur í nógu að snúast.
Sömuleiðis á Elisabeth Andreassen
einnig farsælan feril að baki í
heimalandinu. „Við erum enn á lífi
og í fullu fjöri,“ segir þessi geð-
þekka söngkona og heldur áfram að
reyna að finna hlý föt fyrir komuna
til landsins.Enn í fullu fjöri Þær Hanne Krogh og Elisabeth Andreassen eru
enn í fullu fjöri í tónlistarlífinu og hafa náð góðum árangri eftir
fárið í kringum keppnina.
Bobbysocks
hlakkar mikið til
Fyrir tuttugu árum kom norski dúettinn Bobbysocks hingað
og krýndi fyrsta framlag okkar til Eurovision. Bobbysocks-
stúlkur snúa núna aftur og segjast eiturhressar.
Bobbysocks Sungu sig inn í hug og hjörtu Evrópubúa með laginu La det svinge sem sigraði
árið 1985.
■■■■ { eurovision } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Sigríður Bein-
t e i n s d ó t t i r
hefur þrisvar
sinnum farið
fyrir Íslands
hönd í Eur-
ovision. Fyrst
sungu hún og
Grétar Örvars-
son lagið „Eitt
lag enn“, árið
1990. Slógu
þau held-
ur betur í gegn og náðu 4. sæt-
inu, og var það í fyrsta sinn sem
Ísland komst upp fyrir 16. sætið. Í
annað sinn sungu hún og Sigrún
Eva ásamt hljómsveitinni Heart 2
Heart, árið 1992, lagið „Nei eða
já“. Lentu þær í 7. sæti. Í þriðja
sinn söng hún lagið „Nætur“, árið
1994 og lenti þá í 12. sæti. Nú er
bara að bíða og sjá hvort Sigga
fari aftur í keppnina en hún syng-
ur bakraddir hjá Silvíu Nótt.
Ísland í Eurovision
Starfsfólkið á skemmtistaðnum
Players verður klætt upp í anda
Silvíu Nætur í kvöld vegna úrslita í
Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þrettán
sjónvarpsskjáir og fjögur breiðtjöld
fanga gleðina á skemmtiklúbbnum.
Hallur Johansen rekstrarstjóri segir
að stuðið verði þar.
„Við setjum stjörnur í andlitið á
stelpunum á barnum og ætlum að
reyna að smella þeim í netasokka-
buxur og þær verða með grifflur,“
segir Hallur: „Þetta er allt gert í
gamni.“ Hallur segir dyraverðina þá
einu sem sleppa við búningana en
síðar um kvöldið spilar hljómsveitin
Vinir vors og blóma fyrir dansi. Hall-
ur segir söngvarann Bergsvein Arelí-
usson, sem er í fararbroddi bandsins,
einnig verða færðan í stílinn.
Söngvakeppnin verður ekki eini
stórviðburður dagsins á staðnum.
Leikur ensku knattspyrnuliðanna
Liverpool og Manchester Utd. er
einnig á dagskránni. Hallur á síður
von á að sami hópurinn verði á
báðum skemmtununum. „Annars
hafa allir gaman af Eurovision þó
þeir viðurkenni það ekki,“ segir
Hallur. Hvað hann sjálfan varðar
segir hann keppnina fara inn um eitt
eyrað og út um hitt: „Úrslitakvöldið
fer samt ekkert framhjá mér.“
Hann er ánægður með framtak
Sjónvarpsins að halda keppnina.
Fjöldi fólks hafi gaman af henni og
geri sér dagamun á úrslitakvöldun-
um: „Þetta er tvöföld gleði,“ segir
Hallur og bíður eftir keppninni í
Aþenu, enda fyllast skemmtistað-
irnir af fólki eftir úrslitakvöldið þar.
Tvöföld gleði á Players
SPORTBAR
RESTAURANT
����������
á Holtakránni
Föstudagur
Laugardagur - Kl. 12:20
Liverpool - Man. Utd
Þriðjudagur - Kl. 19:35
Benfica - Liverpool
Miðvikudagur - Kl. 19:30
Chelsea - Barcelona
á risaskjá
�������
í beinni
Pizza & öl
1.500,-
Alla daga!
Grill / Samlokur / Pizzur / Hamborgara / Hlaðborð á föstudögum / Heimilismatur virka daga
á 750,-
Öl og skot
Frá kl. 20-22
�������
�������
trúbador
heldur upp fjörinu
að loknu Idol
Frítt inn!
������������
�������
Laugardagur
Spilar frá kl. 23:30
fram á rauðanótt!
Aðgangs
eyrir
kr. 500,-
Kirkjustétt 2-6, Grafarholti, S. 567 8197Húsið opn
ar kl. 23:0
0
Eurovisionball
Hallur Johansen Rekstrarstjórinn á Players með allt á hreinu fyrir kvöldið.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Lagið sem vinnur í Söngva-
keppni Sjónvarpsins í kvöld
verður nítjánda framlag Íslands
í Eurovision-keppninni í Grikk-
landi. Það keppir í forkeppninni
18. maí um þátttökurétt í úrslita-
kvöldinu tveimur dögum síðar.
Aðeins tíu lög komast áfram.
Ísland tók fyrst þátt fyrir tut-
tugu árum. Vegleg söngvakeppni
var haldin hér heima þar sem
norsku sigurvegararnir Bobby-
socks heimsóttu okkur rétt eins
og í kvöld.
Ísland hefur best náð öðru
sætinu, þegar Selma söng All
out of Luck í keppninni í Ísrael
1999. Stjórnin náði einnig frá-
bærum árangri í fyrrum Júgó-
slavíu fyrir sextán árum. Hún
flutti lag eftir Hörð G. Ólafsson,
Eitt lag enn. Hörður á einnig lag
í keppninni í kvöld og kallast
það 100%.
Fimmtán lög taka þátt í kvöld
og kjósa landsmenn sigurlagið
með símakosningu.
Nítjánda lagið valið