Fréttablaðið - 18.02.2006, Page 44

Fréttablaðið - 18.02.2006, Page 44
Eurovision-keppnin var sett á lagg- irnar árið 1955 og fór hún fram í bænum Lugano á Ítalíu. Var fyrir- myndin enda sótt í San Remo- söngvakeppnina þar í landi. Við Íslendingar vorum ekki lengi að þefa þessa keppni uppi og árið 1961 leitaði FÍD, Félag íslenskra dægurlagahöfunda, eftir stuðningi hjá dönskum starfsfélögum sínum. Hvort fyrrum herraþjóð okkar hafi verið treg til og óttast að þetta sker í norðri myndi stela senunni skal ósagt látið en skýringarinnar er þó fyrst og fremst að finna í þeirri staðreynd að íslenskt sjónvarp var einfaldlega ekki orðið til. Þjóðin gat því ekki glatt evrópska sam- borgara sína með dægurlagatónlist úr norðri. Þegar RÚV fór í loftið árið 1966 mætti FÍD aftur og vildi fá að taka þátt. Því miður hömluðu tæknileg- ir örðugleikar því að Evrópa fengi að heyra brotabrot af þeim snilld- arverkum sem hljómuðu á öldum ljósvakans á þessum tíma. Kannski svolítið hrokafullt en svona hugsaði þjóðin. Jónatan Garðarsson, talsmaður keppninnar, viðurkennir að íslenska þjóðin hafi fyrr á tímum verið mjög hrokafull og haft mjög háleitar hug- myndir um eigið ágæti. „Þegar lagið Don‘t Try to Fool Me með Jóhanni G. Jóhannssyni kom út vorum við sannfærð um að lagið hefði rústað Eurovision á sínum tíma,“ segir Jónatan og hlær. Þess má til gam- ans geta að það ár vann Waterloo með Abba. Svona var hugarfar þjóðarinnar langt fram eftir áttunda áratugnum, tókum ekki þátt enda töldum við næsta víst að við hefð- um sigrað ef svo hefði verið. Þjóðin fékk svo tækifæri þegar jarðstöðin Skyggnir var sett upp en þá komst á gervihnattasamband við útlönd. FTT, Félag tónskálda og textasmiða, vildi fá að taka þátt í Eurovision og það varð úr. Skellt var upp glæsi- legri sýningu og lag Magnúsar Eiríkssonar, Gleðibankinn, valið sem framlag okkar. Þjóðin fór á flug. Það var forms- atriði að mæta til Noregs því sig- urinn var nánast í höfn. „Svona án gríns,“ segir Jónatan. „Fólk var farið að skipuleggja hvar keppnin gæti farið fram hér á landi.“ Vonbrigðin voru því mikil þegar úrslitin voru ljós. Sömu sögu var að segja þegar Halla Margrét söng Hægt og hljótt. „Þá varð okkur ljóst að Evrópa skil- ur ekki þessa íslensku tónlist,“ segir Jónatan. Það var oft æði skrautlegt gengi sem fylgdi Eurovision-hópnum og árið 1988 mætti Jón Páll Sig- marsson ásamt Hrafni Gunnlaugs- syni með hópnum þar sem íslenskt brennivín og kraftlyftingar voru meðal skemmtiatriða. „Annars gilti 200 mílna reglan í þessum ferð- um,“ segir Jónatan og er þögull sem gröfin. Lætur í veðri vaka að Eurovision-sagan sé stuði stráð en gefur síðan ekkert frekar upp. Árið 1989 tónaði þjóðin vænt- ingarnar niður, ungur strákur að nafni Daníel Ágúst keppti með lag- inu Það sem enginn sér eftir Valgeir Guðjónsson. Við yrðum aldrei neðar en í 16. sæti. Lagið fékk ekkert stig og Valgeir var kallaður á teppið hjá þjóðinni. 1990 varð heldur betur viðsnúningur á gengi þjóðarinnar. Sigga Beinteins og Grétar Örvars- son slógu í gegn með öruggri sviðs- framkomu og hressu lagi. Eitt lag enn hafnaði í fjórða sæti. Við Íslendingar höfum upplifað bæði skin og skúrir. Verst hefur þó verið þegar okkur hefur verið spáð velgengni en þær spár hafa ekki gengið eftir. „Gengi Angel var til að mynda mikil vonbrigði og það að Selma skyldi ekki komast áfram í fyrra var mörgum mikið áfall,“ segir Jónatan og bætir því við að hann hafi aldrei séð svona marga full- orðna karlmenn gráta á einum stað þegar það varð ljóst. Það getur kostað mikla peninga að vinna Eurovision. Grikkir voru staðráðnir í að fá keppnina til sín í fyrra og eyddu hátt á annað hundruð milljón- um í hvers konar kynningarstarf á laginu. Gríska ferðamálaráðið lagði peninga í verkið en Jónatan leyfir sér að efast um sigurinn skili jafn miklu í ferðamannastrauminn og lönd vonast eftir. „Keppnin sem slík kemur landinu á kortið en menn þurfa síðan að vinna enn frekar í þessu.“ Jónatan segir að íslenska þjóð- in sé orðin raunsærri hvað árangur varðar og hefur eina gullna reglu að leiðarljósi áður en lagt er af stað: „Þegar við erum farin að velta því fyrir okkur hvar eigi að halda keppnina hér á landi er það ávísun á slæmt gengi.“ 8 Ef þú sækir fylgir 2l. Pepsi og Góu Hraun með tilboðinu TILBOÐ 1 TILBOÐ 2 Matsaman Thailenskur kjötréttur með kjúklingakjöti og grænmeti. Steikt í matsman karrý og salt-hnetusósu. Kínverksar núðlur að hætti Mekong Eggjanúðlur með kjúklingi og grænmeti. Paneng Thailenskur kjötréttur með nautakjöti og grænmeti. Steikt í panengkarrý og kókomassa. Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu. Verð á mann kr. 1.245.- Fyrir tvo kr 2.490.- Hæfilegur skammtur af hrísgrjónum og Góu Hraun fylgir. Geng Sheo Van Thailenskur kjötréttur með grísakjöti. Steikt í grænu karrý ( sterkt) Kao Pad Ped Sterk chilli krydduð hrísgrjón með svínakjöti eða kjukling og grænmeti. Tom Ka Thailenskur kjúklingaréttur með grænmeti og kókos. (sterkt) Pas Siú Hrísnúðlur með grænmeti. Verð á mann kr. 1.245.- Fyrir tvo 2.490.- Hæfilegur skammtur af hrísgrjónum og Góu Hraun fylgir. Sóltún 3 • Bæjarlind 14-16 Sími: 564 6111 • www.mekong.is FRÍ HEIMSENDING EF PANTAÐ ER FYRIR MEIRA EN KR. 2000,- Hamborgari með frönskum, sósu og gosi. Verð kr. 550.- FYRIR BÖRNIN Tilboð eru eingöngu afgreidd fyrir tvo eða fleiri. „Hef aldrei séð jafn marga fullorðna karlmenn gráta og þegar Selma féll úr keppni,“ sagði Jónatan um stemninguna sem var meðal gesta þegar ljóst varð að Ísland kæmist ekki áfram í aðalkeppnina. Jónatan Garðarsson hefur farið nokkrum sinnum á Eurovision-keppnina og segir hana vera ótrúlega. Í gildi sé 200 mílna reglan um það sem fer þar fram. Stuði stráð saga Þrjátíu árum eftir að Eurovision var fyrst haldin fékk Ísland inngöngu. Þjóðin ætlaði að taka keppnina með trompi enda var það nánast formsatriði að mæta á svæðið. Abba, hvað er það? Árið 1974 sigraði ABBA-flokkurinn með laginu Waterloo. Á Íslandi var talið að lagið Don‘t Try to Fool Me hefði rústað þá keppni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ■■■■ { eurovision } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.